27.4.2009 | 21:22
Nú fer þetta að verða gott af bloggskrifum...
Heilsan hefur verið þokkaleg þar til í fyrradag. En þá fékk ég heiftarlegt mígrenikast. Ofboðslega miklar sjóntruflanir og alveg agalega sár höfuðverkur þar á eftir. Parkódín hafði akkurat ekkert að segja en náði að redda mér mígrenitöflu og hálfri parkódín forte. Náði að sofna og jafnaði mig svo um kvöldið.
En svo seinni partinn í gær byrjaði ballið aftur. Þvílíkar sjóntruflanir, rafsuðuljós, dískóljós, og einhverskonar sjónsviðsskerðing. Og skelfilega sársaukafullur höfuðverkur á eftir, doktorinn minn lét mig taka tvær parkodin forte og eftir þó nokkra stund steinrotaðist ég og svaf í einhverja klukkutíma en var enn viðkvæm í höfðinu.
Næsta skref er að panta tíma hjá Einari Már lækninum mínum af B2. Á að mæta í eftirlit og hann finnur út lyf sem henta mér. Höfuðið er svo ansi viðkvæmt eftir blóðtappann og má ekki við miklu. En það þarf að láta fylgjast vel með þessu öllu saman.
Nú, ég er búin að fá tíma þann 18. maí nk. hjá honum Hróðmari í eftirlit. Býst ekki við öðru en að það líti allt saman vel út.
Reyni að komast aftur í sjúkraþjálfunina á fimmtudaginn, ef höfuðið verður ekki enn að kvelja mig.
En nú finnst mér vera komin tími til að hætta þessu bloggi, minnka það a.m.k. Hjartaaðgerðinni lokið og svona. Held að ég fari að ljúka þessum færslum mínum.
Verið þið sæl.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
23.4.2009 | 11:17
Gleðilegt sumar!
Já, nú er sumarið mætt í allri sinni dýrð. Reyndar er það rigningin sem glymur á rúðunum hér í sveitinni. Allt orðið svo fagur grænt, túnin orðin fallega græn, trén farin að taka við sér, vorlaukar gægjast upp úr jörðu og eitt folald hefur nú þegar litið dagsins ljós. Þannig að það var nú er engin ummerki um veturkonung!
Litið til baka er þetta sá erfiðasti vetur sem við höfum átt. Áföllin hrifsuðu mig úr mínu daglega starfi og lífi. Á augabragði þegar maður verður svo vanmáttugur að maður er einungis sál í líkama sem þarfnast aðstoðar og hjálpar annarra finnst manni lífið ekki sanngjarnt. Hví í ösköpunum ætti ég 26 ára gömul að þurfa að upplifa þann hrylling sem fylgir því að fá heilablóðfall? Ég gæti aldrei lýst því hér á þessu bloggi mínu hverslags ofboðsleg þolraun það var fyrir mig!
Gat ég ímyndað mér að ég ætti eftir að geta sigrast á þessum fjanda? Datt mér í hug að lömunin sem umlék vinstri helming líkama míns ætti nokkrun tíma eftir að ganga til baka? Datt mér í hug að myndi læra að lifa með sjónsviðsskerðingunni? Datt mér í hug að ég gæti nokkurntíman lært að lifa með þessum sterka og mikla dofa sem ég hef? Datt mér í hug að ég væri með tvennskonar hjartagalla? Datt mér í hug að það væri hægt að lifa með öllu þessu.....? En fyrir það fyrsta hélt ég að lífi mínu væri ljúka, en nei, maður er nú ekki úr sveitinni fyrir ekki neitt :)
Fyrir mig unga manneskju er þetta búin að vera mikil þolraun og ýmislegt hefur brotist um í kollinum á manni sem maður lætur nú ekki frá sér annarsstaðar. Þegar aðrir hafa spurt þá kurteisislegu spurningu um það hvernig mér liði, þá segi ég auðvitað ekki að ég sé að drepast í dofa, svona sterkum náladofa, vinstri fóturinn og vinstri hönd hafa ekki nægjanlega góðan styrk, sjónin er enn ansi mikið skert, ég er þróttlítil og þreklaus, þarf að sofa að lágmarki 3 klst. yfir daginn svo ég lifi hann af og svo fr.v.
Málið er að maður getur lært að lifa með öllu. Í dag eftir þetta stríð sem ég hef háð með svo mikilli hjálp annarra stend ég uppi sem sterkari manneskja, reynslumeiri, þroskaðri, hef lært svo ótalmargt og er ennþá meira tilbúin að halda áfram út í lífið á blússandi siglingu.
Mér líður vel eftir viðgerðina og engar hjartsláttatruflanir angra mig lengur!! Kannski var þetta eitthvað sem mér var ætlað að ganga í gegnum, hver veit? Ekki stjórnum við því.
Ég er bjartsýn, jákvæð og lífsglöð. Mér líður vel og er afskaplega sátt við lífið og tilveruna reynslunni ríkari. Margt spennandi og skemmtilegt framundan! Ég er heppin að vera það sem ég er, afleiðing blóðtappans hefði getað orðið hryllilegur en ég var með heppnina með mér í þetta skiptið. Það er fátt sem bugar mig og ég er bara sátt!
Gleðilegt sumar, það verður sannarlega gleðilegt hjá mér :)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
20.4.2009 | 13:53
Myndir
Góðan daginn gott fólk.
Setti inn nokkrar myndir ad sjúkrahúsverunni í myndaalbúmið sem er hér til vinstri á síðunni.
Ég er alveg orðin þrælbrött og nú er bara að vinna upp þrekið aftur. Ætla að skella mér í smá göngutúr á eftir, byrja rólega og auka svo smátt og smátt við sig eftir því sem dagarnir líða.
Mér líst alveg passlega á undirfatalínuna á spítölunum ;o) Hér var ég nýkomin á hjartadeildina
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
17.4.2009 | 16:49
Allt gengur vel
Nú er ég útskrifuð af spítalanum!! Svaf mjög vel í nótt og var bara ótrúlega hress þegar ég vaknaði! Fór á stofuna hans Hróðmars og hann skoðaði mig. Skoðaði hjartað gegnum sónar og hann var mjög ánægður, þetta gekk eins og í sögu. Þannig að við getum sannarlega verið sátt!!
Er með hjartsláttatruflanir alltaf annað slagið en það er eðlilegt að ég finni fyrir þeim í sex til átta vikur á eftir. Svolítið óþægilegt en ætti að venjast eins og allt annað. Mæti svo í eftirlit um miðjan maí til Hróðmars.
Verðum hér í Reykjavíkinni um helgina til öryggis, börnin í skýjunum að vera á Reyðarfirði, rosa gaman.
Meira síðar, og vá, takk fyrir allar kveðjurnar, ekkert smá ljúft að lesa þær! Þær peppa mann heldur betur upp. Þið eruð yndisleg :)
Gullkorn frá Ívari Ara:" MAMMA, ÞAÐ ER NÚ EKKERT SMÁ GOTT AÐ GETA ORÐIÐ BETRI EN NÝ", sagði honum að ég yrði vonandi bara betri en ný :)
Kv. Hafdís og Örvar í höfuðborginni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
16.4.2009 | 15:49
Viðgerð lokið
Nú er búið að loka opinu milli gátta og erum við mikið ánægð með það.
Opið var mun stærra en Hróðmar gerði ráð fyrir. Það var nákvæmlega 1 og 1/2 cm að stærð!!!!! Aðgerðin gekk mjög vel og er ég búin að liggja síðan kl. 7 í morgun og má ekki hreyfa mig fyrr en milli 18 og 19 í kvöld. Orðin verulega pirruð í bakinu á þessari legu. Finn líka fyrir smá hjartsláttatruflunum, en það er eðlilegt eftir þetta.
Kveðja, Hafdís og Örvar ritari:)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
15.4.2009 | 15:15
Korter í aðgerð ;)
Þá erum við skötuhjú mætt galvösk til höfuðborgarinnar eftir dásamlega páska á austurlandinu. Börnin urðu eftir hjá ömmu, afa og Írisi og verða í nokkra daga. Erum með litla íbúð leigða hérna í bænum, mjög þægilegt.
Fórum í morgun á landspítalann og þar fór ég í ýmis tékk og skoðanir eins og í blóðprufu, lungnamyndatöku og þess háttar. Svo hittum við Hróðmar lækninn minn og hann fór vel yfir það sem gert verður og hvernig þetta fer fram allt saman. Hann telur þetta ekki taka meira en tvær klukkustundir.
Að þessari aðgerð koma allt að tíu manns sem vinna saman að því að loka þessu opi milli gátta. Ég á að mæta kl. 7 í fyrramálið en veit ekki nákvæma tímasetningu á þræðingunni. En eftir viðgerðina á ég að liggja fyrir og má ekki hreyfa mig í 5 klst. eftir aðgerð. Eftir það má ég aðeins fara á stjá og um kvöldið ætti ég að vera farin að rölta um. Leggurinn verður tekinn úr náranum seinna um daginn ef allt er með felldu.
Svo næsta dag, þ.e. á föstudeginum verð ég útskrifuð og verðum við hér skötuhjúin í íbúðinni til sunnudags. Þá er planið að fara heim í sveitina BETRI EN NÝ
Látum vita á morgun hvernig VIÐGERÐIN gekk !
Knús á ykkur öllsömul og takk fyrir að fylgjast með :)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
6.4.2009 | 17:17
Allt að gerast
Þá líður að aðgerð/viðgerð ;)
Fékk símtal í morgun og á að mæta á hjartadeildina á miðvikudag 15. ápríl og fer þar í allskonar tékk og svoleiðis. Nú, svo á fimmtudagsmorgun 16. apríl verður "viðgerðin" !! Ef ekkert kemur uppá verð ég útskrifuð á föstudeginum en verðum í höfuðborginni yfir helgina til öryggis! Svo á ég að taka því rólega í einhverja daga á eftir. Nokkrum dögum fyrir aðgerð á ég að hætta á Kóvar blóðþynningatöflunum og þarf að láta sprauta mig með blóðþynningu í magann, eins og í den, fram að aðgerð. Búin að ná mér í sprauturnar svo skilst mér að ég sé svo heppin að eiga góða frænku fyrir austan sem er hjúkrunarkona sem ætlar að sprauta mig þar sem við förum austur um páskana. Ég vil helst sleppa við að gera það sjálf!!
Nú er allt að ganga upp!!
Búin að fá fararleyfi og við förum fjölskyldan austur um páskana. Langt síðan síðast og okkur hlakkar mikið til. Ég þarf ekkert að vera rög við að fara, læknirinn sagði það bara gott og gilt. Þannig að við mætum í ferminguna hennar Bergdísar, systurdóttur hans Örvars. Það verður nú mikið skemmtilegt.
Mátti til með að deila þessu með ykkur.
Meira síðar...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
5.4.2009 | 16:13
Jæja, nú er ég rólegri
Náðst hefur sátt um breytingar á sjúkraflutningum í Rangárvallasýslu sem deilt hefur verið um í tengslum við niðurskurð hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSu). Lausnin er í fimm liðum og eru sveitarstjóri Rangárþings eystra, sýslumaður og sjúkraflutningamenn sáttir við þessa lausn, samkvæmt því sem fram kemur í tilkynningu frá HSu.
Í tilkynningunni kemur fram að breytingin felist fyrst og fremst í eftirfarandi fimm atriðum:
Vaktir sjúkraflutningamanna verða áfram, en fyrst og fremst til að sinna bráðatilvikum.
Flutningum öðrum en bráðaflutningum, þ.e. skipulögðum flutningum, verður reynt að sinna á dagvinnutíma eða af sjúkrabíl, sem er mannaður hvort sem er. Reynt verður að forðast útköll vegna slíkra flutninga.
Skil á milli svæða verði ekki eins skörp og verið hefur. Ávalt verði reynt að boða þann bíl sem næstur er. Getur þýtt meira öyggi en áður í vesturhluta sýslunnar.
Skipulag sjúkraflutninga í öllu heilbrigðisumdæminu verði bætt í þeim tilgangi að auka öryggi og bæta þjónustuna, í samræmi við tillögur, sem vinnuhópur skilaði til heilbrigðisráðherra í janúar 2008. M.a. verði hugað að sjúkraflutningum í lofti og samstarfi við björgunarsveitir þegar um miklar vegalengdir er að ræða.
Hugað verður að ýmsum öðrum atriðum, sem geta stuðlað að hagræðingu og bættri þjónustu.
Sótt á http://sudurlandid.is/?p=101&id=28115&PHPSESSID=f1e8a26e8d64c91b007ff6bd44aff4ca
Hér hafa verið gerðar breytingar á fyrirhugaðri áætlun. Þetta tel ég afar ásættanlegt !
Mér er létt! Húrra, húrra
Kveðja, Hafdís María
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.4.2009 | 17:09
Þreyta og ennþá meiri þreyta
Ég er svo miklu verr stödd núna en ég var í desember þegar ég útskrifaðist af Grensási. Ég sef alla nóttina og ef ég gæti myndi ég sofa allan daginn líka. Úthald og þrek er núll! Ég er á algjörum byrjunarreit hvað það varðar. Ég var farin að geta farið í dágóða göngutúra og gert hitt og þetta. Þar fyrir utan er dofinn í það minnsta helmingi harðari og verri en hann var. Í rauninni þyrfti ég miklu meiri endurhæfingu eins og staðan er í dag.
Í gær gerði ég tilraun og fór ég í dágóðan göngutúr en eftir hann fann ég fyrir miklum hjartlætti og hálfgerðum hjartsláttatruflunum, stakk mér beint í bólið og sofnaði, en ekki hvað. Var alveg búin á því. Magnað hvað maður er orðin ræfilslegur og slappur.
Vona að aðgerðin muni gera sitt gagn þannig að ég öðlist meiri þrótt og úthald. Þetta er ekki nógu gott. Vil mitt gamla þrek aftur!!!
Hef ekki enn fengið símtal um tímasetningu á hjartaaðgerðinni...ég bara bíð...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
2.4.2009 | 23:58
Frétt sem birtist á www.sunnlendingur.is
Sveitastjórnir Rangárþings eystra, Rangárþings ytra og Ásahrepps segja að heilbrigðisráðherra, Ögmundur Jónasson, muni gera íbúa og gesti Rangárvallasýslu að annars flokks borgurum ef hann samþykkir að leggja niður vakt sjúkrabifreiðar á Hvolsvelli um helgar og eftir klukkan 16 á virkum dögum eins og Heilbrigðisstofnun Suðurlands hefur lagt til við ráðherra.
Sveitarstjórnarmenn frá sveitastjórnunum þremur funduðu í dag um sjúkraflutningsmál í Rangárvallasýslu þar sem fyrri ályktanir um sama mál voru ítrekaðar. Krefjast sveitastjórnirnar þess að vakt sjúkrabifreiðar verði til staðar Rangárvallarsýslu allan sólarhringinn, árið um kring.
Frétt þessi er sótt á http://sunnlendingur.is/frettir/comments/404#comments
______________________________
Það er allt að gerast
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)