9.1.2009 | 01:35
Árið 2008 í hnotskurn
Enn svíf ég um á bleiku skýji eftir bónorðið góðaJ Ekki leiðinlegt að geta glaðst svo mikið eftir baráttuna sem við börðumst í saman í lok ársins 2008. Auðvitað var ég ekki ein sem hóf þessa baráttu, heldur yndislega fjölskyldan sem ég er svo þakklát fyrir að vera partur af. Bæði tengdafjölskylda og fjölskylda mín. Örvar, sem ávallt var eins og klettur og peppaði mig áfram, tók við táraflóðunum miklu á B2 meðan ég var að átta mig á áfallinu og dró úr hugsunum mínum um að ég myndi aldrei komast á lappirnar aftur. Hann hafði rétt fyrir sér og allir hinir sem stóðu við hlið mér í þessu ömurlegu en óumflýjanlegu aðstæðum.
Mamma mín og mamma hans Örvars voru algjörir klettar, fyrstu dagana eftir áfallið sváfu þær hjá mér í sitthvorum Lazy boy stólnum og í dag hlæ ég við tilhugsunina. Mamma hraut hressilega og svæfði tengdamömmu með hrotunum. Svo þegar ég var farin að heyra drunurnar í tengdamömmu þá sofnaði égJ Algjörar perlur þessar konur.
Örvar var með börnin á nóttunni á meðan þau voru í bænum en svo var hann hjá mér í nokkurn tíma meðan þau voru hjá ömmu og afa í Akurey . Eitt er víst að ég hefði aldrei komist ein í gegnum þetta. Ég er svo fegin að vera laus við þennan ógnvænlega höfuðverk, hef minnkað verkjalyfin smátt og smátt. Var nokkurn tíma á morfínsprautum en í dag er ég að taka 3-4 paratabs á dag! Fer að minnka það með tímanum svo þetta er annað líf...Ég punktaði hjá mér eftir að ég kom Grensás í dagbók sem mamma keypti alla gestina sem ég fékk. Mamma skrifaði niður þá sem komu meðan ég var á B2 svo tók ég við á Grensási og til mín komu alls 100 manns yfir allt tímabilið. Frá degi 1 á spítalanum og til þess dags sem ég útskrifaðist af Grensási. Þessum gestum þakka ég fyrir komuna. Nú veit ég að ef einhver sem ég þekki lendir inn á sjúkrahúsi þá ætla ég að heimsækja hann. Það er ótrúlegt hvað heimsóknirnar gleðja mann og hvað maður var miklu hressari á eftir að hafa fengið gesti.
Árið 2008 var ekki slæmt ár að undanskildnum hremmingum mínum. Draumur minn um að eignast góðan hest hafði orðið að veruleika. Ég eignaðist viljugan og afar skemmtilegan hest. Ég reyndi eins og ég gat að ríða út, en var með mörg járn í eldinum og gat því ekki gert eins mikið af því og ég vildi en gerði mitt besta. Nú ég skellti mér á Vetrarmót Geysis og keppti þar í áhugamannaflokki. Laaaangt síðan ég hafði keppt en gekk þokkalega, var allavega voða ánægð.
Myndin hér fyrir neðan er mynd sem tekin var í sumar af okkur.
Ég fór í starfsnám í Hvolsskóla á Hvolsvelli og var þar undir leiðsögn þroskajálfa í nokkrar vikur. Það gekk ljómandi og skólinn gekk vel og ég mátti vel við una enda náði ég fínustu einkunnum. Ég vann á leikskólanum Örk aðeins einn dag í viku vegna námsins en hætti þar störfum í sumar og ákvað að breyta til. Mér bauðst vinna í Hvolsskóla og ákvað ég að fara í vinnu þar, þar sem námið mitt hefur nýst mér sérstaklega vel og verið mér dýrmæt reynsla. Í leikskólanum hafði ég unnið í 7 yndisleg ár. Var ég kvödd þar með pomp og prakt og útleyst með fallegum gjöfum, knúsum og kossum...
Börnin okkar urðu 4 ára og 8 ára í mars 2008. Haldin var skemmtileg veisla og komu amma og afi alla leið frá Reyðarfirði. Þau stækkuðu auðvitað alveg heilan helling við það að vera árinu eldriJ
Örvar hefur verið á kafi í bústörfunum þetta árið eins og önnur en það fylgir nú líka bóndahlutverkinu. Ég hef aðeins gripið inní þá sérstaklega í sumar að mjólka meðan karlarnir voru uppteknir í heyskapnum og ef einhvern hefur vantað í fjósið. Það er alltaf gaman enda aðstaðan góð. Mjaltagryfja og hægt er að mjólka 22 kýr í einu.
Ívar fór oft með mér að sækja kýrnar og hann kann sko að keyra traktor. Afi hans og pabbi eiga líklega heiðurinn af því. Hann er fær í dráttarvélaakstri og á framtíðina fyrir sér í því. Svo þegar við sóttum kýrnar hélt hann flautunni inni bara eins af afi Gústi væri mættur. Jaa skildi sá gamli ekki hafa brosað af okkur þá!
Við skelltum okkur á ættarmót hjá móðurfólkinu hans Örvars í sumar.Það var haldið fyrir norðan og var afskaplega vel heppnað og skemmtilegt.
Krakkarnir hittu frændur og frænkur og Soffía Ý r fór upp á svið eins og hinir krakkarnir, sumir sögðu brandara en hún fór með kvæðið: Buxur, vesti, brók og skór....alveg reiðbrennandi. Mikið flott hjá henni. Hún hafði lært það í leikskólanum sínum J
Svo var ættarmót hjá mér sem haldið var í Klauf og að sjálfssögðu var farið í Sigluvík líka:) Ég var svo heppin að vera ein af skipuleggjendunum og vá hvað þetta var gaman. Ýmislegt sprellað á ættarmótinu hjá föðurfólki mínu.
Í haust byrjaði ég í Hvolsskóla og hófst mitt lokaár í Háskóla Íslands þar sem ég stunda nám í þroskaþjálfun og loksins var útskrift í sjónmáli. Vinnan gekk vel og ég var mjög ánægð þar. En fótunum var svo algjörlega kippt undan mér þann örlagaríka dag 16. Október 2008. Var óskiljanleg í máli, máttlaus í vinstri helming líkamans og með miklar höfuðkvalir hægra megin í höfðinu. Var undir góðum höndum af fólki hér fyrir austan sem kom mér á gjörgæsludeild landspítlans og fékk fjölskylda mín þær fréttir að um blóðtappa væri um að ræða. Mínir erfiðustu dagar urðu dagarnir á eftir þegar reynt var að koma mér fram úr rúmi. Sársaukinn og ógleðin var mikil. Ég var keyrð um í hjólastól en hafði ekki nema úthald í nokkrar mínútur þar. Þegar ég var píndtil að ganga á ný eftir áfallið gekk ég út að hurð í herberginu mínu og til baka með aðstoð göngugrindar. Ég svaf á eftir eins og hefði hlaupið heilt maraþonn. Líkaminn var svo máttfarin að ég get bara ekki lýst því og því trúir engin nema sá sem lendir í þessu. Það að setjast upp í rúminu með aðstoð var þrekraun. Það mátti ekki fara með mig á klósettið nema að tvær hjúkrunakonur væru með. Mátturinn var svo lítill og ég hneig bara niður.
En kraftaverkin gerast! Eftir þessa ömurlegu lífsreynslu hef ég öðlast aukinn styrk og þol. Það finnst mér persónulega kraftaverk og að lömunin á vinstri hluta líkamans skyldi hafa gengið til baka er ótrúlegt alveg. Höfuðverkurinn minnkaði viku frá viku, ég fór að geta vakað lengur smátt og smátt, æfingar á Grensási voru erfiðar fyrst um sinn. Ég fékk mikinn slátt í höfuðið og mjög hraðan hjartslátt og þá var ég bara í pásum á meðan það jafnði sig og hélt svo áfram en stundum var ég sett inn í rúm til hvíldar. Þannig hef ég öðlast þennan styrk og aukið þrek og þol því án æfinga gerist akkurat ekki neitt. Grensás er staður þar sem kraftaverkin gerast. Dofinn er samt eins og áður og sama gildir um sjónina. En það kemur vonandi...
