Fréttakorn

Hef orðið vör við mótmæli vegna síðustu færslu um bloggleysi, en lofa að koma með eina og eina færslu svona þegar eitthvað er í fréttum Smile

Mígrenið er í lægð núna, en fékk reyndar mígrenikast síðast í fyrradag. Stundum koma tvö í röð, þ.e. þegar ég er að jafna mig á einu mígrenikasti kemur annað í kjölfarið. Taugalæknirinn sem var með mig í fyrra skiptið á B-2 vill að ég taki heldur Parkódín forte en mígrenilyf. Þannig að það verður að duga. Annars er ég uppfull að höfuðverk nærri daglega, þannig að verkjalyfin sem ég var svo fegin að geta hætt að taka eru nú orðin í daglegri inntöku þessa dagana, sem mér finnst ekki nógu gott, en koma tímar og koma ráðWink Annars fer ég núna á fimmtudag til taugalæknisins í tékk. Svo til Hróðmars 18. maí.

Ef ég fæ einhverjar merkilegar upplýsingar hjá Einari eða Hróðmari  skelli ég nú inn færslu.

Kveðja, Hafdís


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Hafdís mín   Mikið vildi ég að það værir til töfrslausn til að útrýma þessu mígreni .Ég hef verið blessunarlega nokkurn vegin laus við þennan fjanda undanfarið Ég tók alltaf  parcodin en svo sagði mér læknir að það framkallaði höfuðverk þannig að ég fór að taka  parataps og ég held að það sé eitthvað til í þessu  allavega í mínu tilfelli .
Ég vona að þú farir að lagast mín kæra það er komið nóg og rúmlega það .

Bestu kveðjur til ykkar í sveitina úr austfirsku sveitinni.

Herborg (IP-tala skráð) 5.5.2009 kl. 20:02

2 identicon

Hæhæ komin strákur hjá Sólu frænku, hún er búin að leggja inn á þig fyrir stólnum;) knús knús og haltu áfram að blogga;)

Erla Guðfinna (IP-tala skráð) 5.5.2009 kl. 23:19

3 identicon

Hvað er að heyra mín kæra!! Vonandi fer þetta nú að réna því það er ómögulegt að vera alltaf svona "broken" í höfðinu!!

Árný Lára (IP-tala skráð) 6.5.2009 kl. 19:27

4 identicon

Ja hérna og takk fyrir síðast

Það á aldeilis að komast að því í eitt skipti fyrir öll úr hverju þú ert gerð kona. Vona að þessi djö.. höfuðverkur fari að réna og lífið fari að komast snúast á sveif með þér og þínum.

Bestu kveðjur úr slyddunni á Egs

Berglind Halldórsdóttir (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 09:46

5 identicon

gott að lesa eina og eina færslu af og til frá þér  ;O)

Bandspottans hausverkurinn ;O/ e-ð hlýtur að vera hægt að gera í honum svo að lífið geti nú farið að vera aðeins auðveldara hjá þér krútta mín ;O)

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 18:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband