Sigur og ekkert annað en sigur!

Góðar fréttir!

 Fór í ökumat á föstudaginn og stóðst það! Gekk reyndar mjög vel og það er auðvitað ákveðinn sigur fyrir mig. Það eru þessir sigrar sem maður upplifir sem eru svo mikilvægir fyrir mann og ég er svo heppin að hafa upplifað þá marga undanfarna mánuði eftir að hafa upplifað einn ansi ósanngjarnan ósigur.
Bati er sigur!! Auðvitað er ég ekki fullfrísk en það sem ekki hefur gengið til baka eru hlutir sem ég get vel lifað með! Þannig er nú það og það hefur maður sætt sig við. Ég lít þannig á að ég standi uppi sem sigurvegari eftir allt saman!!

Ég er heppin, það er bara svo einfalt.

Þetta verður síðasta færsla mín hér í bloggheiminum. Þeim hef ég safnað í möppu og commentunum og það er svo frábært að lesa commentin sem ég hef fengið frá degi eitt, þegar Erla setti þessa síðu á laggirnar og þessi komment hafa stutt mig og styrkt. Það er svo gott að þegar eitthvað bjátar á að það eru margir sem hugsa til manns og veita manni styrk.

Þakka ykkur fyrir og NJÓTIÐ LÍFSINS!! HVER DAGUR ER GJÖF OG LÍFIÐ ER BESTA GJÖFIN !

Ykkar, Hafdís María Kissing

PS....ef þið sjáið grænan Isusu Trooper á vegunum, VARIÐ YKKUR!!! W00t


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með árangurinn og lífið, þú ert gargandi snild elskan. Takk fyrir að hafa fengið að fylgjast með þér og þínum í gegnum þetta allt.

Knús í sveitina frá okkur hér á Stöddanum.

Bogga Jóna (IP-tala skráð) 22.6.2009 kl. 13:57

2 identicon

Takk fyrir að leyfa okkur að fylgjast með. Ég mun gæta mín á þeim græna annars er þér sennilega hollast að vera ekkert að keyra á mig, það myndi stórsjá á bílnum þínum, þar sem ég er og verð um allan aldur ólétt eins og alþjóð veit!!!

Hafið það gott í sumar.

Birna bolla (IP-tala skráð) 22.6.2009 kl. 14:09

3 Smámynd: Þórhildur Daðadóttir

Knús og kossar sigurvegari.

Þórhildur Daðadóttir, 22.6.2009 kl. 16:11

4 identicon

Innilega tilhamingju með þennan stóra og frábæra árangur elsku Hafdís mín!! Það var ekkert smá gaman að sjá þig í action og hann Halldór virtist ansi ánægður með þig þarna:D

Árný Lára (IP-tala skráð) 22.6.2009 kl. 17:09

5 identicon

Þetta er yndisleg færsla ;) við pössum okkar á grænu hættunni !!! Knús úr Mos;);)

Erla Guðfinna (IP-tala skráð) 22.6.2009 kl. 17:48

6 identicon

Til hamingju sigurvegari. þið hafið staðið ykkur eins og hetjur.Takk fyrir að leyfa okkur að fylgjast með. Knús frá mér til ykkar í sveitina Þín vinkona Guðrún Steinars

Guðrún Steinars (IP-tala skráð) 22.6.2009 kl. 22:09

7 identicon

Til hamingju með þetta. ja maður mun sko vara sig þegar maður næst austur í sveitir hahah kv. Hafdis B

Hafdis B (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 10:20

8 identicon

æðislegar fréttir :).... til hamingju með þetta :)

kv

Ólöf

ólöf (IP-tala skráð) 24.6.2009 kl. 19:05

9 identicon

Innilega til hamingju með frábæran sigur!  Við höfum augun hjá okkur þegar við keyrum um suðurlandið

 Gangi þér allt í haginn og takk fyrir að leyfa okkur að fylgjast með þér hér á blogginu.

Bestu kveðjur,

Sibba, Bjartur og Þorbjörg Þula

Sibba (IP-tala skráð) 24.6.2009 kl. 22:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband