25.3.2009 | 19:18
Hjartaaðgerð verður það heillin...
Þá er læknastússið búið í bili.
Fór í sjónsviðsmælingu á þriðjudaginn og augnlæknirinn minn sagðist mjög óhress með niðurstöðurnar og fannst þetta ekki nógu gott. Sjónin hefur ekkert lagast og er sjónsviðið nákvæmlega jafn skert og það var þegar það var mælt síðast. Hann sagðist hefði viljað sjá einhverja breytingu en því miður þá hefur ekkert gengið til baka. Hann bað mig að koma aftur eftir 6 mánuði og þá ætlar hann að mæla sjónsviðið upp á nýtt,
Í morgun brunuðum við svo til hjartalæknisins. Hann sagði það ekki nokkra spurningu að þessu opi milli hólfa þyrfti að loka, fyrr en síðar. Biðlistar fólks eftir að komast í hjartaaðgerðir, af hvaða tagi sem þær nú eru, eru margir mánuðir. Ef ég færi á venjulegan biðlista kæmist ég að einhverntíman í haust. En hann sagði að ég yrði sett í forgang og hann reynir að koma mér að eins fljótt og hann mögulega kemst upp með. Helst núna í apríl, ef ekki í byrjun maí.
Þeir eru hættir að gera þetta sem opnar skurðaðgerðir, nú er þrætt í gegnum æð í náranum að hjarta og opinu lokað þannig. Svo í svæfingunni fer ég í hjartaómun gegnum vélinda og þannig sjá þeir hvað þeir eru að gera. Ótrúleg tækni!! Við fengum að sjá stykki sem sett eru til þess að loka gatinu, ótrúlega stór finnst mér en magnað hvernig þau virka. Þegar að þessu kemur þá er ég lögð inn á miðvikudegi í hinar og þessar skoðanir, blóðprufur, lungnamyndatöku og fl. Svo á fimmtudögum eru aðgerðadagar og þá yrði aðgerðin gerð. Svo á föstudeginum yrði ég send heim og þarf að taka því mjög rólega einhverja daga þar á eftir.
Kúri hérna hjá litla sjúklingnum mínum, Ívari Ara, sem var komin með 40,2 stiga hita áðan. Kom mjög veikur heim úr skjólinu í gær og er rosalega veikur aumingja kallinn minn.
Kveðja af Heilsubælinu.
Athugasemdir
Hæ elsku Hafdís mín
Gott að heyra að þú þurfir ekki að bíða fram á haust til þess að komast í aðgerð.Ég er ánægð með ákvörðunina sem þú tókst með skólann, afar skynsamlegt. Þú veist svo af okkur hinum ef þig vantar aðstoð þegar þú ræðst í þetta.
Vonandi verður kúturinn þinn fljótur að jafna sig á þessum veikindum.
Sendi góðar kveðjur í kotið ykkar
Halldóra
Halldóra skólasystir (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 20:10
Elsku Hafdís vonandi gengur þetta allt vel hjá þér og þú komist sem fyrst að
Kveðja frá Eyjum Jóhanna Lilja
Jóhanna Lilja Eiríksdóttir (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 20:41
Hafdís mín, þú massar þetta (eins og unglingarnir segja). Er eiginlega fegin að þú ferð í aðgerðina þá minka líkurnar á meira hjartaveseni.
Við fylgjumst með og sendum þér góða strauma :)
Obba (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 09:37
Allir að styðja söfnun Hjartaheilla í sjónvarpinu í opinni dagskrá stöðvar tvö á laugardagskvöld......
Erla Guðfinna (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 09:48
Sæl Hafdís mín, mikið er ég fegin að þeir geti lagað þetta, þú ferð léttilega í gegnum þetta eins og allt annað í sambandi við veikindin hjá þér, gangi þér vel ljúfan.
Knús í sveitina frá okkur.
Bogga Jóna (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 20:15
Sæl Hafdís.
Ég var að finna síðuna þína og var að enda við að lesa söguna þín. Ég bara verð að segja að þú ert HETJA! Þú ert greinilega búin að ganga í gegn um helling og alltaf með þessu jákvæða hugarfari, ég dáist að þér. Þetta líf er svo undarlegt, bara eins og þú segir sjálf.. það eru ekki margir á okkar aldri á Grensás.
Gangi þér sem allra best í aðgerðinni, ég er handviss um að þú hristir þetta af þér eins og allt annað.
Baráttukveður, Kolla :o)
Kolla - fyrrv. Kennó skvísa (IP-tala skráð) 28.3.2009 kl. 23:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.