18. desember- útskrift á morgun

Ætli þetta verði ekki síðasta bloggið mitt héðan af Grensási. Ég kem kannski til með að setja inn nokkrar bloggfærslur í framhaldinu þegar ég verð komin heim.

Hér á Grensási hafa stórir hlutir gerst, ég hef öðlast styrk, þol og meiri getu við athafnir daglegs lífs. Hér er stór flóra fólks, sumir mjög mikið veikir og sumir minna veikir. Út fer ég í lífið aftur héðan og sé hversu heppin ég er. Mér er sko engin vorkunn. 

Fékk þær fréttir áðan að eftir næstu sjónsviðsmælingu í mars þá á ég að fara í ökumat. Kemur þá í ljós hvort ég hafi nægilega stórt sjónsvið til að aka bíl. Svo á ég að fara í taugasálfræðilegt mat. Það hefur eitthvað með minnið að gera. Verð kölluð inn í það einhverntíman eftir áramót. Það er víst svo gríðarlegur biðlisti þar, enda fara þeir þangað sem hafa lent í heilablóðfalli.

Gústi bró og Erla héldu kveðjupartý í fyrradag. Sjá nánar myndir í albúmi.

Næsta blogg verður myndablogg og þar getið þið séð sumt af því frábæra fólki sem ég hef kynnst hér á þessum yndislega stað....

 En mikið óskaplega verður gott að komast heim.....

Kveð héðan af Grensás...næsta blogg heima í sveitinni góðu.

Knús á ykkur öll, Hafdís


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábært Frábært Frábært Hafdís mín að þú skulir vera á leið heim!! Allir örugglega hoppandi ánægðir fyrir austan og ég hlakka til að hitta þig á heimavelli þarna 2009:D

Árný Lára (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 11:22

2 identicon

ÞÚ HÆTTIR EKKERT AÐ BLOGGA GÓÐA MÍN;)

Erla Guðfinna (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 11:23

3 identicon

Sammála síðasta ræðumanni þú hættir ekkert að blogga, okkur langar að heyra áfram hvernig miða, vitum að þú stendur eins og klettur í þessu

Eigðu góð jól

kv. Obba

Obba (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 11:54

4 identicon

Æðislegt!! Mér finnst bara svo frábært hvað búið að er ganga vel hjá þér og hvað þú ert sterk!

Þú ert án efa hetjan mín þessa dagana

Njóttu síðasta dagsins á Grensás.

Kv. Tinna

Tinna (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 18:28

5 identicon

Nei hvah þú ert orðin að rútínu hjá mér góða mín ;) farðu nú ekki að raska henni og haltu áfram að blogga ;)

Gersemin þín voru hjá mér áðan og það er nú bara eins og jólin séu á morgun þau hlakka svo til að fá þig heim og hún Soffía segir að það verði best að geta alltaf knúsað bestu mömmuna ;) 

Til lukku með útskriftina á morgun ;) 

 Hvað er málið með þessa ruslpóstvörn ;/ er bara ætlast til að maður sé stærðfræðingur eða hvað ;) hver er summan af tíu og núlli???? 

læt svona varnir pirra mig mikið tí hí hí 

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 22:14

6 identicon

sæl Hafdís

gæti trúað að það væri meiri tilhlökkun í Akurey núna fyrir heimkomunni en jólasveinunum sem sveima um á nóttinni. Yndislegt hvað þetta hefur gengið vel og já þú verður að halda áfram að blogga, algjört must að leyfa okkar að halda áfram að fylgjast með ótrúlegum árangri þínum :)

Takk fyrir fallegt jólakort og yndislega mynd af börnunum. hún fer sko í ramma og uppí hillu.

Kv Sibba

Sigurbjörg Borgþórsdóttir (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 23:39

7 identicon

Sæl Hafdís mín

Yndislegt  að þú skulir vera að útskrifast  og sért að fara heim í sveitina ,því þar er alltaf best að vera og örugglega engin smá spenningur og tilhlökkun hjá krökkunum að vera að fá mömmu heim og Örvar ekki má gleyma honum .Bestu kveðjur að austan til þín og þinna

Herborg (IP-tala skráð) 19.12.2008 kl. 00:55

8 identicon

Elsku Hafdís mín, já það er bara komið að því, heimferð í dag. Innilega til hamingju með þennan áfanga. Mikið held ég að það séu spennt börn sem bíða  í sveitinni eftir að mamma komi heim. Yndislegt að fá mömmu heim fyrir jólin. Njóttu jólanna mín kæra og gangi ykkur sem allra best áfram.  Gleðileg jól til ykkar allra og megi nýtt ár verða ykkur sem heillavænlegast.  Kveðja að austan

Svava frænka og co (IP-tala skráð) 19.12.2008 kl. 08:36

9 identicon

Heimferð í dag;);););););););););););););););););) Starfsfólkið á Grensás á heiður skilinn fyrir þetta frábæra starf sem þar er unnið;););););)

Erla Guðfinna (IP-tala skráð) 19.12.2008 kl. 10:25

10 identicon

Til hamingju með útskriftina elsku Hafdís.

Hafðu það extra gott um jólin, já og auðvitað bara lengur en það

Kveðja, Linda Björk og co.

Linda Björk Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 19.12.2008 kl. 12:18

11 identicon

Velkomin heim elsku Hafdís og til hamingju með útskriftina

Tinna (IP-tala skráð) 19.12.2008 kl. 21:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband