Þreyta og ennþá meiri þreyta

Ég er svo miklu verr stödd núna en ég var í desember þegar ég útskrifaðist af Grensási. Ég sef alla nóttina og ef ég gæti myndi ég sofa allan daginn líka. Úthald og þrek er núll! Ég er á algjörum byrjunarreit hvað það varðar. Ég var farin að geta farið í dágóða göngutúra og gert hitt og þetta. Þar fyrir utan er dofinn í það minnsta helmingi harðari og verri en hann var. Í rauninni þyrfti ég miklu meiri endurhæfingu eins og staðan er í dag.

Í gær gerði ég tilraun og fór ég í dágóðan göngutúr en eftir hann fann ég fyrir miklum hjartlætti og hálfgerðum hjartsláttatruflunum, stakk mér beint í bólið og sofnaði, en ekki hvað. Var alveg búin á því. Magnað hvað maður er orðin ræfilslegur og slappur.

Vona að aðgerðin muni gera sitt gagn þannig að ég öðlist meiri þrótt og úthald. Þetta er ekki nógu gott. Vil mitt gamla þrek aftur!!!

Hef ekki enn fengið símtal um tímasetningu á hjartaaðgerðinni...ég bara bíð...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æ elsku Hafdís mín, það er ekki gott hvað þrekið er lélegt hjá þér. En við skulum bara krossa putta og vona að aðgerðin lagi það sem fyrst. Farðu þér bara eins hægt og þú mögulega getur. En mundu samt að þú ert alveg svakalega dugleg og ákveðin að ná fyrri bata. Ég er ekkert smá stolt af þér

Kveðja

Erna

Erna (IP-tala skráð) 4.4.2009 kl. 18:28

2 identicon

Sæl Hafdís mín, þessi endalausa bið getur svo sannarlega tekið á, ég er samt nokkuð viss um að þú verður fljót að ná fyrri orku þegar það verður búið að laga þig, þegar Guðgeir var lagaður þá talaði ég aldrei um aðgerð heldur viðgerð, ótrúlega sálrænt eitthvað en það virkaði á mig.

Knús í sveitina frá okkur.

Bogga Jóna (IP-tala skráð) 4.4.2009 kl. 22:00

3 identicon

Hæ Hafdís

Við í Setrinu erum sko búnar að hugsa mikið til þín, vonandi hefur þú það gott og viðtalið við þig á stöð 2 var rosa flott

Kær kveðja úr Setrinu

Lilja (IP-tala skráð) 4.4.2009 kl. 22:16

4 identicon

sæl Hafdís

Rosalega flott viðtalið hjá þér í Ísland í dag.

Vonandi kemstu sem fyrst í aðgerðina og uppúr því fari þetta allt að lagast. Þrekið kemur smátt og smátt til baka, hef ekki trú á öðru. Bara eitt skref í einu :)

þú ert líka svo dugleg og þó það sé pirrandi að þurfa að byrja upp á nýtt þá hefst það allt fyrir rest.

Vonandi verða fréttirnar um sjúkrabílamál góðar sem von er á núna á mánudag, við krossum fingur og tær.

 Afi Jónas sendir sínar bestu kveðjur, hann er alltaf að spyrja mig frétta af þér þegar ég tala við hann.

Kv Sibba

Sigurbjörg (IP-tala skráð) 4.4.2009 kl. 23:21

5 identicon

Ég er sannfærð um að viðgerðin hjálpar þér að koma til baka aftur,... knús knús.

Erla Guðfinna (IP-tala skráð) 5.4.2009 kl. 08:08

6 identicon

farðu bara varlega Hafdís mín engar tilraunarstarfsemi takk kv úr snjóabælinu fyrir norðan Hafdís

Hafdis (IP-tala skráð) 5.4.2009 kl. 08:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband