29.3.2009 | 21:42
Update
Mikið er veðrið búið að vera yndislegt í kvöld. Snjór yfir öllu og blíða. Dreif mig út í garð og tók myndir, setti eina mynd inn á myndasíðuna mína www.flickr.com/photos/hafdismaria
Annars bara allt þokkalegt að frétta, líðan mín er óbreytt. Frekar úthaldslítil og mjög dofin. En svona er nú bara lífið.
Fékk heimsókn frá Sindra Sindrasyni frá Stöð 2, mjög gaman að spjalla við hann. Svo kemur eitthvað viðtal við mig í Ísland í dag, annaðhvort á núna á mánudagskvöld eða þriðjudagskvöld.
Meira síðar...
Athugasemdir
Hæ skvís...
Mikið var það gótt hjá þér að drífa þig út í góða veðrið...
og já... þú verður bara heimsfræg á Íslandi... mikið líst mér vel á það.. hlakka til að sjá það :)
Knús og kossar...
Majken (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 21:49
Stóðs þig frábærlega í viðtalinu til hamingju með það ........... svo flott
Hafdis B (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 19:07
hæhæ... varst alveg stórglæsileg í viðtalinu enda ertu það alltaf :)...... er að spá í að senda Jóni Ársæli línu um að taka þig í sjálfstæðufólki.. tókst þig svo askoti vel út þarna gangandi í náttúrunni :) knús sjáumst á miðvikudag :) kv. Ólöf
Ólöf Guðbjörg (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 22:38
Horfði á Ísland í dag áðan, þú stóðst þig frábærlega. Flottur fulltrúi okkar í Rangárþingi, nauðsynlegt að vekja athygli á þessu fáranlega "sparnaðarráði" stjórnvalda. Hver mínúta skiptir máli eins og þú bentir svo réttilega á.
Anna Kristín og Óli (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 22:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.