21.1.2009 | 00:16
Komin í gamla farið
Nú er ég hálfnuð með innilotu í Háskólanum og er aldeilis búin að spökulerga og kortleggja lokaritgerðina mína. Já, ég trúi þessu ekki sjálf svo ég ætlast ekki til að þið bara trúið þessu heldur. En svona leikur lífið við mig og ég er svo heppin að vera þess aðnjótandi að halda áfram lífinu þar sem frá var horfið fyrir áfallið. EN dofinn hefur ekki minnkað og sjónin er eins. EN úthaldið eykst smátt og smátt, var reyndar mjög syfjuð fyrsta skóladaginn en svo sjóast maður bara til. En er alveg í skýjunum að fá tækifæri til að halda áfram og klára þetta skemmtilega nám.
Er líka fegin að hafa farið að ráðum Páls læknis á Grensási og að reyna að halda áfram í náminu því ég get það þar sem ég get hvílt mig reglulega og unnið í náminu þar á milli eins og passar fyrir mig hverju sinni. Það er hluti af endurhæfingunni. Ég verð fljótari að ná fyrri styrk og úthaldi með því og að komast í fyrra form.
Er líka svo heppin að vera með einkabílstjóra og þennan fína griðarstað hjá henni Árnýju Láru. Við erum búnar að lenda í ýmsu skemmtilegu ;)
Mátti til með að skella inn einni færslu úr höfuðborginni:)
Hafdís María
Athugasemdir
Æðislegt Hafdís mín. Bið að heilsa öllum rugludöllunum úr skólanum;)
Kv. Sinnepið
Sigurbára (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 07:47
Þú ert bara dúleg sko!! Ótrúlega skemmtilegur sambýlingur og stendur þig vel eins og alltaf:)
Árný Lára (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 09:03
Gaman að heyra! Haltu áfram að vera dugleg..endilega nýttu okkur svo sem keyra á Sleffoss.. ;)
Hulda Dóra (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 09:14
Frábært að heyra að þú er byrjuð aftur í skólanum og gengur vel.
Og svo skella allir sér á þorrablót.
Kveðja að austan.
Jóhanna Guðm.
Jóhanna Guðm. (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 16:10
Gaman að lesa aftur í tímann og sjá hvað allt er sífellt að batna. Knús, Þórunn systir og fjölskylda
Þórunn systir (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 21:50
Sæl Hafdís mín
Mikið er gott að allt gengur vel hjá þér
fyrir utan dofan og sjónina ,en við trúum því og treystum að
það lagist allt saman. Eru þið búin að ákveða stóra daginn ?
Bestu kveðjur og knús til ykkar úr rigningunni og rokinu hér
fyrir austan.
Herborg (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 14:30
Mikið er gott að þú skulir hafa dryfið þig í skólan aftur,það jafnast á við góða endurhæfingu,ég veit að þér gengur mjög vel í náminu.Nú er maður að búa sig undir þorrablót sem er á morgun ég er í skemmtinefnd og það er bara gaman.Jæja Hafdís mín gangi þér vel í öllu sem þú ert að gera ,byðjum að heilsa ykkur öllum hafið það gott.
Hildur Hildisey (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 10:43
Þú ert svo dugleg Hafdís. Það sýnir bara dugnaðinn í þér að þú skulir drífa þig að halda áfram í náminu;) Mér finnst svo gaman að sjá hvað þú ert ákveðin við þig.
Þú átt eftir að rúlla upp skólanum eins og alltaf.
Kveðja
Erna
Erna (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 21:59
Ég hlakka bara til að sjá myndir af ykkur Árný Láru á mótmælunum niðrí bæ;) Mættuð þið ekki örugglega?
Erla Guðfinna (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 10:24
æðislegt hvað gengur vel
núna er bara að bíða eftir næstu útskrift ;) sem þroskaþjálfari.
Bestu kveðjur úr Litlagerðinu á Hvolsvelli og sérstaklega frá Guðrúnu Jónu því hún sá að ég var að lesa bloggið þitt og las nafnið þitt efst á síðunni :)
Sigurbjörg (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 22:52
Frábært að heyra að þú hafir dryfið þig í skóla og að það gangi vel. Haltu áfram að vera svona ákveðin .
Sigurbjörg Stefánsdóttir. (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 09:51
Koma svo með nýtt blogg stelpa! Knús Þórunn og co
Þórunn gamla systir (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 16:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.