20.12.2008 | 22:34
útskrifuð
Þá er ég komin heim í sveitina þar sem allt er á kafi í snjó:)
Það var rosa skýtin tilfinning að kveðja allt fólkið á Grensás...
Hér er mynd af mér með mínum allra besta vini sem ég kynntist á þessum ágæta stað. Hann hefur lent í ýmsu um ævina. Þetta er maðurinn sem ég hló með, djókaði með allan daginn út og inn....svo vorum við stundum svolítið stríðin. Gerðum mikið grín og sáum spaugilegu hliðina á öllum sköpuðum hlutum. Þetta er líka maðurinn sem gerði það að verkum að það bættust á mig eitt og eitt kíló vegna þess að hann fór alltaf niður í nammisjálfssala og kóksjálfssala á kvöldin og gaf mér kók og nammi... Hann er góður vinur og ég marglofaði honum að ég skidi koma á Grensás á nýju ári og heimsækja hann. Ekki má gleyma því að hann var líka vekjaraklukkan mín...kl. hálf níu var bankað...BANK BANK og svo heyðist fyrir utan hurðina: Góðan daginn Hafdís mín, nú er kominn morgunmatur". Eitt skipti svaf hann yfir sig og gólaði á hjúkkurnar loks þegar hann vaknaði.....ER HAFDÍS VÖKNUÐ??? VILJIÐ ÞIÐ GÁ AÐ ÞVí FYRIR MIG...en ég var löngu vöknuð og heyrði hann segja þetta og við náttulega hlógum eins og asnar... Bara fyndinn. Hjukkunar skildu ekki neitt í neinu:)
Hjúkrunarkonurnar eru yndislegar...
Hér er ég með nokkrum þeirra þegar við vorum að kveðjast...:)
Við útskrift átti ég langt og gott samtal við lækninn minn...hann er alveg yndislegur, skilaði mér frá sér án þess að ég væri í nokkrum vafa um eitt né neitt.
Staðan er sú að ég hef tekið mikilum framförum. Það sem háir mér mest má eiginlega segja að séu ósýnilegu hlutirnir sem aðrir ekki sjá. Fólk sér ekki þennan gríðarlega dofa sem ég er með og tilfinningaleysi í hendi og fæti. Ég gæti lýst því þannig að þegar ég kem við hluti með fingrum vinstri handar er í raun tilfinningin svo ónæm að það er eins og ég sé með þykka vettlinga á hendinni. Mér finnst fingurnir og tærnar mjög ónæmar. Sérstaklega fingurgómarnir...Eins með tærnar, þegar ég kom við þær þá eru þær svo ónæmar að það er eins og ég séí þykkum sokkum. Stundum finnst mér ég hreinlega ekki vera með tær, litla táin og sú við hliðina eru voða "dauðar" mjög tilfinningalausar. Kálfinn er líka voða dofinn. Mér líður eins og það sé búið að teipa hann allan mjög þröngt...þannig ónot eru í kálfanum á vinstri fæti...Já, svolítið skrýtið.
Svo sér enginn stífleikann í fætinum nema þó helst með því að ég er stundum meira haltari eina stundina en aðra. Enginn sér heldur náladofann sem ég fæ oft...Sama gildir um vinstri helming andlitsins, það er dofið og vinstri hluti tungunnar...Þetta eru tillfinningaskertir partar.
Sjónin mín, þ.e. sjónsviðið er skert eins og ég hef áður sagt og er það enn ein afleiðing þessa blóðtappa.
Það eru í rauninni þessir ósýnilegu þættir sem eru þær afleiðingar blóðtappans sem eru hvað þrálátastar. þótt ég þurfi að leggja mig einu sinni og stundum tvisvar á dag þá er það líka allt í lagi...það er hluti af bataferlinu öllu. En þessir hlutir sem aðrir kannski ekki sjá en ég finn fyrir eru að mjatlast hvað lengst úr líkamanum og ekkert svo sem gefið að ég losni við þá. En vonin er mitt allra besta meðal og ég er líka bara vongóð. En læknirinn sagði að þótt ég liti vel út,,, úúú já hann sagði það hehhe djók...þá er ekki þar með sagt að ég sé laus allra mála. Úr þessum fylgikvillum þarf að vinna með þolinmæði og tíminn vinnur með mér í þeim málum... en ég er búin að standa mig mjög vel:) Aldrei leiðinlegt að fá svoleiðis komment. Svo fer ég strax á mánudagsmorgun í blóðprufu til Guðmundar og fer reglulega þangað í blóðprufu á Hvolsvöll sem sagt. Það er búið að finna réttan blóðþynningaskammt handa mér en það verður að fylgjast vel með. Mjög skrýtið, ég fæ smá sár og það bara blæðir og blæðir, ég er með 25% af eðlilegu storknunrarmagni blóðs vegna lyfjana og það er þá auðvitað eðlilegt að það blæði því blóðið er svo þunnt...
Það er roooosa gott að vera komin heim og vera í faðmi fjölskyldunnar:) það allra besta...Sóley hans Sævars gaf okkur svaka góð ráð til að mylja árans piparkökuhúsinu saman og allir hjálpuðust að á heimilinu. Reyndar var Soffía ýr öflugust í skreytingardeildinni :o) Ákvað að sleppa því að teipa það saman eða líma það saman með límbyssu,hehe:) Góð ráð engu að síður.
Soffíu puttar að skreyta
Brjálað að gera hjá okkur :)
Ánægð með afraksturinn:)
Hér er Soffía Ýr að leika í jólaleikriti(jólaguðspjallinu) í leikskólanum, missti því miður af því en Örvar sá þetta flotta leikrit :)
Soffía Ýr er líka að læra á fiðlu og gengur það vel.Hér er mynd af henni þar sem hún er í kennslu. Smá feimni stundum hjá henni með fiðluna. En hún og hinar stelpurnar sem eru að læra á hljóðfæri hjá henni Guðrúnu spiluðu fyrir krakkana á leikskólanum á föstudaginn og það gekk víst vel hjá Soffíu Ýr. ´
Ívar Ari er búinn að fá sínar einkunnir og gekk mjög vel. Við erum rosa, rosa ánægð með hann drenginn okkar. Fékk góða umsögn og er bara flottur skólastrákur og er alltaf að bæta sig:) Hann er ekkert sérlega mikið fyrir að láta mynda sig svo það er engin mynd af honum í þetta skiptið. Þær koma bara síðar.
Kveð í bili,
Hafdís María
ps...setti nokkrar myndir í myndaalbúmið
Athugasemdir
Æðislegt piparkökuhús kerlan mín...hélt að þú værir með 10 þumalputta eins og frænka þín, en greinilega ekki :)
Sigurbára (IP-tala skráð) 21.12.2008 kl. 10:39
Til hamingju með að vera komin heim elsku hetjan mín, Örvar, Ívar Ari og Soffía Ýr til hamingju með að vera búin að fá hetjuna ykkar heim, gæti ekki verið betri jólagjöfin í ár.
Knús til ykkar...............
Bogga Jóna (IP-tala skráð) 21.12.2008 kl. 14:30
Elsku Hafdís
Velkomin heim, njóttu nú jólanna og hátðiðarinnar eins og kostur er, bjartsýni þín og þrautseigja verður til að allir þessir ósýnilegur fylgikvillar smá lagast :)
Piparkökuhúsið frábært, á eitt sem ég þarf að finna ráð til að setja saman, veit ekki hvort mér heppnast það eins vel og þér
Jólakveðjur og knús til þín og þinna
Obba
Obba (IP-tala skráð) 21.12.2008 kl. 20:54
Innilega til hamingju með að vera komin heim Hafdís. Hafðu það sem allra best um jólin og sjáumst hressar í 2009:)
Guri (IP-tala skráð) 22.12.2008 kl. 00:56
Velkomin heim skvís
Flott hjá ykkur piparkökuhúsið
Kv. Tinna
P.s. Er að spá í að renna í heimsókn á morgun ef það er í lagi?
Tinna (IP-tala skráð) 22.12.2008 kl. 11:53
Velkomin heim. Óska þér og fjölskyldu þinni gleðilegrar jóla og farsælt komandi ár. Vona að nýja árið færi þér miklar framfærir. Sem ég veit að verður því þú ert svo dugleg í endurhæfingunni. Jólakveðja
Benedikta S Steingrímsdóttir, 22.12.2008 kl. 14:30
Mikið er gaman að lesa bloggið þitt. Þú átt mikið hrós skilið fyrir jákvæðnu hugarfari.
Soffía stóð sig ekkert smá vel á tónleikunum.
Gleðileg jól
Kveðja Kristín og Lovísa Amelía
Kristín Hrefna Leifsdóttir (IP-tala skráð) 23.12.2008 kl. 22:31
Blessuð Hafdís mín
hafðu það sem allra allra best um hátíðina sjáumst vonandi sem allra fyrst kossar og knús norðlenska Hafdís
Hafdis B (IP-tala skráð) 29.12.2008 kl. 11:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.