Eftir fundi með teyminu mínu á Grensási kom í ljós að ég yrði útskrifuð þaðan 19. Des en yrði markvisst í æfingum á heimaslóðum. Jólin voru yndisleg, hafa aldrei verið eins dásamleg. Gott að aðskilnaði mínum við börnin var loksins lokið og mér var farið að líða betur. Aðskilnaðurinn við börnin mín er eitthvað sem ég kýs að upplifa aldrei aftur. Áramótin voru dásamleg svo ekki sé minnst á hversu dásamleg þau urðu kl 01.00 eftir miðnætti...Nýtt ár verður mér og mínum vonandi gott og ykkur öllum.Á þessu ári eignaðist ég 3 systkinabörn, eitt þeirra býr langt í burtu frá okkur eða í Svarfaðardalnum en kom um jólin svo við fengum það að knúsa og skoða...
Hef ég nú hlaupið á hundavaði yfir helstu atburði ársins. Gæti skrifað endalaust meira en læt þetta duga.Hafið það gott og vonandi sofnuðuð þið ekki yfir lesningunni :)
Athugasemdir
Vá þegar maður lítur svona yfir árið hjá þér þá er það búið að vera frábært.
Haustið hefði þó mátt vera betra en eins og þér einni er lagið þá tæklaðir þú það með stæl.
Nú eru bara bjartir tímar framundan. Gangi þér áfram svona vel en eitt verður ekki tekið af þér Hafdís.... Þú ert hetja.
Kv. Linda Björk og co.
Linda Björk Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 9.1.2009 kl. 15:08
Já þetta hefur verið ákaflega viðburðarríkt ár hjá þér og þínum elsku Hafdís mín. Árið 2009 verður örugglega árið þitt mín kæra vinkona og ég veit að þú munt koma, sjá og sigra!!
Árný Lára (IP-tala skráð) 9.1.2009 kl. 15:44
Frábær færsla hjá þér Hafdís
Vá þú ert svo frábær,einlæg og yndisleg. Það skín svo í gegnum þessa færslu.
Þú stendur þig svo frábærlega vel ég er svo glöð að sjá hvað þú ert hörð við þig að ná fullum bata heldur ótrauð áfram. Þú stendur þig svakalega vel Hafdís ert sko sannkölluð hörku kona.
Kveðja
Erna
ps til hamingju enn og aftur með bónorðið
Erna (IP-tala skráð) 9.1.2009 kl. 18:04
Frábær pistill hjá þér Hafdís,
árið hefur svo sannarlega verið viðburðaríkt. Frábært að heyra hvað þú hefur náð góðum bata þó enn sé væntanlega mikil vinna framundan.
Innilega til hamingju aftur með trúlofunina, sannarlega glæsileg byrjun á nýju ári sem verður ykkur vonandi gott og hamingjuríkt.
Bestu kveðjur frá okkur,
Sibba, Bjartur og Þorbjörg Þula
Sibba (IP-tala skráð) 9.1.2009 kl. 20:35
Þegar ég talaði við þig að morgni 16. okt, fannst mér röddin þín ekki alveg vera eins og að hún átti að sér að vera, þegar við fengum símtalið ömurlega gátum við sjálf varla talað af hræðslu, þegar fólk var að hringja í okkur og spyrja hvort þú gætir talað varð ég bara reið og sagði að þú gætir alveg talað og gert allt eins og áður, værir bara með smá höfuðkvalir síðan myndi allt batna. Það var allt sem við vildum til að byrja með að höfuðkvalirnar myndur minnka............. síðan þá hefuru staðið þig eins og hetja.........,,,,,,,,,,, seiglan og þrjóskan skín í gegn. Og mundu vertu áfram dugleg í æfingunum ástin mín, sjáumst;);)
Erla Guðfinna (IP-tala skráð) 10.1.2009 kl. 09:25
Að mörguleiti frábært ár, niðursveiflan í haust hefði betur ekki komið, en fátt er svo með öllu íllt að ekki komi betri tíð ;)
Þú lifðir af, þú komst á skrið, þú ert aftur komin í námið, ert búin með helling, átt helling eftir en stendur þetta allt af þér, nú veistu hvað þú átt og kannt svo sannarlega að meta það :)
Geggjuð byrjun á nýju ári sem verður ÖRUGGLEGA það sem koma skal.
