Aldrei að segja aldrei...

Jámm, ákvað bara að skella inn færslu þótt ég væri auðvitað löngu hætt. Maður á víst aldrei að segja aldrei...

Sumarið heldur betur búið að vera ljúft og gott :) Gerist varla betra.

En ég hélt að minni sjúkrasögu væri nú alveg lokið, en það hefur komið á daginn að svo sé ekki. Var lögð inn á spítala eftir að ég fór á slysó í bænum því ég gat hvorki kyngt né tuggið ;) Eftir að búið var að dæla í mig helling af sýklalyfjum og ég búin að hitta nokkra lækna kom loks í ljós að ég var með herpes sýkingu í munninum og hálsinum. Allt annað líf eftir að ég fékk réttu lyfin og fékk að komast heim til mín aftur!! Við þessi veikindi fylgdi mikil lega sem þýðir það að þrekið mitt hefur minnkað mikið, ég var búin að safna smá þreki en svona er þetta bara. Það kemur aftur...alltaf aftur... :)

Nú það sem gerðist á spítalanum er að ég fékk sýklalyf sem juku áhrif blóðþynningarinnar til muna og ég skil ekki enn af hverju blóðþynningin var ekki mæld hjá mér á sjúkrahúsinu, annað eins var nú tekið af blóðprufum!! Eftir að ég kom heim fór ég í mína hefðbundnu mánudags blóðþynningarmælingu og þá var ég allt of mikið blóðþynnt. Passleg blóðþynning hjá mér á að vera á bilinu 2,8 -3 en hún var komin upp í rúmlega 9!! Það er í raun hættulega mikil blóðþynning og var mér vinsamlegast bent á að vefja mig í bómul á meðan ég væri svona ofþynnt. Ég átti erfitt með að borða og drekka. Fékk tvisvar vökva í æð sem gerði það að verkum að mér leið MIKLU betur, enda alveg að þorna upp. Blóðþrýstingurinn var kominn niður í ca. 85/60 sem var allt of lágt. Svo endaði með því að á sjúkrahúsinu á Selfossi var K-vítamíni sprautað í æð til að vinna á móti þynninunni. En það lagaðist þegar ég fékk vökva í æð, þá fór þrýstingurinn aðeins upp á við :) Ég fékk reglulega símhringingar frá blóðþynningardeildinni á Landspítalanum og læknirinn þar ákvað í samráði við hjartalækninn minn að taka mig alveg af Kóvarinu(blóðþynningarlyfinu) og setja mig á hjartamagnýl í staðinn en hann sagðist ætla að koma mér í hjartaskoðun gegnum vélinda sem allra fyrst.

Undanfarna daga hef ég verið með slatta af hjartsláttartruflunum og með smá verki fyrir brjóstið. Ég hef verið gríðarlega máttlaus, og svimað nokkuð. Ákvað að fara og láta mæla blóðþrýstinginn í dag þar sem ég svitnaði við hverja hreyfingu og kom þá á daginn að enn er blóðþrýstingurinn allt of lágur. Minn góði læknir, Guðmundur, sagði að ég þyrfti að komast til Hróðmars sem allra fyrst og ætlaði að tala við hann um það og redda mér ítarlegri skoðun þar. Bíð bara eftir hringingu um að það sé komið að mér :)

Já, ég held alltaf að ég sé hólpinn og allt komið í lag. En þegar eitt er búið tekur annað við. EN maður tekur því sem manni er ætlað og brosir framan í heiminn :)

Later! Hafdís MaríaCool


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Hafdís mín.

Þú ert ótrúleg, æðruleysið skín af þér. Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt.

Gangi þér vel elskan, já og takk fyrir síðast.

Bogga Jóna (IP-tala skráð) 3.9.2009 kl. 22:22

2 identicon

Æji snúllan mín, farðu nú vel með þig, þú ert rosalega dugleg, þetta getur ekki verið auðvelt.  Myndi taka af þér ef ég gæti.

Berglind Elva (IP-tala skráð) 3.9.2009 kl. 23:37

3 identicon

Það er ekki gott að vera þunnur... hehehe.. smá grín. Hafðu það sem allra best systa mín og láttu bara pakka þér inn og farðu vel með þig. Þú átt það skilið eftir allt þetta sem á þig hefur verið lagt undanfarið. Nú breytist þetta allt og gæfan fer að snúast þér í vil. Stórt knús, Þórunn og strákarnir stórir og smáir

Þórunn systir (IP-tala skráð) 4.9.2009 kl. 23:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband