Nú fer þetta að verða gott af bloggskrifum...

Heilsan hefur verið þokkaleg þar til í fyrradag. En þá fékk ég heiftarlegt mígrenikast. Ofboðslega miklar sjóntruflanir og alveg agalega sár höfuðverkur þar á eftir. Parkódín hafði akkurat ekkert að segja en náði að redda mér mígrenitöflu og hálfri parkódín forte. Náði að sofna og jafnaði mig svo um kvöldið.

En svo seinni partinn í gær byrjaði ballið aftur. Þvílíkar sjóntruflanir, rafsuðuljós, dískóljós, og einhverskonar sjónsviðsskerðing. Og skelfilega sársaukafullur höfuðverkur á eftir, doktorinn minn lét mig taka tvær parkodin forte og eftir þó nokkra stund steinrotaðist ég og svaf í einhverja klukkutíma en var enn viðkvæm í höfðinu.

Næsta skref er að panta tíma hjá Einari Már lækninum mínum af B2. Á að mæta í eftirlit og hann finnur  út lyf sem henta mér. Höfuðið er svo ansi viðkvæmt eftir blóðtappann og má ekki við miklu. En það þarf að láta fylgjast vel með þessu öllu saman.

Nú, ég er búin að fá tíma þann 18. maí nk. hjá honum Hróðmari í eftirlit. Býst ekki við öðru en að það líti allt saman vel út.

Reyni að komast aftur í sjúkraþjálfunina á fimmtudaginn, ef höfuðið verður ekki enn að kvelja mig.

En nú finnst mér vera komin tími til að hætta þessu bloggi, minnka það a.m.k. Hjartaaðgerðinni lokið og svona. Held að ég fari að ljúka þessum færslum mínum.

Verið þið sæl.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Elsku Hafdís mín....

Gangi þér vel. Gott að geta fylgst með þér á blogginu. Við hugsuðum til þín í dag á ráðstefnunni, en gott að þú gast horft á okkur á netinu:)

Kveðja

Hildur

Hildur Heimis (IP-tala skráð) 27.4.2009 kl. 21:44

2 identicon

Sæl Hafdís mín 


Mér var sagt að ef ég færi að sjá svona blossa og eldglæringar þá ætti ég að hafa samband við augnlæknir STRAX því þá væri sjónhimnan að losna. þú ættir að láta athuga þetta .      Bestu kveðjur til þín og ykkar allra úr Breiðdalnum

Herborg (IP-tala skráð) 27.4.2009 kl. 22:02

3 identicon

Alltaf gaman að lesa bloggið þitt Hafdís mín ;O)

 Andskotalegt þetta með mígrenið ;O/

Mæli samt með að þú hættir ekki að halda dagbók því svona eftir á þegar þú ert orðin eldhress þá kannski langar þig að lesa um þessa daga því maður er jú oft ansi fljótur að gleyma ( kannski er gott að gleyma þessu en ? ) 

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 27.4.2009 kl. 22:04

4 identicon

Mér finnst þú svo rosalega dugleg og jákvæð að það er frábært... ég er búin að hugsa mikið til þín og oft þegar ég kalla á litlu Hafdísi mína þá einmitt hugsa ég til þín  :-)

Verður gaman að sjá framhald hjá þér...

Maríanna Rós (IP-tala skráð) 27.4.2009 kl. 22:25

5 identicon

Hafdís mín, ef þú treystir þér þá finnst mér að þú ættir að halda áfram að blogga. Þú átt eftir að ná þér af þessum höfuðverkjaköstum með réttu lyfjunum.  Stórt, stórt knús frá okkur og stór koss frá guðsyninum.  Á morgun fær hann að sjá fyrstu lömbin sín.  Hann verður örugglega hissa litli Brautarhólsbóndinn.  Ástarkveðja, Þórunn

Þórunn systir (IP-tala skráð) 27.4.2009 kl. 23:22

6 identicon

Ekki er nú gaman að heyra að þú sérst kominn með mígerni ofaná allt saman, því þessi mígrenisköst eru anstikileg. En sem betur fer eru til lyf sem að geta haldið því niðri.

En það er búið að vera gott að fylgjast aðeins með þér og ykkur hér, en ef þú hættir að blogga,skrifaðu þá í dagbók þér til minningar

Gangi þér ókaplega vel og stórt knús . Þú getur þetta

Kveðja 

Sigurbjörg og börn

Sigurbjörg Stefánsdóttir. (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 10:34

7 identicon

Já þetta er langt frá því að vera gott að heyra.  Svona köst ofan á allt saman er nú bara ömurlegt.. en þú sigrast á þessu eins og öllu öðru því þú ert nú svoddan ofurkella mín kæra.

Ég er sammála því sem aðrir segja hérna fyrir ofan að ef þú vilt hætta að blogga þá skaltu reyna að halda dagbók yfir líðan þína og svona því oft getur verið gott að líta yfir farin veg með hjálp dagbóka eða bloggs.... helst samt ekki hætta að blogga:-D 

Árný Lára (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 12:03

8 identicon

Sæl Hafdís ég rakst á þessa síðu, og vilti kvitta fyrir innlitið. Haltu áfram að vera jákvæð. Góðir hlutir gerast hægt, Bergdís Fjóla biður að heilsa Soffíu .

Kveðja frá Reyðarfirði Þórdís ( Mamma hennar Bergdísar)

Þórdís (IP-tala skráð) 1.5.2009 kl. 00:44

9 identicon

Elsku Hafdís mín. Mikið er leiðinlegt að heyra að heilsan þín er ekki nógu góð. En haltu áfram að vera jákvæð og sterk. Ég hef fulla trú á þér í þessu verkefni eins og þeim sem á undan eru gengin. Ef þú teystir þér að halda áfamm að blogga þá væri það nú frábært. Við verum að fá að fylgjast með þér elskan mín.

Bestu kveðjur, kram og knús frá mér og mínum, og gangi þér allt í haginn mín kæra.

Svava frænka og co (IP-tala skráð) 5.5.2009 kl. 08:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband