17.3.2009 | 11:30
Hjartans mál...
Fór í hjartarannsóknina á landspítalann við Hringbraut í morgun. Þar var sérstaklega verið að skoða gat sem er á milli hólfa hjá mér. Rannsóknin gekk mjög vel og í ljós kom eftir hana og eftir að leitað var til Hróðmars hjartasérfræðings að framkvæma þarf aðgerð til þess að loka þessi gati á milli hjartahólfanna.
Nú bíðum við eftir að ég komist í heilalínurit til að athuga hvort um krampa gæti verið að ræða sem hafi orsakað það sem gerðist heima þann 10. mars sl. en það verður núna kl. 15. Ef það kemur vel út er engin ástæða til að halda mér hér lengur. Nú svo voru læknarnir búnir að panta sjónsviðsmælingu sem vonandi verður líka í dag. En engin skýring finnst um hvað það var sem gerðist þarna heima og að dofinn skyldi aukast svona gríðarlega.
Dofinn er ennþá mjöööög sterkur, sem er ansi pirrandi og óþægilegt!!
Hvenær þessi aðgerð verður þar sem loka á gatinu milli hólfa vitum við ekki. Fæ símtal hjá Hróðmari um hvenær hún verður framkvæmd. Það sem meira er þá vilja læknarnir hér meina að eftir að gatinu verði lokað ætti ég ekki að þurfa að vera á blóðþynningunni eða "rottueitrinu", eins og þeir kalla það, ævilangt. Í raun er það mikill sigur fyrir mig, ef svo verður!
Bara að láta vita af mér.
Biðjum að heilsa héðan af B2, Hafdís og Örvar.
Athugasemdir
Sæl Hafdís mín,
Er alltaf að fylgjast með þér og ég hugsa til þín og reyni að senda þér góða strauma. Gangi þér vel mín kæra.,
kv
Svava frænka og co (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 11:41
Elskan, gangi þér vel og gott að þú kemst af þessu eitri. Heyri í þér á eftir. Knús Þórunn
Þórunn (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 11:59
Gott að geta fylgst með þér héðan að norðan. Gangi þér vel kv Hafdis B
Hafdis B (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 12:04
Elsku snúlla... mikið er á ykkur lagt! Vona að allt gangi sem best og að þú komist fljótlega heim í sveitinni...
Hugsum alltaf mikið til þín ... Huge knús og kossar Majken & Co.
Majken (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 12:16
Hæ pæ
Gott að heyra að þú fékkst góðar fréttir í morgun. Nú er bara að bíða og sjá og heyra og hvað!!!????:D Hafðu það gott mín kæra vinkona og mikið vona ég að þú komist nú heim bara sem allra fyrst!!
Árný Lára (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 12:27
Knús og kossar á þig bjútíið mitt;)
Sigurbára (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 12:43
Gott að það kom eitthvað jákvætt út úr þessum rannsóknum. Hafðu það sem best á B2 og vonandi kemstu fljótt heim.
Kveðja
Árný Jóna
Árný Jóna (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 13:16
Sæl Hafdís!
Þú þekkir mig ekki nema kannski af afspurn. Ég er frænka hans Örvars og hef verið að fylgjast með ykkur hér á blogginu þínu. Alveg ertu ótrúlega sterk og jákvæð. Maðurinn minn er prestur í Breiðholtskirkju og þar ertu á bænalista. Aldrei að vita nema maður kíki í heimsókn einhverntíma þegar leið liggur austur á bóginn. Gott að vita af frændfólki um allar jarðir. Bestu kveðjur til ykkar og gangi ykkur allt í haginn.
Árný Albertsdóttir (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 13:28
Hæ Hafdís og Örvar.
Gott að heyra að það sem komið er út úr rannsóknum eru jákvæðar, allavega hægt að laga þetta. Vonandi færðu líka góðar fréttir út úr því sem eftir er og stutt verði í að þeir stoppi í gatið í hjartanu.
Baráttukveðjur að austan.
Jóhanna Guðm.
Jóhanna Guðm. (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 13:30
Hey Krútta mín þetta eru bara jákvæðar fréttir ;D
Við verðum bara að trúa því að þessi bandspottans dofi fari!!!! hann hefur ekkert að gera með að hanga hjá þér svona líka óvelkominn þannig að hann fattar skilaboðin seinna og assskotar sér í burtu!!!!
Þú í aðgerð losnar við "rottueitrið" og kemur heim!!!! og heldur áfram þeirriuppbyggingu á sjálfri þér sem þú varst í ;D
Gott plan ;D
Hrafnhildur (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 15:09
Sæl Hafdís mín, vonandi laga þeir gatið fljótlega, Hróðmar var læknirinn hans Guðgeirs, alveg yndislegur maður, þú ert í góðum höndum hjá honum, það verður frábært þegar þú verður laus við rottueitrið. Ég fylgist spennt með áframhaldinu.
Knús til ykkar frá Stöddagenginu.
Bogga Jóna (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 15:19
Sæl Hafdís mín .
Mikið verður gott þegar verður búið að laga hjartað þitt
og að þú losnir við eitrið sem þú þarft að vera að taka nú.
Bestu kveðjur og knús til ykkar
Herborg (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 20:46
Gangi þér vel í þessu öllu saman, sjáumst vonandi bráðlega.
Guðrún Markúsdóttir, 17.3.2009 kl. 21:50
Elsku Dísin mín og famelý, gott að vita af ykkur aftur í sveitinni. Hér komu margir í hvolpaskoðunarferð í dag!!!!!!;) Bestu kveðjur úr Mosó.
Erla Guðfinna (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 23:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.