6.4.2009 | 17:17
Allt að gerast
Þá líður að aðgerð/viðgerð ;)
Fékk símtal í morgun og á að mæta á hjartadeildina á miðvikudag 15. ápríl og fer þar í allskonar tékk og svoleiðis. Nú, svo á fimmtudagsmorgun 16. apríl verður "viðgerðin" !! Ef ekkert kemur uppá verð ég útskrifuð á föstudeginum en verðum í höfuðborginni yfir helgina til öryggis! Svo á ég að taka því rólega í einhverja daga á eftir. Nokkrum dögum fyrir aðgerð á ég að hætta á Kóvar blóðþynningatöflunum og þarf að láta sprauta mig með blóðþynningu í magann, eins og í den, fram að aðgerð. Búin að ná mér í sprauturnar svo skilst mér að ég sé svo heppin að eiga góða frænku fyrir austan sem er hjúkrunarkona sem ætlar að sprauta mig þar sem við förum austur um páskana. Ég vil helst sleppa við að gera það sjálf!!
Nú er allt að ganga upp!!
Búin að fá fararleyfi og við förum fjölskyldan austur um páskana. Langt síðan síðast og okkur hlakkar mikið til. Ég þarf ekkert að vera rög við að fara, læknirinn sagði það bara gott og gilt. Þannig að við mætum í ferminguna hennar Bergdísar, systurdóttur hans Örvars. Það verður nú mikið skemmtilegt.
Mátti til með að deila þessu með ykkur.
Meira síðar...
Athugasemdir
Frábært að það sé komin dagsetning. Gangi þér vel og kannski rekst ég á ykkur fyrir austan.
Kveðja
Árný Jóna
Árný Jóna (IP-tala skráð) 6.4.2009 kl. 18:06
Frábært alveg hreint, mikið hlakka ég til að hitta ykkur á austurlandinu góða.
Knús í sveitina.
Bogga Jóna (IP-tala skráð) 6.4.2009 kl. 22:10
Æ, það er gott að heyra að sé komin tímapunktur í þetta og biðin þar með á enda.
Sjáumst á annan í páskum.
Kveðja, Jóhanna Guðm.
Jóhanna Guðm (IP-tala skráð) 7.4.2009 kl. 09:08
Rosalega er gott að heyra að það sé komin dagsetning á viðgerðina!! Hafðu það rosalega gott yfir páskana og góða ferð austur:D
Árný Lára (IP-tala skráð) 7.4.2009 kl. 12:19
Góðar fréttir! Gangi þér ofsalega vel Hafdís:) Verður mikið gott þegar þetta verður búið.
Árný Inga (IP-tala skráð) 8.4.2009 kl. 00:43
Gangi þér vel á fimmtudaginn, föstudaginn og um ókomna framtíð hjartað mitt kv Hafdís
Hafdis (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 17:55
Gangi þér vel, elsku Hafdís mín!!!
Risaknús,
Gyða B
Gyða B (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 11:08
Fjúffs það er bara að koma að þessu!! Ég krossa fingur og tær fyrir þig elsku skvísan mín og vonandi gengur allt að óskum.
Árný Lára (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 12:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.