4.2.2009 | 19:03
Allt að gerast...
Fórum í höfuðborgina í dag á Grensás og þar fékk ég mörg knús og guð hvað það var yndislegt að hitta þar alla aftur. Kíkti í Iðjuþálfunina, sjúkraþjálfunina og á vini mína(sjúklingana) alla sem enn eru á Grensás. Miklir fagnaðarfundir og svo yndislegt að hitta þau aftur. Maður fékk bara smá tár í augun!!! Nú svo allar hjúkkurnar yndislegu og áttum við Örvar rosa gott spjall við lækninn sem sá um mig á Gensási, hann Pál og svo hitti ég konu að nafni Claudia sem spjallaði við mig um minni, athygli og einbeitingu. Allir þessir hlutir hafa sannarlega gengið til baka, allt á mjög góðri leið og ég er afskaplega heppin með það. Skammtímaminnið var svoldið að stríða mér en það er liðin tíð. Er orðin ansi góð bara ;) Á að hitta hana í ca. 3 skipti í viðbót en kannski ekki svo oft sagði hún fyrst ég er orðin svona ansi brött. Átti reyndar að hitta hana þegar ég lá inn á Grensási en biðlistinn var svo mikill að ekki var unnt að koma mér að þá:)
Ég á góðar minningar af þessum dásamlega stað þar sem hjólin fóru að snúast og hlutirnar að gerast... þrekið jókst, ég komst að alvöru á lappirnar aftur og lífið fór að vera eðilegra en það var á B2.
Ég er nú í verknámi vegna námsins og er ekki frá því að ég nái að drusla mér í gegnum skólann og útskrifast í vor. Það er markmiðið!! Ég er reyndar mjög þreytt eftir daginn þegar ég er búin í verknáminu, en þegar maður ætlar sér eitthvað þá reynir maður sitt besta til klára það!! Kennaranir og þroskaþjálfinn sem er með mig út á vettvangi eru líka alveg frábær og skilningsrík. En ef ég næ ekki að klára þetta núna, þá útskrifast ég bara næsta haust. Ég á jú, heilmikið óunnið síðan á haustönninni, vegna veikindanna. EN stefnan er að klára dæmið á þessari önn!!
Bið að heilsa að sinni,
Hafdís María :)
Athugasemdir
Ég stóla á hörkupatý í vor! ;) knús á ykkur
Íris Dögg (IP-tala skráð) 4.2.2009 kl. 19:26
Go go, stelpa!!!!!!!!!!
B.Gyða (IP-tala skráð) 4.2.2009 kl. 20:23
Mikið rosalega ertu dugleg Hafdís..og gott að heyra að þetta sé að ganga til baka stórt og mikið knús kv. Ásta B.
Ásta Brynjólfsdóttir (IP-tala skráð) 5.2.2009 kl. 00:09
Þér á alveg örugglega eftir að takast að klára námið með sóma núna í vor eða þá í haust;) Kv. Inga
Ingibjörg Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 5.2.2009 kl. 01:25
Þú ert soddan hörkukvendi Hafdís mín :)
Held að ég hafi tekið við skammtímaminnisleysinu þínu barasta, búin að vera alveg ferleg :þ
Tinna (IP-tala skráð) 5.2.2009 kl. 23:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.