17.2.2009 | 19:49
Afmælisdagurinn minn
Nú er afmælisdagurinn minn að kvöldi kominn. Mamma útbjó þessa glæsiveislu handa mér með smá aðstoð Jóa Fel, heehhe. Fullt að kökum og svo gerði hún sína sívinsælu brauðtertu með meiru.
Yndislegur dagur, ég er bara svo þakklát fyrir að vera orðin þetta hress og geta notið dagsins svona vel. Það er stutt á milli lífs og dauða. Það er alveg víst. Þess vegna eigum við öll að njóta lífsins og njóta þess að fá að vera þátttakendur í því. Lífið horfir öðruvísi við manni þegar maður hefur orðið fyrir áfalli sem hefur mikil áhrif á mann. Ég er óendanlega þakklát og óendanlega sátt með lífið og hvet alla til að sýna jákvæðni og gleðjast yfir smáu hlutunum sem skipta svo miklu máli.
Lífið er yndislegt!
Knús, afmælisstelpan sem er að fara í nálastungur á morgun:) og í tékk nr. 2 á Grensás :)
Athugasemdir
Takk fyrir frábæran dag systa:)
Hafdís María Jónsdóttir, 17.2.2009 kl. 19:56
úps.. er í tölvunni þinni og þá er eins og þú sért að senda sjálfri þér kveðju..hahahah.. Þórunn systir
Hafdís María Jónsdóttir, 17.2.2009 kl. 19:57
Til hamingju með daginn elsku Hafdís mín, ég er búin að vera að minna mig á það í allan dag að muna eftir þér, ekki að það sé eitthvað auðvelt að gleyma þér, sei sei nei, hefði bara þótt það frekar hallærislegt þar sem drengur númer þrjú á þessu heimili er sextán í dag, vonandi var þinn dagur jafn góður og hanns, ég hef þá trú að þið vatnsberarnir farið það sem þið ætlið, þú hefur í það minnsta sannað það, gangi þér vel.
Knús í sveitina frá Stöddunum.
Bogga Jóna (IP-tala skráð) 17.2.2009 kl. 20:16
Innilega til hamingju með daginn!! jaaaa í gær:D
Árný Lára (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 02:03
Innilega til hamingju með daginn í gær Hafdís mín
Þú ert svo dugleg og ég er svo stolt af þér. Þú varst bara jafn hress og ég á þorrablótinu. bara frábært. Vona að dagurinn hafi verið góður.
Knús
Erna
Erna (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 13:44
til hamingju með daginn nafna mín vonandi gegnur allt vel hjá þér. námið virðist samt ekki ekki ganga nóg og vel hjá mér en við ætlum að útskrifast 20 júní það er ekki spurning kv. að norðan
Hafdis B (IP-tala skráð) 22.2.2009 kl. 11:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.