Viðgerð lokið

Nú er búið að loka opinu milli gátta og erum við mikið ánægð með það.

 

Opið var mun stærra en Hróðmar gerði ráð fyrir. Það var nákvæmlega 1 og 1/2 cm að stærð!!!!! Aðgerðin gekk mjög vel og er ég búin að liggja síðan kl. 7 í morgun og má ekki hreyfa mig fyrr en milli 18 og 19 í kvöld. Orðin verulega pirruð í bakinu á þessari legu. Finn líka fyrir smá hjartsláttatruflunum, en það er eðlilegt eftir þetta.

Kveðja, Hafdís og Örvar ritari:)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æðislegt að heyra hvað þetta gekk vel!! Nú verður þú bara að taka á þolinmæðinni og gera nákvæmlega eins og hann Hróðmar segir:) Knús á ykkur bæði..

Árný Lára (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 16:16

2 identicon

Hæ þið tvö ;)

Mikið er gótt að heyra að allt fór vel :) Er sko búin að hugsa mikið til þín Hafdís...hafðu það sem best :*

Majken (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 16:17

3 identicon

Frábært að allt gekk vel:)  Er búin að hugsa til þín í alla dag og kveikti á kerti í morgun í vinnunni.  Risastórt knús á ykkur og kossar fylgja líka með;) Láttu ritarann dekra við þig....

Kv. Sigurbára og co

Sigurbára (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 16:20

4 identicon

 Gott að allt gekk vel, heyrumst í kvöld.

P.s.

Ef þetta væri gat á sokk held ég að honum væri hent hvað heldur þú? Knús á ykkur.

Kveðja tengdó.

Jóna Björg Margeirsdóttir (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 16:31

5 identicon

Hæ mikið gott að heyra hversu vel gekk. Þetta er ekkert smá gat!!!! Bið að heilsa í bili. Heyrumst vonandi í kvöld;)kveðja Lóa

Lóa (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 16:39

6 identicon

hahha jú Jóna, það er nú ekki spurning. takk fyrir kveðjurnar

Hafdís (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 16:57

7 identicon

Hugsaði mikið til þín í morgun en dreifði huganum með því að halda mömmuhóp. Eitt það fyrsta sem Alexander Dagur gerði eftir að stelpurnar komu var að hann sat alveg sjálfur heillengi, þetta er alveg í fyrsta skipti í dag!!! Situr orðið kallinn litli. Knús smús, Þórunn og allir hinir

Þórunn systir (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 17:01

8 identicon

Sæl Hafdís mín - gott að heyra að allt hafi gengið vel í "viðgerðinni".  Þú gerir svo bara nákvæmlega það sem þér er sagt - lætur stjana við þig og hefur það huggulegt   Heppin að hafa svona góðan ritara með í för!  Kv. úr sveitinni fögru

Kristín Ósk (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 17:14

9 identicon

Það var syfjuleg en glöð tengdamamma sem sagði mér fréttirnar í bankanum í dag,  ég söng ABBA alla leiðina heim í hamingjukasti (eins gott að ég var ein á ferð). Til hamingju með árangurinn, núna er málið að ná fullri orku aftur svo við getum skálað á FRÖNSKUM.

Knús á ykkur.

Bogga Jóna (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 17:16

10 identicon

æðislegt að allt gekk vel :)...  gangi ykkur vel í framhaldinu :)

Ólöf Guðbjörg (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 17:20

11 identicon

Frábært. Áfram þið ;-)

Þuríður Vala Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 18:17

12 identicon

Frábært að allt gekk vel.  Það verður eflaust gott fyrir þig að standa upp úr rúminu.  Kveðja til ykkar

Árný Jóna og fjölskylda

Árný Jóna Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 19:13

13 identicon

Frábært að heyra (lesa) :D Gangi þér vel og hafið það sem best :*

Hulda og fjölskylda (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 19:18

14 identicon

Gott að heyra hvað viðgerðin gekk vel, bestu óskir um góðan bata..

Kveðja,

Sibba, Bjartur og Þorbjörg Þula

P.S. til Jónu tengdamömmu - það er kreppa!!! Bætt í öll göt!!

Sibba (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 20:26

15 identicon

Sæl Hafdís

Gott að heyra að allt gekk vel. Við fylgjumst vel með þér hérna í Setrinu

Hafðu það gott og mundu að góðir hlutir gerast hægt

Farðu varlega með þig og njóttu þess að láta dekra við þig.

Kveðja Hulda

Hulda (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 21:27

16 identicon

Mikið er gott að heyra að allt gekk vel, knús og kossar og hafið það gott í batanum :)

Helga Stefánsdóttir (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 23:24

17 identicon

Mikið er gaman að lesa þessu færslu, gott að allt gekk vel.  Svo er bara að taka lífinu með ró og láta kallinn stjana við sig. 

Bestu kveðjur

Anna Kristín og co.

Anna Kristín (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 23:36

18 identicon

Frábært að allt gekk vel.

Gunný (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 00:16

19 identicon

Gott að heyra að allt gekk vel, sendi þér hlýja strauma.

kv.Brynhildur

Brynhildur (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 08:23

20 identicon

Vá ekki neitt smá stórt gat!!! En frábært að heyra að allt gekk vel og nú er bara að fara eftir því sem Hróðmar segir og fá ritarann til að stjan svolítið í kringum þig. Stórt knús til ykkar allra.

Kv. Sigurbjörg og börn.

Sigurbjörg Stefánsdóttir. (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 09:38

21 identicon

Hæ Hafdís

Gott að heyra að allt gekk vel. Nú er bara að taka það rólega .

Hjartanlegar kveðjur til ykkar úr Mosó

Kv Hrönn G

Hrönn Gissurard. (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 13:20

22 Smámynd: Agga

Gott að heyra að aðgerðin gekk vel :)

Bestu batakveðjur, Agga og Andri

Agga, 17.4.2009 kl. 15:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband