3.11.2008 | 12:31
Heppin
Áfram líða dagarnir og orðnar rúmar 2 vikur síðan áfallið reið yfir.
Ég sakna svo margs:
ÉG SAKNA...
BARNANNA MINNA, HEIMILI MÍNS, RÚMSINS MÍNS:), ALLRA HEIMA, ÆTTINGJA OG VINA
ÉG SAKNA ELSKU INGIMARS ÚR SKÓLANUM, ALLRA Í 1. BEKK EÐA Í RAUN ALLRA Í SKÓLANUM, SAMSTARFSFÓLKSINS ÚR HVOLSSKÓLA SEM ER ÚRVALSLIÐ UPP TIL HÓPA, ALLIR Í HVOLSSKÓLA FÁ KVEÐJU FRÁ MÉR.
LITLIR HLUTIR SKIPTA MANN ALLT Í EINU SVO MIKLU MÁLI, ÞAÐ AÐ KEYRA SOFFÍU Í LEIKSKÓLANN OG KASTA KVEÐJU Á STARFSFÓLKIÐ ÞAR ER DÝRMÆTT
ÞAÐ AÐ SITJA INN Í HERBERGI HJÁ KRÖKKUNUM OG KUBBA MEÐ ÞEIM EÐA FARA Í DÚKKÓ MEÐ SOFFÍU ER DÝRMÆTUR TÍMI......
ÞAÐ AÐ KNÚSA KRAKKANA SÍNA OG kyssaA ER DÝRMÆTT
Í RAUN FINNST MÉR ÉG VERA MJÖG HEPPIN, ÉG HEF BÁÐAR HENDUR ÞÓTT ÉG HAFI AÐEINS FULLA STJÓRN Á ANNARRI
ÉG HEF TVÆR FÆTUR ÞÓTT ÉG STJÓRNI AÐEINS ANNARRI AÐ FULLUM KRAFTI....
HAUSINN ER Í LAGI, Þ.E. ÞÓTT ÉG SÉ PÍNU GLEYMIN ÞÁ ER ALLT ANNAÐ MEÐ FELLDU,,,,ÞAÐ MÁ ÉG ÞAKKA FYRIR
ÉG SÉ ILLA EN SÉ ÞÓ EITTHVAÐ....!!!
ÉG Á YNDISLEGN UNNUSTA SEM HJÁLPAR MÉR Í EINU OG ÖLLU.....
ÉG Á YNDISLEGA FJÖLSK. OG VINI SEM STYÐJA MIG Í EINU OG ÖLLU
HÉR Á GRENSÁS ER YNDISLEGT FÓLK...HEPPIN ÉG!!!!
ég eignaðist frænda í gær!!!!!!!!! heppin ég´......þórunn systir eignaðist strák í gær...TILHAMINGJU ELSKURNAR
MINNI Á AÐ HEIMSÓKNATÍMI ER FRJÁLS!!!
ER Í SJÚKRAÞJÁLFUN KL. 10 OG 14.30...UPPTEKIN ÞÁ :)
þessa vikuna ætti ég að vera í skólanum, HÍ, sakna ykkar kæru bekkjafélagar,,,, ætti að útskrifast í vor sem þroskaþjálfi...........................En koma tímar og koma ráð
knús...Hafdís
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
1.11.2008 | 13:49
kjellan farin að blogga sjálf!!!!!!!!!!
Jæja, nú er ég á Grensás og blogga sjálf í fyrsta skipti....er fljóatari að pikka með annari hendi þ.e. með hægri því vinstri er ekki mjög hlýðin ;)
Hér er umhverfið mjög vinalegt, á mánudag kem ég til með að hitta sjúkraþjálfarana, iðjuþjálfa, læknir og svo fr.v. Helgin verður róleg, hvíldarhelgi fyrir átökin.
Veit svo sem ekki hvað ég ætti að segja meir.......
nema takk fyrir allar kveðjur sem ég hef fengið hér, þær eru mér mjög kærar skal ég segja ykkur!
Örvar minn og krakkarnir kúrðu hjá mér í nótt, sem var yndislegt. Ívar er farinn í heimsókn til Erlu og Gústa og ætlar að gista þar í nótt. Soffía Ýr ætlar að gista hjá Írisi sinni í ´nótt :)
TAKK FYRIR AÐ KÍKJA HÉR UNN Á SÍÐUNA OG HUGSA TIL MÍN....YKKAR HAFDÍS MARÍA
PS....KLAUFARFJÖLSKYLDA, ÉG ÞAKKA INNILEGA FYRIR MIG, ÞÚSUND KOSSAR
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
29.10.2008 | 21:14
..........
Ohhhhh, gott að fá svona hlýjar kveðjur, safna þeim í möppu og skoða þær daglega þar sem ég ligg hér í rúmi mínu eins og skata á B2. Viðurkenni að þetta er erfitt verkefni sem ég hef fengið en við því er ekkert að gera annað en að taka því. Fór í rannskókn í gær, fór með sjúkrabíl yfir á Lansann og þar var gerð hjartaómskoðun í gegnum vélindað, ræðum það ekki meir! Ekki mjög skemmtileg rannsókn það en ekkert óeðlilegt kom í ljós þar, sem eru fínar fréttir. Að mér skilst þá á ég eftir að fara í eina rannsókn enn. Svo er það Grensás eftir helgi. Fékk þær fréttir frá Einari Má lækninum mínum. Krakkarnir eru nú komnir heim í sveitina og ætla amma Hrefna og afi Jón að vera með þau. Svo tekur gamla rútínan við, skóli og leikskóli. Það er nauðsynlegt að koma þeim í sína rútínu, þótt mér finnist það afskaplega erfitt og þeim líka. Örvar mun dvelja áfram hjá mér næstu daga, hann heldur mér gangandi í þessu ferli öllu. Svo er tengdamamma mjög mikið hjá mér og er mikill styrkur af henni, hún og afi hafa gert heilmikið með krökkunum. Þau fóru í dag í Hallgrímskirkju og krakkarnir fengu að kveikja á kerti þar fyrir mig, fallegt af þeim. Svo fóru þau með ömmu sinni og afa í langa strætóferð, mikið sport! Ég er ekki farin að skrifa neitt sjálf í tölvuna en ég handskrifa bloggið, eins undarlega og það nú hljómar og Erla Guðfinna fastagestur á B2 pikkar þetta inn í tölvuna fyrir mig. Takk fyrir fallegar kveðjur, knús Hafdís María. Ps. Takk fyrir heimsóknirnar sem ég hef fengið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
25.10.2008 | 20:23
Hafdís skrifar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (37)
21.10.2008 | 20:20
Erla skrifar fyrir Hafdísi (sem skrifaði þetta sjálf með fallegu rithöndinni sinni).
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (47)