23.4.2009 | 11:17
Gleðilegt sumar!
Já, nú er sumarið mætt í allri sinni dýrð. Reyndar er það rigningin sem glymur á rúðunum hér í sveitinni. Allt orðið svo fagur grænt, túnin orðin fallega græn, trén farin að taka við sér, vorlaukar gægjast upp úr jörðu og eitt folald hefur nú þegar litið dagsins ljós. Þannig að það var nú er engin ummerki um veturkonung!
Litið til baka er þetta sá erfiðasti vetur sem við höfum átt. Áföllin hrifsuðu mig úr mínu daglega starfi og lífi. Á augabragði þegar maður verður svo vanmáttugur að maður er einungis sál í líkama sem þarfnast aðstoðar og hjálpar annarra finnst manni lífið ekki sanngjarnt. Hví í ösköpunum ætti ég 26 ára gömul að þurfa að upplifa þann hrylling sem fylgir því að fá heilablóðfall? Ég gæti aldrei lýst því hér á þessu bloggi mínu hverslags ofboðsleg þolraun það var fyrir mig!
Gat ég ímyndað mér að ég ætti eftir að geta sigrast á þessum fjanda? Datt mér í hug að lömunin sem umlék vinstri helming líkama míns ætti nokkrun tíma eftir að ganga til baka? Datt mér í hug að myndi læra að lifa með sjónsviðsskerðingunni? Datt mér í hug að ég gæti nokkurntíman lært að lifa með þessum sterka og mikla dofa sem ég hef? Datt mér í hug að ég væri með tvennskonar hjartagalla? Datt mér í hug að það væri hægt að lifa með öllu þessu.....? En fyrir það fyrsta hélt ég að lífi mínu væri ljúka, en nei, maður er nú ekki úr sveitinni fyrir ekki neitt :)
Fyrir mig unga manneskju er þetta búin að vera mikil þolraun og ýmislegt hefur brotist um í kollinum á manni sem maður lætur nú ekki frá sér annarsstaðar. Þegar aðrir hafa spurt þá kurteisislegu spurningu um það hvernig mér liði, þá segi ég auðvitað ekki að ég sé að drepast í dofa, svona sterkum náladofa, vinstri fóturinn og vinstri hönd hafa ekki nægjanlega góðan styrk, sjónin er enn ansi mikið skert, ég er þróttlítil og þreklaus, þarf að sofa að lágmarki 3 klst. yfir daginn svo ég lifi hann af og svo fr.v.
Málið er að maður getur lært að lifa með öllu. Í dag eftir þetta stríð sem ég hef háð með svo mikilli hjálp annarra stend ég uppi sem sterkari manneskja, reynslumeiri, þroskaðri, hef lært svo ótalmargt og er ennþá meira tilbúin að halda áfram út í lífið á blússandi siglingu.
Mér líður vel eftir viðgerðina og engar hjartsláttatruflanir angra mig lengur!! Kannski var þetta eitthvað sem mér var ætlað að ganga í gegnum, hver veit? Ekki stjórnum við því.
Ég er bjartsýn, jákvæð og lífsglöð. Mér líður vel og er afskaplega sátt við lífið og tilveruna reynslunni ríkari. Margt spennandi og skemmtilegt framundan! Ég er heppin að vera það sem ég er, afleiðing blóðtappans hefði getað orðið hryllilegur en ég var með heppnina með mér í þetta skiptið. Það er fátt sem bugar mig og ég er bara sátt!
Gleðilegt sumar, það verður sannarlega gleðilegt hjá mér :)
Athugasemdir
Gleðilegt sumar Krútta mín ;O)
Nú er bara bjart framundan, ekkert annað í boði ;O)
jákvæðnin og prakkaraskapurinn kemur þér í gegnum þetta ;O) sem og frábær fjölskylda ;O) þið eruð frábær og svona út á við eruð þið að höndla þetta með stæl!
Kv. Hrafnhildur
Hrafnhildur (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 11:32
Gleðilegt sumar ljúfan mín og takk fyrir veturinn. Það sem ekki drepur þig styrkir þig, það er sko hverju orði sannarra. Vonandi verður sumarið fullt af ævintýrum hjá þér og þínum.
Knús í kotið.
Bogga Jóna (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 17:01
Gleðilegt sumar
Kv Kjartan Ottó og Anna Lóa
Anna Lóa og Kjartan Ottó (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 18:54
SUMARKNÚS
Erla Guðfinna (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 20:17
Óska þér og fjölskyldur þinni gleðilegs sumars.
Þú ert perla.
Kveðja Jóhanna
Jóhanna Guðm (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 10:05
Kæra frænka.
Mikið ertu dugleg og sterk. Manni verður orða vant eftir að hafa lesið allt það sem þú ert búin að ganga í gegnum. Guð hefur ætlað þér stærra hlutverk.
Sendi þér(ykkur) baráttukveðjur.
Kærar kveðjur til foreldra þinna frá Guðrúnu á Þrandarstöðum.
GuðrúnBenediktsdóttir (IP-tala skráð) 27.4.2009 kl. 21:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.