17.4.2009 | 16:49
Allt gengur vel
Nú er ég útskrifuð af spítalanum!! Svaf mjög vel í nótt og var bara ótrúlega hress þegar ég vaknaði! Fór á stofuna hans Hróðmars og hann skoðaði mig. Skoðaði hjartað gegnum sónar og hann var mjög ánægður, þetta gekk eins og í sögu. Þannig að við getum sannarlega verið sátt!!
Er með hjartsláttatruflanir alltaf annað slagið en það er eðlilegt að ég finni fyrir þeim í sex til átta vikur á eftir. Svolítið óþægilegt en ætti að venjast eins og allt annað. Mæti svo í eftirlit um miðjan maí til Hróðmars.
Verðum hér í Reykjavíkinni um helgina til öryggis, börnin í skýjunum að vera á Reyðarfirði, rosa gaman.
Meira síðar, og vá, takk fyrir allar kveðjurnar, ekkert smá ljúft að lesa þær! Þær peppa mann heldur betur upp. Þið eruð yndisleg :)
Gullkorn frá Ívari Ara:" MAMMA, ÞAÐ ER NÚ EKKERT SMÁ GOTT AÐ GETA ORÐIÐ BETRI EN NÝ", sagði honum að ég yrði vonandi bara betri en ný :)
Kv. Hafdís og Örvar í höfuðborginni.
Athugasemdir
DUGLEGA FÓLK..........
Erla Guðfinna og co. (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 17:56
Frábært að heyra!!
Knús frá okkur Gabríel og Kristínu systu :D
Tinna (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 19:27
Knús til ykkar frá okkur.
Herborg og Indriði (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 19:40
Frábært að heyra, nú eru sko bjartir tímar framundan
Knús Árný Jóna
Árný Jóna (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 21:53
Gott að heyra að allt gengur vel. Farðu vel með þig.
Knús til ykkar Inga og Óskar
Ingibjörg Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 22:03
Gott að heyra að allt gangi svona vel. Gangi ykkur sem allra allra best.
Yndisleg svona gullkorn sem börnin gefa manni.
Hreystiskveðjur að austan.
Malla Ægis (IP-tala skráð) 18.4.2009 kl. 01:34
Gott að heyra hvað þetta gengur vel! Bið að heilsa!
Guðrún Markúsdóttir, 18.4.2009 kl. 09:12
Frábært hvað þetta gekk vel ;) Nú verður leiðin bara upp á við ;) gangi þér vel Hafdís!
Berglind Elva (IP-tala skráð) 18.4.2009 kl. 13:13
gott að heyra að allt hafi gengið vel:) knús til ykkar allra!
Matthildur og Katrín Lilja (IP-tala skráð) 19.4.2009 kl. 09:33
Snilldin ein..... gott að verða betri en ný....... þú rúllar þessu upp eins og öðru, farðu vel með þig......... Þú verður orðin hlaupadrottning áður en þú veist af
Kv. úr skólanum
Obba
Obba (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 11:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.