Þú stendur þig frábærlega, vona svo sannarlega að ég sjái þig í staðlotunni eftir viku :) þú átt það svo sannarlega skilið að fá tilslökun svo þú getir útskrifast með okkur :)
Knús og kossar af héraði :)
Obba
Obba (IP-tala skráð) 10.1.2009 kl. 16:49
Já svo sannarlega viðburðarríkt ár hjá þér Hafdís mín. Gaman að lesa svona skemmtileg skrif, ég man aldrei neitt, nema þá helst það sem gerist samdægurs .
Svo byrjar þetta ár nú með stæl hjá ykkur, verður greinilega í nógu að snúast og bara gaman.
Bestu kveðjur frá okkur ofan úr Gilsbakka.
Lollý og co.
Lollý (IP-tala skráð) 11.1.2009 kl. 20:07
Já þetta var sannarlega viðburðarríkt ár hjá ykkur. Gaman að lesa svona annála .
Byrjunin á þessu ári er líka mjög góð og innilega til haminju með þetta allt saman samgleðst ykkur innilega.
Kveðja
Sigurbjörg og börn
Sigurbjörg Stefánsdóttir. (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 15:13
hæhæ gaman að lesa færsluna og já árið verður öruglega yndislegt :)
sjáumst í kvöld
Ólöf
ólöf Guðjbörg (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 18:19
Yndisleg lesning og þetta verður sko frábært ár
Þú og þínir eruð hetjur,
Kveðja Helga
Helga Stefánsdóttir (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 21:52
Jahá þetta hefur aldeilis verið viðburðarríkt ár hjá þér mín kæra
Tinna (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 22:34
Ja hérna hér - ég sit hér bara í táraflóði eftir lesturinn! Ég get ekki með nokkru móti sett mig í þín spor - svona veikindi hljóta bara að vera eitt það erfiðasta sem á mannfólkið er lagt, að geta ekki gengið, talað eða sinnt daglegum störfum, að geta ekki kysst og knúsað börnin, manninn og allt það góða fólk sem stendur að baki þér.
Þó að við þekkjumst ósköp lítið þá man ég hvernig ég sat sem steinirunninn fyrir framan tölvuna eftir að Beta sagði mér á msn hvað hafði gerst. Og hugurinn var hjá þér næstu daga á eftir. Þessi reynsla gefur þér vonandi nýja sýn á lífið, hvaða hlutir það eru sem eru virkilega mikilvægir og skipta mestu máli. Ekki bankakreppur og svoleiðis vitleysa, heldur fjölskyldan, heilsan og að njóta lífsins.
Ég trúi því að þú náir fullum bata, sjáðu bara hvað þú hefur komist langt á ekki lengri tíma. Þú hefur yfirunnið gífurlegar hindranir - margir hefðu lagst í rúmið og óskað eftir örorkubótum!
Ekki meira röfl frá mér í bili ;) Ég óska þér alls hins besta, vona að þú njótir dvalarinnar í höfuðborginni í næstu viku og að árið verði þér gjöfult og gott - þú átt það svo sannarlega skilið
Jæja, nú hætti ég að skæla og fer aftur að vinna, kv. Kristín Ósk
Kristín Ósk (IP-tala skráð) 14.1.2009 kl. 10:03
Ég sit hér og tárin falla, þú ert og verður hetja Hafdís mín. Vona svo sannalega að nýtt ár verði þér og þínum heillaríkt. Bið að heilsa í bæinn þinn mín kæra
kv Svava og co
Svava frænka og co (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 12:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.