Smá update:)

Mér gekk mjög vel í skólanum og frábært að hitta skólafélagana aftur. Mikið nám framundan svo ég ætla að vera dugleg að læra svo ég nái markmiði mínu.

Í dag er ég búin að vera ansi dugleg, fór í sund með fjölskyldunni, synti og fór í pottinn. Eins og ég lofaði sjúkraþjálfaranum mínum á Grensási að vera dugleg að gera. Þegar ég syndi finn ég fyrir svo mikilli frelsistilfinningu, vatnið vinnur vel með líkamanum. Stundum er eins og maður sé fangi í eigin líkama vegna yfirþyrmandi dofa og stífleika í fæti og hendi. Það er svo MIKLU auðveldara að hreyfa sig í vatni og ég finn því minna fyrir hreyfiskerðingunni þegar ég syndi. Mjög góð tilfinning það.

 Nú svo var það sjúkraþjálfunin. Ég er alveg svakalega ánægð með nýju sjúkraþjálfunina  á Hvolsvelli. Hörkusjúkraþjálfari sem ég er með hún Hjördís. Ég get varla verið í betri höndum eftir útskriftina:)

Fór  í blóðprufu í gærmorgun og það var hringt í mig áðan frá Segavarnardeild Landspítalans og hafði það komið í ljós að ég var á allt of lítilli þynningu. Þannig að það var bætt við mig helling af blóðþynningartöflum. Fer því aftur eftir viku í blóðprufu og þá kemur í ljós hvort þynningin sé nægjanlega mikil. Mjög mikið atriði að fylgjast vel með blóðinu svo minni líkur séu á því að það sama komi fyrir mig aftur.

Í byrjun febrúar á ég svo að mæta á Grensás í svolítið tékk og á að mæta  í 4 skipti með ca. viku millibili. Það verður dásamlegt að hitta aðeins alla vini mína þar aftur.

Þannig að það er bara allt í góðum gír :)

Meira síðar, Hafdís María

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flott að heyra að vel gekk í skólanum :)

 Það er alveg magnaðhvað getur verið þægilegt að hreyfa sig í vatni, svo frelsandi

Kram og knús
Tinna

Tinna (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 18:30

2 identicon

Glæsilegt að heyra allt gengur vel í skólanum.

Kveðja og knús

Svava frænka og co (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 20:17

3 identicon

isss þú átt eftir að taka þetta með þvílíkum glans að annað eins hefur ekki sést í manna minnum!!! Ég trúi sko ekki öðru.  Þú mannst bara að láta vita ef ég get eitthvað hjálpað þér:D

Árny Lára (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 16:35

4 identicon

Dugleg ertu stelpa, efaðist svo sem aldrei um annað en að þú tæklaðir þetta allt.

Knús í sveitina frá okkur á Stöddanum

Bogga Jóna (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 17:44

5 identicon

Er ekki möguleiki að grafa fyrir sundlaug á hlaðinu?? hehehehe;)

Erla Guðfinna (IP-tala skráð) 1.2.2009 kl. 14:29

6 identicon

Ég er alveg viss um að þú rúllar þessu upp:) Knús frá okkur mæðgum

Matthildur og Katrín Lilja (IP-tala skráð) 1.2.2009 kl. 21:50

7 identicon

Það er svo ótrúlegt að lesa þetta Hafdís. Svona er lífið - allt hægt með dugnaði og vilja og hann hefur þú svo sannarlega

 Til hamingju með bónorðið, voða rómó!

kv. Anna

Anna Kristín Helgadóttir (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 23:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband