Nú gleðst mitt litla (gallaða) hjarta :)

Frétt tekin af mbl.is. Ég sé ekki betur en það séu umbrot í gangi!! Nú er bara að krossa fingur og vona það besta.

Ákvörðun um sjúkraflutninga verði afturkölluð

Sveitarstjórn Rangárþings eystra hefur samþykkt ályktun þar sem mótmælt er harðlega fyrirhugðum breytingum á fyrirkomulagi sjúkraflutninga í Rangárþingi en sinna á sjúkraflutningum frá Selfossi eftir kl. 16 á daginn til kl. 8 á morgnana. Er skorað á heilbrigðisráðherra að beita sér í málinu og jafnframt er skora á Heilbrigðisstofnun Suðurlands að draga ákvörðunina til baka.

Í ályktun sveitarstjórnarinnar segir, að þessi aðgerð lengi viðbragðstíma verulega og skerði þannig öryggi og lífsgæði íbúanna. „Við skiljum öll að þörf er á  niðurskurði í rekstri hins opinbera en það er með öllu óásættanlegt að byrjað sé á  því að ráðst að grundvallar öryggisþáttum samfélagsins. Sveitarstjórn Rangárþings eystra krefst þess að Rangæingar og þeir fjölmörgu íbúar landsins sem leggja leið sína um héraðið geti treyst því að þessi lífsnauðsynlega öryggsiþjónusta sé til staðar," segir m.a.

Forsvarsmenn Heilbrigðistofnunar Suðurlands munu á morgun eiga fund með lögreglustjóranum í Rangárvallasýslu  og jafnframt hittast fulltrúar allra sveitarstjórna í sýslunni á fundi á morgun. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábært!!!!

Tinna (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 20:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband