1.4.2009 | 20:21
Nú gleðst mitt litla (gallaða) hjarta :)
Ákvörðun um sjúkraflutninga verði afturkölluð
Í ályktun sveitarstjórnarinnar segir, að þessi aðgerð lengi viðbragðstíma verulega og skerði þannig öryggi og lífsgæði íbúanna. Við skiljum öll að þörf er á niðurskurði í rekstri hins opinbera en það er með öllu óásættanlegt að byrjað sé á því að ráðst að grundvallar öryggisþáttum samfélagsins. Sveitarstjórn Rangárþings eystra krefst þess að Rangæingar og þeir fjölmörgu íbúar landsins sem leggja leið sína um héraðið geti treyst því að þessi lífsnauðsynlega öryggsiþjónusta sé til staðar," segir m.a.
Forsvarsmenn Heilbrigðistofnunar Suðurlands munu á morgun eiga fund með lögreglustjóranum í Rangárvallasýslu og jafnframt hittast fulltrúar allra sveitarstjórna í sýslunni á fundi á morgun.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
31.3.2009 | 08:42
Við verðum að standa saman og berjast
Eins og flestum íbúum Rangárvallasýslu er ég mjög ósátt við þá þjónustu og öryggisskerðinu sem vofir yfir okkur. Þann 1. júní næstkomandi mun enginn sjúkrabíll verða á vakt utan dagvinnutíma á Hvolsvelli. Þess í stað þurfum við íbúar að bíða eftir sjúkrabíl frá Selfossi. Erum við á leið aftur til fortíðar?
Íbúar eru reiðir og sárir, skiljanlega. Einhvern vegin verðum við íbúar að standa saman og mótmæla fyrirhugaðri áætlun.
Mín hlið málsins er hér:
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.3.2009 | 21:42
Update
Mikið er veðrið búið að vera yndislegt í kvöld. Snjór yfir öllu og blíða. Dreif mig út í garð og tók myndir, setti eina mynd inn á myndasíðuna mína www.flickr.com/photos/hafdismaria
Annars bara allt þokkalegt að frétta, líðan mín er óbreytt. Frekar úthaldslítil og mjög dofin. En svona er nú bara lífið.
Fékk heimsókn frá Sindra Sindrasyni frá Stöð 2, mjög gaman að spjalla við hann. Svo kemur eitthvað viðtal við mig í Ísland í dag, annaðhvort á núna á mánudagskvöld eða þriðjudagskvöld.
Meira síðar...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
25.3.2009 | 19:18
Hjartaaðgerð verður það heillin...
Þá er læknastússið búið í bili.
Fór í sjónsviðsmælingu á þriðjudaginn og augnlæknirinn minn sagðist mjög óhress með niðurstöðurnar og fannst þetta ekki nógu gott. Sjónin hefur ekkert lagast og er sjónsviðið nákvæmlega jafn skert og það var þegar það var mælt síðast. Hann sagðist hefði viljað sjá einhverja breytingu en því miður þá hefur ekkert gengið til baka. Hann bað mig að koma aftur eftir 6 mánuði og þá ætlar hann að mæla sjónsviðið upp á nýtt,
Í morgun brunuðum við svo til hjartalæknisins. Hann sagði það ekki nokkra spurningu að þessu opi milli hólfa þyrfti að loka, fyrr en síðar. Biðlistar fólks eftir að komast í hjartaaðgerðir, af hvaða tagi sem þær nú eru, eru margir mánuðir. Ef ég færi á venjulegan biðlista kæmist ég að einhverntíman í haust. En hann sagði að ég yrði sett í forgang og hann reynir að koma mér að eins fljótt og hann mögulega kemst upp með. Helst núna í apríl, ef ekki í byrjun maí.
Þeir eru hættir að gera þetta sem opnar skurðaðgerðir, nú er þrætt í gegnum æð í náranum að hjarta og opinu lokað þannig. Svo í svæfingunni fer ég í hjartaómun gegnum vélinda og þannig sjá þeir hvað þeir eru að gera. Ótrúleg tækni!! Við fengum að sjá stykki sem sett eru til þess að loka gatinu, ótrúlega stór finnst mér en magnað hvernig þau virka. Þegar að þessu kemur þá er ég lögð inn á miðvikudegi í hinar og þessar skoðanir, blóðprufur, lungnamyndatöku og fl. Svo á fimmtudögum eru aðgerðadagar og þá yrði aðgerðin gerð. Svo á föstudeginum yrði ég send heim og þarf að taka því mjög rólega einhverja daga þar á eftir.
Kúri hérna hjá litla sjúklingnum mínum, Ívari Ara, sem var komin með 40,2 stiga hita áðan. Kom mjög veikur heim úr skjólinu í gær og er rosalega veikur aumingja kallinn minn.
Kveðja af Heilsubælinu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
20.3.2009 | 21:47
Hef ákveðið...
Segi bara eins og Ingibjörg Sólrún, ég verð að játa mig sigraða fyrir veikindum mínum ;o) og hef því ákveðið að útskrifast sem þroskaþjálfi í febrúar 2010 við hátíðlega athöfn og geyma lokaritgerðina til haustsins og huga vel að heilsunni og fjölskyldunni.
Meira síðar eða þar til ég hef farið til læknanna í næstu viku!
Kveðja, Hafdís María
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
20.3.2009 | 08:52
Þannig standa málin
Ég útskrifaðist á þriðjudaginn af B-2. Þá var búið að rannsaka það sem átti að rannsaka. Það sem framundan er, er að hitta augnlæknirinn, til að kanna hvort sjónsviðið hafi breyst, á þriðjudaginn n.k. og á miðvikudaginn komum við til með að hitta hjartalæknirinn sem á að framkvæma aðgerðina; loka gatinu sem er á milli hjartahólfana. Hef ekki hitt hann fyrr og verður mjög fróðlegt að spjalla við hann um þetta og hjartagallann, þar sem hann er nú sérfræðingur á því sviði. Mig drullukvíðir auðvitað fyrir því og þessu öllu, en eins og einhver sagði þá er lífið brekkur upp og niður og vonandi verður þessi hvorki of brött né illviðráðanleg. Skemmtilegt komment, en maður tekur því sem fyrir mann er lagt og vonar það besta. Það er ekkert annað í boði!!
Takk fyrir kommentin, eins og áður hafa þau reynst mér sem dágóðar vítamínsprautur. Læt vita um gang mála í næstu viku :)
Knús á ykkur, Hafdís María
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
17.3.2009 | 11:30
Hjartans mál...
Fór í hjartarannsóknina á landspítalann við Hringbraut í morgun. Þar var sérstaklega verið að skoða gat sem er á milli hólfa hjá mér. Rannsóknin gekk mjög vel og í ljós kom eftir hana og eftir að leitað var til Hróðmars hjartasérfræðings að framkvæma þarf aðgerð til þess að loka þessi gati á milli hjartahólfanna.
Nú bíðum við eftir að ég komist í heilalínurit til að athuga hvort um krampa gæti verið að ræða sem hafi orsakað það sem gerðist heima þann 10. mars sl. en það verður núna kl. 15. Ef það kemur vel út er engin ástæða til að halda mér hér lengur. Nú svo voru læknarnir búnir að panta sjónsviðsmælingu sem vonandi verður líka í dag. En engin skýring finnst um hvað það var sem gerðist þarna heima og að dofinn skyldi aukast svona gríðarlega.
Dofinn er ennþá mjöööög sterkur, sem er ansi pirrandi og óþægilegt!!
Hvenær þessi aðgerð verður þar sem loka á gatinu milli hólfa vitum við ekki. Fæ símtal hjá Hróðmari um hvenær hún verður framkvæmd. Það sem meira er þá vilja læknarnir hér meina að eftir að gatinu verði lokað ætti ég ekki að þurfa að vera á blóðþynningunni eða "rottueitrinu", eins og þeir kalla það, ævilangt. Í raun er það mikill sigur fyrir mig, ef svo verður!
Bara að láta vita af mér.
Biðjum að heilsa héðan af B2, Hafdís og Örvar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
16.3.2009 | 11:53
Bið, endalaus bið...
Bíð enn eftir að komast í hjartarannsóknina. Átti að fara á föstudag, svo í dag en ég kemst ekki að fyrr en á morgun klukkan hálf tíu, loksins. Það styttist...
Fékk leyfi um helgina og fór heim, þar var haldið upp á fjölskylduafmæli barnanna. Löngu ákveðið og tengdó búin að bóka flug að austan. Ég var bara til skrauts, aðrir sáum um að halda afmælið, mjög spes. En gaman og krakkarnir fengu fullt af fallegum gjöfum.
Soffía Ýr varð 5 ára þann 9. mars sl. og Ívar Ari varð 9 ára í gær, þann 15. mars:)
Er mjög hress, en dofinn er gríðarlegur og ég finn hvað ég er miklu þróttminni en áður. Hef lítið úthald á fótum, verð svo fljótt þreytt. Aukinn dofi er frekar mikið áfall. Sterkur og stöðugur náladofi sem skekur allan vinstri helming líkamans. Vinstri fót, vinstri hönd, vinstri kinn og vinstri hlið tungunnar. Mjööög sterkur og ofboðslega þreytandi, þar sem hann minnkar aldrei, ekki í eina sekúndu.
Sem sagt þá er enn ekki vitað hvað orsakaði þetta. Mjög óskemmtilegt að vera hér og horfa upp á aðra nýbúna að fá blóðtappa eins og ég fékk í október sl. Þvílíkur hryllingur, rifjast upp fyrir mér hvað ég var ógeðslega veik. En eins og áður er ég hér innan um gamla fólkið... hér er ekkert ungviði að finna.
En ef rannsóknir klárast á morgun, þá er aldrei að vita nema ég útskrifist bara.
Kemur í ljós!
Ótrúlegur munur að geta verið með tölvuna hér upp í rúmi, dagurinn líður pínu hraðar þannig :O)
Kveðja, Hafdís María.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
12.3.2009 | 17:50
Nei, nú er þetta orðið gott !!!!
Ligg hér á kunnulegum slóðum, nánar tiltekið inná B2 í herbergi 20. Já, fékk sterk einkenni heima í fyrrakvöld sem lýstu sér eins og ég væri að fá annan blóðtappa. Miklar jafnvægistruflanir, mikið og hátt suð fyrir eyrum, mikill svimi ásamt miklu máttleysi. Var ein inn með með Soffíu Ýr en gat hringt eftir hjálp og hringt á sjúkrabílinn.
SEM BETUR FER fékk ég ekki mikla verki sem lýstu sér eins og þegar ég fékk blótappann forðum og fann ekki fyrir lömum, heldur eftir nokkra stund jókst dofinn svo um munaði. Er núna MJÖG dofin, ég sem hélt að ég gæti ekki orðið dofnari en ég var!!
Svo var brunað með mig í bæinn á "góðum tíma" með smá stoppi á Heilsugæslustöðinni á Hellu þar sem ég hitti Þórir lækni. Þar var ákveðið að bruna með mig hingað á Landspítalann.
Fór strax í myndatöku á höfði og ekkert sást en ákveðið var að ég færi daginn eftir í segulómskoðun, eins og ég fór í í október sl. þegar tappinn fannst. Þeir sem sjá um segulómskoðunina eru ekki ræstir út á nóttunni svo það var næsta dag sem ég komst þangað þ.e. í gær.
Það var blóðprufa tekin strax og blóðþynningin mín var meira að segja of mikil, þannig að þetta gat fjandakornið varla verið tappi!!
Eftir LANGA bið þá kom ekkert nýtt í ljós í segulómuninni sem betur fer. En það sem á að gera er að skoða hjartað betur. Það er víst lítið gat á milli hólfanna ásamt hjartagallanum sem fannst í okt. sl. sem lýsir sér í að veggurinn á milli forhólfanna sé of slakur. Þetta gat vilja læknarnir skoða betur og sjá hvort einhver breyting sé á hjartanu. Hugsanlegt er að þetta sé eitthvað hjartatengt en ekkert hægt að segja til um það að svo komnu máli.
Sem sagt hjartaskoðun í gegnum vélinda á morgun og KANNSKI má ég fara heim eftir það... En það bara kemur í ljós... mér var sagt að flýta mér hægt!! Ætli ég geri það ekki bara...
En súrt að vera með miklu MEiRI dofa en áður, ég ætlaði að losna við hann en ekki fá MEIRI!! Svo átti ég ekki von á þessu kasti, hélt ég væri nú alveg sloppin fyrir horn.
Fékk góða heimsókn frá Páli, lækninum mínum sem sá um mig á Grensási, spjölluðum um gang mála og hvað hann taldi best að gert yrði í framhaldinu þótt hann komi ekki til að sjá um mig hér. Hann er einstakur hann Páll...yndislegur læknir eins og svo margir sem ég hef komist í kynni við undanfarna mánuði.
Kveðja af B2, Hafdís María
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (27)
3.3.2009 | 22:46
Fréttakorn...
Sit hér í Vogalandi 10 hjá henni Árnýju Láru, vinkonu minni:) Er hjá henni þessa viku þar sem ég er í innilotu í skólanum. Fjúff, það er mjög mikið að gera í skólanum! BA ritgerð, verknám, ferilmappa og leiðarbók og fl. Nú er að halda haus og klára þetta. Það skemmtilega er að maður heldur svo fínu sambandi við hópinn sinn, við byrjuðum langflest saman í þessu námi fyrir fjórum árum og nú erum við að sjá fyrir endan á því. Það er svoldið magnað:) Allir geta leitað ráða hjá öllum og peppað hvort annað upp og stefnum að því að útskrifast öll saman:)
Til stóð að ég færi til heila-og taugasérfræðingsins míns, sem sá um mig á B2(Spítalanum), í vikunni og einnig stóð til að ég myndi hitta augnlæknirinn og að ég færi í sjónsviðsmælingu nr. 2 í þessari viku. En þar sem að það hittist á sama dag og ég fer í kúrs þar sem við æfum okkur fyrir að flytja lokaverkefni okkar í fyrirlestrarsalnum Skriðu ákvað ég að fá aðra tíma. Það verður sem sagt á fimmtudaginn í næstu viku. Það verður mjöööög fróðlegt að heyra í þeim og sjá hvernig málin standa frá þeim bæjardyrum séð. Svo stefni ég á að fara í ökumat núna í mars...
kveð í bili.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)