20.3.2009 | 08:52
Þannig standa málin
Ég útskrifaðist á þriðjudaginn af B-2. Þá var búið að rannsaka það sem átti að rannsaka. Það sem framundan er, er að hitta augnlæknirinn, til að kanna hvort sjónsviðið hafi breyst, á þriðjudaginn n.k. og á miðvikudaginn komum við til með að hitta hjartalæknirinn sem á að framkvæma aðgerðina; loka gatinu sem er á milli hjartahólfana. Hef ekki hitt hann fyrr og verður mjög fróðlegt að spjalla við hann um þetta og hjartagallann, þar sem hann er nú sérfræðingur á því sviði. Mig drullukvíðir auðvitað fyrir því og þessu öllu, en eins og einhver sagði þá er lífið brekkur upp og niður og vonandi verður þessi hvorki of brött né illviðráðanleg. Skemmtilegt komment, en maður tekur því sem fyrir mann er lagt og vonar það besta. Það er ekkert annað í boði!!
Takk fyrir kommentin, eins og áður hafa þau reynst mér sem dágóðar vítamínsprautur. Læt vita um gang mála í næstu viku :)
Knús á ykkur, Hafdís María
Athugasemdir
Gott að þetta er allt að verða skýrara, skil að þig kvíði fyrir að hitta Lækninn. En fyrst þú talar um brekkur, þá kemstu upp og þú kemst upp á topp og yfir þennan erfiða hjalla. Því alla leiðina upp eru góðar manneskjur sem að toga og ýta, gefa þér vatnsopa og klapp. Þú átt stóran og æðislegan hóp af dyggu stuðningsliði, ÁFRAM HAFDÍS, við stöndum með þér. knús og kram úr Króktúni 20
Heiða Sig (IP-tala skráð) 20.3.2009 kl. 09:00
Sæk Hafdís María og til hamingju með afmæli barnanna þinna. Ég hef alltaf fengið fréttir af ykku rí gegnum Pálínu systir Jónu tengdamömmu þinnar og svo hitti ég Jónu líka nokkuð oft. Ég óska ekkert innilegra en að þú fáir góða aðgerð og náir þér en þú ert hetja, þetta eru ekkert búin að vera nein smá veikindi á stuttum tíma, en þú getur þetta allt og færð bata og óska ekkert annað en að þú fáir hann. Ég sé að þú ert að útskrifast í þroskasálfræði er það ekki rétt hjá mér, gangi þér vel og kannski hittumst við í útskriftinni en ég útskrifast líka í vor.
Góðan bata.
Kveðja frá Fáskrúðsfirði.
Jóhanna Kristín Hauksd (IP-tala skráð) 20.3.2009 kl. 09:37
Bara að láta vita að ég er með í stuðningsliðinu sem að hún Heiða er að tala um.. ég er búin að æfa óleóleóleóle og viðbrögð við fastri lyftu!!:D við erum good to go.. En í alvöru talað þá muntu skína í gegnum þessa raunir elsku Hafdís mín. Þú ert svo mikil perla og þó þetta sé erfitt núna þá er það að líta á björtu hliðarnar og hugsa jákvætt því það hjálpar svo mikið.
Knús á þig sæta mín
Árný Lára (IP-tala skráð) 20.3.2009 kl. 10:16
Gemmér H
Gemmér A
Gemmér F
Gemmér D
Gemmér Í
Gemmér S
Gemmér HAFDÍS
Gogogogogogo ég er sko með í þessu stuðningsliði sem er verið að tala um tilbúin með vatn/ djús/kók ýt og tog og klapp og hvað sem er ;D
Gangi ykkur vel og fróðlegt að heyra hvað kemur út ú viðtölum og rannsóknum hjá þér á næstunni Krútta mín ;D
Kveðja Hrafnhildur ;D
Hrafnhildur (IP-tala skráð) 20.3.2009 kl. 11:41
Elsku Hafdís mín, hér á bæ er einn sem skilur hvað þú ert að takast á við núna, hann gat þetta og þú getur þetta sko líka, þú ert nú heldur betur búin að sýna það og sanna að þú ætlar, getur og villt. Ég mun fylgjast vel með ykkur.
Gangi ykkur rosalega vel, knús frá Stöddunum.
Bogga Jóna (IP-tala skráð) 20.3.2009 kl. 15:05
Gangi þér vel Hafdís, auðvita kvíður manni alltaf fyrir því sem maður veit ekki hvað er. Ég hef reynslu af því. En þú getur huggað þig við það að læknarnir vita alveg hvað þeir eru að gera. Vonandi verður þetta gert fljótlega svo þú verðir búin að jafna þig þegar vorið kemur. Baráttukveðja
Benedikta S Steingrímsdóttir, 20.3.2009 kl. 15:48
Knús knús knús:) Góða helgi;) Hvolpafólkið í Mosó;)
Erla Guðfinna og co (IP-tala skráð) 20.3.2009 kl. 16:37
gangi þér rosalega vel í öllu þessu sem er framundan... vonandi sjáumst við fljótlega... ég er dyggur stuðningsmaður :)
knús
Ólöf
ólöf Guðbjörg (IP-tala skráð) 20.3.2009 kl. 18:42
Þú ert svo dugleg :D
Ég get alveg sagt þér að þú verðir í góðum höndum hjá hjartalækninum Hróðmari.
Læknar voru búnir að klóra sér í hausnum yfir keisinu mínu frá fæðingu til 2 ára,svo kom Hróðmar og reddaði réttri greiningu :) Þannig að ég get þakkað honum fyrir að vera lífi :)
Gangi þér vel í þessu öllu :D
KV dyggir stuðningsmenn ;)
maren og co (IP-tala skráð) 21.3.2009 kl. 09:52
Gangi þér vel Hafdís mín og ekki hafa of miklar áhyggjur, ég hef heyrt að Hróðmar sé mjög góður læknir og hann veit nákvæmlega hvað hann er að gera.
Gangi þér vel.
Arna Þöll
Arna Þöll Bjarnadóttir (IP-tala skráð) 21.3.2009 kl. 22:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.