Allt og ekkert

Nú er ég búin að fá tíma í nálastungum hjá fyrrgreindum manni sem hefur hjálpað öðrum við að losna við dofa. Viðurkenni að ég ber miklar væntingar um að ég muni finna fyrir minni dofa eftir nokkur skipti, þó ekki væri nema PÍNU LÍTIÐ! Núna koma stundir sem dofinn eykst mjög mikið, mér finnst það mjög skrýtið, en svo minnkar hann aftur á milli. Ekki alveg nógu sátt við þessa aukningu  því hann á að minnka en ekki aukast. En eins og ég segi, hugsa ég bara til dagsins sem ég finn almennilega fyrir táslunum mínum, dagsins sem ég finn að ég hef kálfa og óskerta tilfinningu fyrir í vinstri fæti og í fingrunum mínum á vinstri hendi. Eins mun ég fagna þeim degi sem lengsta tannlæknadeyfing sem ég hef vitað til fer úr mér. En kinnin er stundum eins og hún sé bara steindauð og þess á milli er ég með náladofa dauðans í henni og tennurnar og gómurinn er eins og þegar maður gengur út af tannlæknastofunni með góða deyfingu!

En ok, ég skal ekki kvarta, ég hef máttinn í líkamanum þrátt fyrir þennan dofa. Ég hef sagt það áður og segi það enn....ég er heppin, heppin að vera á lífi!!

Aldrei, aldrei, hefði mér dottið í hug t.d. að vera á leið á þorrablót í kvöld. Fyrir tæpum 4 mánuðum var ég nokkuð viss um að ég myndi aldrei nokkurntíma stíga í lappirnar aftur. Labbaði 4 skref í einhverri göngubrú nokkrum dögum eftir áfallið og í marga daga á eftir það og var nær dauða en lífi úr þreytu á eftir. Svaf dag og nótt. En í þessu ferðalagi mínu voru einhver æðri máttarvöld með mér, það þarf ekki að efast um.

Það er skítt að kvarta um svona smáhluti þegar aðrir í lífinu þurfa að glíma við annað og verra!

Þorrablót í Njálsbúð í kvöld og ég ætla sko þangað.

Það verður gaman...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já þessi dofi er illgjarn við þig, vonandi bera nálastungurnar árangur.  Góða skemmtun á þorrablóti í kvöld.
Kveðja Árný Jóna

Árný Jóna Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 14.2.2009 kl. 10:14

2 identicon

Til hamingju með afmælið í dag 17 febr. Hafdís og gangi þér vel.

Kveðja

Jóhanna og Hjörtur

Jóhanna Guðm (IP-tala skráð) 17.2.2009 kl. 16:51

3 identicon

Já veistu...held þú megir alveg kvarta aðeins;)

Tinna (IP-tala skráð) 17.2.2009 kl. 19:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband