Frétt sem birtist á www.sunnlendingur.is

Sveitastjórnir Rangárþings eystra, Rangárþings ytra og Ásahrepps segja að heilbrigðisráðherra, Ögmundur Jónasson, muni gera íbúa og gesti Rangárvallasýslu að annars flokks borgurum ef hann samþykkir að leggja niður vakt sjúkrabifreiðar á Hvolsvelli um helgar og eftir klukkan 16 á virkum dögum eins og Heilbrigðisstofnun Suðurlands hefur lagt til við ráðherra.

Sveitarstjórnarmenn frá sveitastjórnunum þremur funduðu í dag um sjúkraflutningsmál í Rangárvallasýslu þar sem fyrri ályktanir um sama mál voru ítrekaðar. Krefjast sveitastjórnirnar þess að vakt sjúkrabifreiðar verði til staðar Rangárvallarsýslu allan sólarhringinn, árið um kring.

Frétt þessi er sótt á http://sunnlendingur.is/frettir/comments/404#comments

______________________________

Það er allt að gerast Grin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband