16.3.2009 | 11:53
Bið, endalaus bið...
Bíð enn eftir að komast í hjartarannsóknina. Átti að fara á föstudag, svo í dag en ég kemst ekki að fyrr en á morgun klukkan hálf tíu, loksins. Það styttist...
Fékk leyfi um helgina og fór heim, þar var haldið upp á fjölskylduafmæli barnanna. Löngu ákveðið og tengdó búin að bóka flug að austan. Ég var bara til skrauts, aðrir sáum um að halda afmælið, mjög spes. En gaman og krakkarnir fengu fullt af fallegum gjöfum.
Soffía Ýr varð 5 ára þann 9. mars sl. og Ívar Ari varð 9 ára í gær, þann 15. mars:)
Er mjög hress, en dofinn er gríðarlegur og ég finn hvað ég er miklu þróttminni en áður. Hef lítið úthald á fótum, verð svo fljótt þreytt. Aukinn dofi er frekar mikið áfall. Sterkur og stöðugur náladofi sem skekur allan vinstri helming líkamans. Vinstri fót, vinstri hönd, vinstri kinn og vinstri hlið tungunnar. Mjööög sterkur og ofboðslega þreytandi, þar sem hann minnkar aldrei, ekki í eina sekúndu.
Sem sagt þá er enn ekki vitað hvað orsakaði þetta. Mjög óskemmtilegt að vera hér og horfa upp á aðra nýbúna að fá blóðtappa eins og ég fékk í október sl. Þvílíkur hryllingur, rifjast upp fyrir mér hvað ég var ógeðslega veik. En eins og áður er ég hér innan um gamla fólkið... hér er ekkert ungviði að finna.
En ef rannsóknir klárast á morgun, þá er aldrei að vita nema ég útskrifist bara.
Kemur í ljós!
Ótrúlegur munur að geta verið með tölvuna hér upp í rúmi, dagurinn líður pínu hraðar þannig :O)
Kveðja, Hafdís María.
Athugasemdir
Hæ sæta mín
Jæja gott að það er komin tímasetning á rannsóknina!! Meiri vitleysa er þetta en ég er mikið fegin að heyra að þú sért hress þrátt fyrir að þessi "#$%&#$ dofi skuli hafa aukist svona!! Þú tekur þetta á viljanum og húmornum því þú ert svo mikið æði pæði:D sjáumst fljótlega..
Árný Lára (IP-tala skráð) 16.3.2009 kl. 12:26
Hæ Hafdís. Innilega til hamingju með börnin þín. Vonandi kemstu í rannsóknina á morgun og þetta fari nú allt að koma hjá þér. Og læknarnir sjá hvað er að hjá þér. Gangi þér vel. Vonandi kemur þú fljótt heim. Kveðja
Benedikta S Steingrímsdóttir, 16.3.2009 kl. 15:49
Búin að vera að hugsa til þín í allan dag. Vona að þú getir brátt bloggað um jákvæðar fréttir. Þetta hlýtur vissulega að vera áfall þar sem að allt var farið að ganga svo vel. Glatað ....hver stjórnar þessu eiginlega?
Knús á þig
Erla Berglind
Erla Berglind Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 16.3.2009 kl. 19:25
Ungamamman í þér helst nú ekki lengi við á spítala svo þú verður nú ekki lengi eign spítalans eins og stendur á brókunum. Þú verður fljót að afgreiða þetta með dugnaðinn að vopni. Alexander Dagur á að byrja á alvöru sundnámskeiði á Akureyri annað kvöld. Öll fjölskyldan fer saman. Hann verður kannski orðinn algjör kafari næst þegar við hittum þig. Þetta verður heilmikið prógramm, hann fer 2var í viku:). Knús frá okkur öllum
Mið-systa (IP-tala skráð) 16.3.2009 kl. 20:23
Knús á þig sæta, hugsa reglulega til þín:) Vonandi hefuru það gott og lætur stjana við þig.
Kv. Matthildur og Katrín Lilja
Matthildur (IP-tala skráð) 16.3.2009 kl. 20:45
Stórt knús á þig. Gangi þér vel á morgun
Kveðja Árný Jóna
Árný Jóna (IP-tala skráð) 16.3.2009 kl. 20:46
knús á þig Hafdís mín. ætla að hugsa sterkt til þín á morgun þegar að þú verður í tjékkinu
Kveðja frá Öllum hér.
Heiða, Helgi og börnin bæði
Aðalheiður Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 16.3.2009 kl. 23:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.