Allt og ekkert

Mér datt nú bara í hug að rita hér nokkrar línur. Annars er gott að frétta og heilsan bara þokkaleg. Var að koma úr sjúkraþjálfun og mér finnst jafnvægið orðið þokkalegt bara. Það má líka að mörgu leiti þakka hjólinu mínu. En ég er farin að hjóla hér í sveitinni eins og eldibrandur sem er mjög gott fyrir mig. Æfir líka jafnvægi, samhæfingu, styrk og fl. Mjög hollt fyrir alla að hjóla. Ég er passasöm kona og nota að sjálfssögðu hjólahjálm, því það er ekki hættulaust að detta á hausinn þegar maður er á sterkri blóðþynningu. En ekki þýðir að vefja sig inn í bómul.

Talandi um blóðþynninguna þá er hún mjög rokkandi. Þannig er það og mun verða, ég fer á hverjum mánudagsmorgni í blóðprufu til að láta mæla þynninguna fyrir vikuna. Ég tek aldrei sama skammtinn frá viku til viku. Núna var hringt í mig og á ég að taka þrjár töflur alla daga vikunnar og fjórar á sunnudag, en í síðustu viku var það nú allt annar matseðill ;) En eins og doksi minn sagði þá væri óskandi að ég fái að komast á annarskonar blóðþynningu en Kóvar, einhverja aðra tegund og vægari, kóvarið er svo öflug þynning. En allt fyrir að fá ekki annan blóðtappa!!!! Held reyndar að ég sé alveg sloppin þar sem hjartað er komið í lag :)

Allt blómstrar í sveitinni, blómin í garðinum hafa kíkt upp, grasið sprettur og líklega verður farið að slá í næstu viku, lömbin komin út á tún, þar á meðal, þrí og fjórlembingarnir hans Ívars Ara. Folöldin líta dagsins ljós hvert á fætur öðru, kýrnar löngu komnar út, sonurinn kominn í sumarfrí og allt í blóma lífsins.

Ég er mikið að hugsa um að panta að fara í ökumat núna fljótlega. Sjónin hefur ekki lagast en það er þó séns að ég fái bílpróf aftur!! Vona það allavega, en ef ekki þá bara er það svoleiðis og allt í lagi með það. Kemur bara í ljós!

Sumarkveðjur, Hafdís María


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mín kæra.. ég fékk svo mikið hláturskast við að ímynda mér þig þjótandi eins og eldibrand á hjólinu!! Takk Takk Takk fyrir að bjarga deginum hehe:D

En já vonandi losnar þú við þetta öfluga blóðþynningarlyf sem fyrst en betra að vera á því en eiga von á einhverjum skrattanum.

Gangi þér vel í ökumatinu mín kæra.. ég held þú ættir að slá til!! Þá veistu bara hver útkoman er og bingó ekkert vafamál:D

Bestu kveðjur úr borginn

Árný Lára (IP-tala skráð) 4.6.2009 kl. 15:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband