15.4.2009 | 15:15
Korter í aðgerð ;)
Þá erum við skötuhjú mætt galvösk til höfuðborgarinnar eftir dásamlega páska á austurlandinu. Börnin urðu eftir hjá ömmu, afa og Írisi og verða í nokkra daga. Erum með litla íbúð leigða hérna í bænum, mjög þægilegt.
Fórum í morgun á landspítalann og þar fór ég í ýmis tékk og skoðanir eins og í blóðprufu, lungnamyndatöku og þess háttar. Svo hittum við Hróðmar lækninn minn og hann fór vel yfir það sem gert verður og hvernig þetta fer fram allt saman. Hann telur þetta ekki taka meira en tvær klukkustundir.
Að þessari aðgerð koma allt að tíu manns sem vinna saman að því að loka þessu opi milli gátta. Ég á að mæta kl. 7 í fyrramálið en veit ekki nákvæma tímasetningu á þræðingunni. En eftir viðgerðina á ég að liggja fyrir og má ekki hreyfa mig í 5 klst. eftir aðgerð. Eftir það má ég aðeins fara á stjá og um kvöldið ætti ég að vera farin að rölta um. Leggurinn verður tekinn úr náranum seinna um daginn ef allt er með felldu.
Svo næsta dag, þ.e. á föstudeginum verð ég útskrifuð og verðum við hér skötuhjúin í íbúðinni til sunnudags. Þá er planið að fara heim í sveitina BETRI EN NÝ
Látum vita á morgun hvernig VIÐGERÐIN gekk !
Knús á ykkur öllsömul og takk fyrir að fylgjast með :)
Athugasemdir
Gangi þér vel á morgun. Það verður tilhlökkun þegar þú kemur heim aftur. Betri en ný eins og þú segir. Kveðja.
Benedikta S Steingrímsdóttir, 15.4.2009 kl. 15:27
Elsku Hafdís mín gangi þér vel á morgun ;D Verð með hugann hjá þér /ykkur allan daginn á morgun ;*
Njótið rómantíkarinnar í litlu íbúðinni barnlaus í borginni ;D
Hlakka til að fá þig aftur austur stálslegna ;D
Kv. Lindartúnsgengið ;D
Hrafnhildur (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 15:30
Sæl Hafdís. Gangi þér rosalega vel á morgun. Við hugsum öll til þín.
Guri (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 18:08
Gangi þér vel á morgun.
Hugsum til ykkar á morgun meira en venjulega.
Kveðja
Jóhanna
Jóhanna Guðm. (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 18:16
10 manns dúllan mín, gangi þér vel, jappla á rauðum ópal í vinnunni á morgun og hugsa til ykkar;)
Erla Guðfinna (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 19:29
Knús á móti :)
Ólöf Guðbjörg (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 19:45
Mikið var gaman að fá ykkur til okkar elskurnar. Þú stendur þig eins og hetja eins og vant er og ég bíð eftir að fá ykkur í alvöru ferð hingað. Þá ætla ég með þig t.d. til Hríseyjar með ferjunni og í sund á Dalvík með fallega útsýnið yfir Svarfaðardalinn og í leikhús á Akureyri svo EITTHVAÐ sé nefnt. Það verður líka dekstrað við þig og þú liggur bara í pottinum á kvöldin:) Mikið verður gaman að fá þig svona þegar þú verður búin að ná þér alveg eftir einhvern tíma. Knússsss.... Þórunn
Þórunn, Baddi, Ágúst Aron og Alexander Dagur (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 19:46
Jæja þá er nú komið að því, ég mun hugsa extra vel til þín á morgun. Reynið nú að sofa vel í nótt. Gangi ykkur vel elskurnar.
Knús í kotið.
Bogga Jóna (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 19:49
Gangi þér ofsalega vel á morgun, vonandi heppnast viðgerðin eins og best verður á kosið og þú verðir sem nýsleginn á eftir
Bestu kveðjur,
Sibba, Bjartur og Þorbjörg Þula
Sibba (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 20:10
Kæra Hafdís! Er búin að vera að fylgjast aðeins með þér hérna eftir að Kristín Björk sendi mér slóðina þína. Ætlaði bara að kasta á þig kveðju og segja gangi þér rosa vel á morgun, hugsa til þín!
Kveðja, Hrönn
Hrönn Erlingsdóttir (Seturskona) (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 21:01
Gangi þér rosalega vel, hugsa til þín
Tinna Ösp (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 21:27
Gangi þér vel elsku bestasta Hafdís mín. Hugsa til þín á morgun!
KV. Sigurbára og co
Sigurbára (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 21:55
Kæra Hafdís! Gangi þér sem allra best á morgun, við sendum þér okkar bestu óskir um góðan bata. Kveðja úr Miðkrika II
Ingibjörg Ýr (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 22:08
Þúsund kossar og knús á ykkur !!!!
gangi ykkur vel á morgun. við hugsum til ykkar:) hafið það ávallt sem best yndislega fólk:)
Beta (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 22:11
Elsku Hafdís og Örvar hugur okkar verður hjá ykkur á morgun.
Kveðja frá Hvannaeyrinni
Anna Lóa og Kjartan Ottó
Kjartan Ottó og Anna Lóa (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 22:12
Sendi þér góðar hugsanir og jákvæða strauma, gangi þér vel á morgun. Kv. Ásta
Ásta Brynjólfsdóttir (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 22:17
Sæl elsku Hafdís,
ég verð með hugann hjá þér á morgun og bið alla góða vætti um að vera til staðar og passa upp á þig, gangi þér sem allra best í aðgerðinni, knús til þín mín kæra
Berglind Elva (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 23:08
Gangi þér vel í dag!
Kær kveðja Árný
Árný (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 08:50
Gangi þér vel í dag mín kæra :)
Kær kveðja Lollý og fjölskylda.
Lollý (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 09:38
Gangi þér vel í dag kæra Hafdís :-) Hugur okkar verður hjá ykkur Örvari.
Kær kveðja frá okkur
Herborg og Indriði (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 10:23
Elsku Hafdís.
Til hamingju með að allt gekk vel, nú er bara að taka því rólega svo framhaldið verði bara tóm hamingja.
Kveðja, tengdó.
Jóna Björg Margeirsdóttir (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 12:44
Sé á skrifum tendamömmu þinnar að aðgerðin hafi gengið vel. Mikið voru það góðar fréttir. Hafið það sem allra best.
Kveðja
Árný Jóna og fjölskylda
Árný Jóna (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 12:46
Frábært að heyra að allt hafi gengið vel, gangi ykkur vel að taka því rólega svo framhaldið verði ennþá betra.
Kveðja Begga og strákagengið Egs
Berglind Halldórsdóttir (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 14:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.