Nei, nú er þetta orðið gott !!!!

Ligg hér á kunnulegum slóðum, nánar tiltekið inná B2 í herbergi 20. Já, fékk sterk einkenni heima í fyrrakvöld sem lýstu sér eins og ég væri að fá annan blóðtappa. Miklar jafnvægistruflanir, mikið og hátt suð fyrir eyrum, mikill svimi ásamt miklu máttleysi. Var ein inn með með Soffíu Ýr en gat hringt eftir hjálp og hringt á sjúkrabílinn.

SEM BETUR FER fékk ég ekki mikla verki sem lýstu sér eins og þegar ég fékk blótappann forðum og fann ekki fyrir lömum, heldur eftir nokkra stund jókst dofinn svo um munaði. Er núna MJÖG dofin, ég sem hélt að ég gæti ekki orðið dofnari en ég var!!

Svo var brunað með mig í bæinn á "góðum tíma" með smá stoppi á Heilsugæslustöðinni á Hellu þar sem ég hitti Þórir lækni. Þar var ákveðið að bruna með mig hingað á Landspítalann.

Fór strax í myndatöku á höfði og ekkert sást en ákveðið var að ég færi daginn eftir í segulómskoðun, eins og ég fór í í október sl. þegar tappinn fannst. Þeir sem sjá um segulómskoðunina eru ekki ræstir út á nóttunni svo það var næsta dag sem ég komst þangað þ.e. í gær.

Það var blóðprufa tekin strax og blóðþynningin mín var meira að segja of mikil, þannig að þetta gat fjandakornið varla verið tappi!!

Eftir LANGA bið þá kom ekkert nýtt í ljós í segulómuninni sem betur fer. En það sem á að gera er að skoða hjartað betur. Það er víst lítið gat á milli hólfanna ásamt hjartagallanum sem fannst í okt. sl. sem lýsir sér í að veggurinn á milli forhólfanna sé of slakur. Þetta gat vilja læknarnir skoða betur og sjá hvort einhver breyting sé á hjartanu. Hugsanlegt er að þetta sé eitthvað hjartatengt en ekkert hægt að segja til um það að svo komnu máli.

Sem sagt hjartaskoðun í gegnum vélinda á morgun og KANNSKI má ég fara heim eftir það... En það bara kemur í ljós... mér var sagt að flýta mér hægt!! Ætli ég geri það ekki bara...

En súrt að vera með miklu MEiRI dofa en áður, ég ætlaði að losna við hann en ekki fá MEIRI!! Svo átti ég ekki von á þessu kasti, hélt ég væri nú alveg sloppin fyrir horn.

Fékk góða heimsókn frá Páli, lækninum mínum sem sá um mig á Grensási, spjölluðum um gang mála og hvað hann taldi best að gert yrði í framhaldinu þótt hann komi ekki til að sjá um mig hér. Hann er einstakur hann Páll...yndislegur læknir eins og svo margir sem ég hef komist í kynni við undanfarna mánuði.

Kveðja af B2, Hafdís María

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

úff elsku Hafdís  þetta er ekki gott.  Vonandi kemstu fljótt heim til þín. Haltu áfram að vera jákvæð.  knús og kossar Árný Jóna

Árný Jóna (IP-tala skráð) 12.3.2009 kl. 18:05

2 identicon

Elsku Hafdís mín. Hugsum til þín hérna og sendum fullt af góðum straumum til ykkar!

Vertu áfram sterka stelpan sem við öll þekkjum hérna

 Kv. Tinna

Tinna (IP-tala skráð) 12.3.2009 kl. 18:14

3 identicon

Gangi þér vel elskan mín, sendi hlýjar huggsanir.

Kv

erla

erla (IP-tala skráð) 12.3.2009 kl. 18:31

4 identicon

Æ Hafdís mín þetta var leiðinlegar fréttir. Gangi þér rosalega vel!

Guri

Guri (IP-tala skráð) 12.3.2009 kl. 19:07

5 Smámynd: Benedikta S Steingrímsdóttir

Kæra Hafdís, vona að þetta gangi nú allt vel hjá þér. Þú ert svo dugleg. Haltu áfram að vera svona jákvæð og dugleg.Baráttukveðjur til þín frá mér.

Benedikta S Steingrímsdóttir, 12.3.2009 kl. 20:05

6 identicon

Knús á þig kellan mín! Sendi góða strauma!

Kv. Sinnepið

Sigurbára (IP-tala skráð) 12.3.2009 kl. 20:08

7 identicon

Já þú ert ekkert annað en jákvæð elsku Hafdís. Enda er það líka nauðsynlegur partur í bataferlinu.

Gangi þér vel á morgun, kossar og knús. BETA og kó :)

Elísabet (IP-tala skráð) 12.3.2009 kl. 20:51

8 identicon

knús,knús.. Nú ætti pakkinn hennar Soffíu að vera lentur hjá henni en hinn, til Ívars, verður settur í póst á morgun ef veður leyfir...  Það er ekkert spés spá.  Ég hef fulla trú á að þú verðir ekki lengi með þennan dofa og ég hef trú á að þú fáir fulla heilsu þegar þeir verða búnir að lappa upp á þig þarna.  Reyndu að hvílast elskan.  Við sendum hörku jákvæða strauma og orku til læknanna sem sjá um að koma þér til.

Brautarhólsgengið (IP-tala skráð) 12.3.2009 kl. 22:03

9 identicon

Elsku Hafdís. 

Góðan bata.

 Bestu kveðjur og knús að austan.

Herborg og Indriði (IP-tala skráð) 12.3.2009 kl. 22:09

10 identicon

Kæra Hafdís!

Sendi þér batakveðjur og vonandi færðu að fara heim sem fyrst með góðar fréttir í farteskinu.

Kv. Hrefna

Hrefna Eyþórsd. (IP-tala skráð) 12.3.2009 kl. 22:32

11 identicon

B2 er farin að rata! arg...... ætla samt helst að hitta þig í sveitinni á laugardaginn!!!!!!!! góða nótt dúlla.

Erla Guðfinna (IP-tala skráð) 12.3.2009 kl. 22:45

12 identicon

Elsku Hafdís...

Mikið var það gótt aðeins að spjalla við þig á FB... get ekki hætt að hugsa til þín og fjölskylda þín.

Vonadi batna þér sem fyrst svo þú getur komið aftur heim í sveitinni...

 47592347 kossar og knús...

Majken (IP-tala skráð) 12.3.2009 kl. 23:05

13 identicon

Elsku Hafdís.

Þú heldur bara í jákvæðnina og flýtir þér hægt. Þannig kemst maður oft hraðar þangað sem maður ætlar.

Gangi þér vel í dag og vonandi kemur eitthvað í ljós fljótlega.

Kveðja frá Selfossi, Linda Björk og co.

Linda Björk Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 08:17

14 identicon

Elsku Hafdís,

gangi þér vel upp þessa óvæntu auka brekku, þú verður vonandi komin á gott ról fyrr en síðar.  Jákvæðnin þín skilar þér í skólann og heim til fjölskyldunnar fyrr en varir.

Hugsum til ykkar,

Sibba, Bjartur og Þorbjörg Þula

Sibba (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 08:42

15 identicon

Við sendum þér baráttu kveðju af Hvanneyrinni.

 Kv. Kjartan Ottó og Anna Lóa

Kjartan Ottó, Anna LóA (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 09:53

16 identicon

Sæl Hafdís

Þetta voru nú ekki skemmtilegar fréttir. Vonandi verður þetta mjög fljót afstaðið.

Við sendum þér hlýar kveðjur úr sveitinni og hugsum til þín. Hafðu það sem allra best.

Fjölskyldan í Ysta-Koti

Sylvía (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 09:57

17 identicon

Elsku Hafdís

Ég veit svo sem ekki hvað ég á að segja annað en gangi þér vel vinan og megi guð og gæfan fylgja þér.

kær kveðja, Lovísa og co. :-)

Lovísa Herborg (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 10:23

18 identicon

Sæl Hafdís mín

Þetta eru ekki góðar fréttir en ég veit að þú átt eftir að sigrast á þessu bakslagi og sendi ég þér mínar bestu batakveðjur elsku vina

Inga á Skaganum (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 13:40

19 identicon

Elsku Hafdís

Lífið eru brekkur upp og niður, vona að þessi verði hvorki brött né illfær og þú komist fljótlega heim aftur. Gangi þér vel í framhaldinu.

Kveðja Berglind og strákagengið Egilsstöðum

Berglind Halldórsdóttir (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 13:56

20 identicon

Kæra Hafdís

Sendum þér baráttukveðjur héðan að austan og gangi ykkur vel.

Kveðja

Jóhanna og Hjörtur

Jóhanna Guðm (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 17:21

21 identicon

Knús á þig Hafdís mín og baráttukveðjur!!

Helga Stefánsdóttir (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 18:37

22 identicon

Elsku Hafdís María !

Það er mikið á þig lagt Hafdís mín, en ég veit að þú tæklar þetta með sama baráttuandanum og áður - ég vona að þú komist heim í sveitina sem fyrst.

Gott að fá fréttir af þér hér á blogginu.

Gangi þér vel

Besta kveðja Eydís Dögg &co

Eydís Dögg Eiríksdóttir (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 23:01

23 identicon

Elsku Hafdís.

Batakveðjur til þín.

Kv. Inga 

Ingibjörg Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 23:39

24 identicon

Mér var heldur brugðið við þessar fréttir í dag, farðu nú extra vel með þig svo þú náir fullum krafti aftur, baráttuknús og kossar til þín elsku Hafdís mín, ég mun hugsa til ykkar og senda hlýja strauma.

Kveðja frá Stöddagenginu.

Bogga Jóna (IP-tala skráð) 14.3.2009 kl. 00:00

25 identicon

Elsku Hafdís mín...
Frá mér færðu stórt knús!!!

Kveðja, Gyða B

Gyða B (IP-tala skráð) 14.3.2009 kl. 08:53

26 identicon

knús á þig...bestu batakveðjur

 Ólöf

ólöf Guðbjörg (IP-tala skráð) 14.3.2009 kl. 15:02

27 identicon

Að flýta sér hægt er sennilega ekki það versta í stöðunni!  En það er erfitt að hægja á sér þegar margt spennandi er að gerast í kringum mann.  En ég vona að það komi bara góðar fréttir í framhaldinu og þá verðir send heim í sveitina með hraði :)

Kv. Kristín Ósk

Kristín Ósk (IP-tala skráð) 16.3.2009 kl. 09:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband