...

Þá eru skemmtileg og yndisleg jól að baki!! Mikið gott að vera heima hjá sér og njóta jólanna og lífsins. Hefði ekki vilja missa af því...

Hér koma stundum um 200 IP tölur á dag, sem þýðir að einhverjar 200 tölvur eru að detta inn á bloggið mitt á dag. Svolítið óþægilegt en kannski á ég bara svona mikið af leynilegum aðdáendum Whistling Það eru auðvitað allir velkomnir að fylgjast með sem vilja það er ekki málið, en 200?? Hverjir eruð þið??

Þórunn systir og Baddi létu skíra drenginn sinn þriðja dag jóla og fékk fallega nafnið Alexander Dagur. Ég var skírnarvottur ásamt bróður Badda. Ekki leiðinlegt að vera skírnavotturinn hans Alexanders Dags.

Líðan mín er eins, dofinn jafn sterkur og alltaf, ef ég væri ekki með dofann væri þetta allt annað líf!!

En hann mun fara, trúum því statt og stöðugt á þessu heimili.

Það eru örfáar myndir í myndaalbúminu en þeir sem ekki hafa lykilorð á barnalandssíðuna krakkana ættu að biðja um það á: hafdismj@emax.is. Þar er sko hellingur af myndum...

Kveðja, Hafdís María


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Hafdís mín, það er aldeilis traffík á síðunni hjá þér, ég er reyndar ein af þeim sem kíki hér inn reglulega en ekki alveg svona oft á dag, ég reyni líka að sína þá kurteisi að skilja eftir mig spor annaðslagið, gott að allt gengur vel hjá ykkur og þið hafið notið jólanna, vonandi verða áramótin jafn góð, ég óska ykkur gleðilegrar áramótahátíðar í sveitinni, sjáumst eldhress á nýju ári.

Knús frá mér.....................

Bogga Jóna (IP-tala skráð) 30.12.2008 kl. 16:20

2 identicon

Rétt upp hend

ég er að kíkja hérna á þig 

Gleðilegt nýtt ár kæra fjölskylda megi árið 2009 verða ykkur heillaríkt og ár bata og hamingju

Áramótakveðjur frá Lindartúnsgenginu 

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 30.12.2008 kl. 16:43

3 identicon

Ég er allavega ein af þessum 200

Gleðileg jól Hafdís mín og takk fyrir kortið. Mikið endalaust áttu nú flotta krakka

Og flott nafnið á litla frænda þínum. Dagur er náttla ferlega flott millinafn hehehe

 Gleðilegt nýtt ár til ykkar 

Kv. Tinna

Tinna (IP-tala skráð) 30.12.2008 kl. 17:05

4 identicon

201,202,203,204,205 ;)

Erla Guðfinna (IP-tala skráð) 30.12.2008 kl. 19:31

5 identicon

Ég kíki oft á þig.  Flott nafn á frænda þínum.  Hafðu það gott

Kveðja
Árný Jóna

Árný Jóna (IP-tala skráð) 30.12.2008 kl. 20:50

6 identicon

Sæl elsku Hafdís mín mikið var gaman að sjá  þig í messu á jóladag þú leist svo vel út mikið falleg kona,ég vona að dofin fari að fara en ég veit að þú sygrast á þessu, vonandi sjáumst við fljótlega við erum alltaf á leiðinni en það er teyjanleg hjá okkur,vonandi verður áramótin indisleg hjá ykkur,guð veri með þér og þínum og eigir þú góðan bata byðjum að heilsa öllum kær kveðja, ykkar vinir,Jói og HIldur

Hildur Hildisey (IP-tala skráð) 30.12.2008 kl. 23:04

7 identicon

Hæ hæ sæta ég er ein af þessum sem kíki hér ennn er ekki dugleg að kvitta,styttist í heimsókn.

kvitt kvitt Ingibjörg

Ingibjörg Sæm (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 19:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband