20.3.2009 | 21:47
Hef ákveðið...
Segi bara eins og Ingibjörg Sólrún, ég verð að játa mig sigraða fyrir veikindum mínum ;o) og hef því ákveðið að útskrifast sem þroskaþjálfi í febrúar 2010 við hátíðlega athöfn og geyma lokaritgerðina til haustsins og huga vel að heilsunni og fjölskyldunni.
Meira síðar eða þar til ég hef farið til læknanna í næstu viku!
Kveðja, Hafdís María
Athugasemdir
Erum að fara í ungbarnasund á Akureyri á eftir öll fjölskyldan. Hugsum til þín. Þú ert sniðug... ætlar að ná tveimur útskriftarpartíum út úr þessu:) Eitt í vor og annað um jólin:) Svona ertu lúmsk.... Svo er líka flottara að útskrifast 2010, það er flottari tala náttúrulega. Mæti í bæði partíin:) Knús, Þórunn miðaldra systir þín (Lóa er aldraða og þú unglingurinn)
Þórunn systir (IP-tala skráð) 21.3.2009 kl. 09:05
Elsku Hafdís, þetta hefur eflaust ekki verið auðveld ákvörðun hjá þér, en þinn tími mun koma. Taktu þinn hraða á þetta, þú getur þetta. Þú ert svo dugleg og ákveðið að verkefnin munu klárast, bæði heilsan og skólinn. Gangi þér vel í næstu viku.
kveðja
Árný Jóna
Árný Jóna (IP-tala skráð) 21.3.2009 kl. 09:41
Skynsamlegustu ákvarðanirnar eru oft líka þær erfiðustu! En þú ert nú ekki nema 27 ára (andleg hrörnun hefst reyndar akkurat þá) en ég áttaði mig á því ekki alls fyrir löngu að það eru 30 ár þar til maður verður 58 ára og sennilega ótrúlega margt hægt að gera á þeim tíma - nóg hefur allavega gerst nú þegar!
Kristín Ósk (IP-tala skráð) 21.3.2009 kl. 12:40
Það er nú ekki langt í 2010 Hafdís mín;) Þú ert skynsöm og það skiptir engu máli um nokkra mánuði til eða frá með útskrift;);)
Erla Guðfinna (IP-tala skráð) 21.3.2009 kl. 20:39
Þú ert svo skynsöm ung kona, þú ert svo mikil hetja og svo dugleg og það er aðdáunarvert. Ég hugsa oft til þín, gangi þér vel Hafdís í baráttunni, ég veit að með þitt jákvæða viðhorf þá áttu eftir að ná þínum markmiðum. Góðan bata sæta skvísa
Berglind Elva (IP-tala skráð) 21.3.2009 kl. 21:40
Flott hjá þér! Maður verður að forgangsraða og heilsan er númer 1:) Gangi þér ofsalega vel Hafdís.
Kær kveðja Árný
Árný (IP-tala skráð) 22.3.2009 kl. 17:46
Það er um að gera að rúlla þessu upp á næsta ári, flott útskriftarár 2010 :) Gangi þér annars rosa vel í öllu þessu læknastússi, þú ert sankölluð hetja.
Knús og kossar, Helga.
Helga Stefánsdóttir (IP-tala skráð) 22.3.2009 kl. 20:33
Sæl Hafdís.
Ég dáist af dugnaðinum í þér. Hugarfarið skiptir öllu máli og ég þú tekst á við þetta allt saman á aðdáunarverðan hátt. Maður reynir að setja sig í þín spor. Svona unga konu sem átt ung börn og mann. Þú kennir mér að njóta augnabliksins því maður veit víst aldrei sína ævi fyrirfram.
Haltu áfram að vera svona dugleg og glaðlynd. Gangi þér sem allra best að takast á við það sem höndum ber..
Þorbjörg Tryggvadóttir (IP-tala skráð) 23.3.2009 kl. 17:27
Sæl Hafdís mín
Langaði að kasta á þig kveðju hérna úr Setrinu, söknum þín hérna
Það vantar ekki hörkuna og dugnaðin í þig, en þetta er skynsamlega ákvörðun hjá þér, ná betri heilsu og taka þetta svo með trompi :)
Vonandi hefur þú það gott og gangi þér vel í framhaldinu.
Baráttukveðjur Hulda
Hulda Stefánsdóttir (IP-tala skráð) 23.3.2009 kl. 17:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.