15.12.2008 | 12:47
Vika í útskrift
Já, lífið getur verið undarlegt. Í haust hélt ég að mín næsta útskrift yrði sem þroskaþjálfi næsta vor, en nei, ég er að fara að útskrifast héðan af Grensási á föstudaginn. Ef ég byggji í Rvk þá myndi ég fara yfir á dagdeild en þess í stað mun ég æfa mig á heimaslóðum eins og áður hefur komið fram. En ykkur að segja þá er ég að glugga í skólabækurnar og búin að fá frest á verkefnunum sem ég er afar ánægð með. Læknirinn minn hvatti mig til að halda áfram í náminu, því það er hluti af endurhæfingunni, komast í eitthvað af af því sem ég var að gera fyrir veikindin, fyrst ég hef getu og styrk til:)
Í morgun eftir sjúkraþjálfun fékk ég nudd á vöðvabólguhnútana. Svo fékk ég bakstra á eftir sem er kannski ekki í frásögu færandi nema að þegar ég var orðin vel heit og góð leit ég yfir á næsta bekk. Þar var kona, sem fékk blóðtappa eins og ég, og ég sá að þessi indæla eldri kona var að detta af sjúkraþjálfunarbekknum sínum. Ég man varla eftir mér fyrr en ég var búin að skutla mér að bekknum hennar og ætlaði sko heldur betur að grípa hana í fallinu en náði því auðvitað ekki og hún datt kylliflöt á gólfið, hún er ekki alvarlega slösuð en meiddi sig þó nokkuð. Á þessum örfáu sekúndum hafði ég hoppað af bekknum mínum, rifið af mér bakstrana og teppið og skutlað mér yfir að næsta bekk og var tilbúin að grípa kellu...Fyndið hvað maður getur verið vitlaus...Ekki séns að ég hefði getað gripið hana! Hún hefur bara verið heppin að ég skyldi ekki hlussast ofan á hana og kremja...
Helgin var dásamleg heima. Örvar eldaði hriiikalega góðan mat handa mér, eins og svo oft áður. Krakkarnir rosa hress enda er sveinki farinn að vera tíður gestur í Akurey og með eitthvað gott í skóinn. Þeim hlakkar mikið til að fá mig heim. ´
Í gær fékk Soffía Ýr pabba sinn til þess að skrifa fyrir sig bréf sem hún samdi alveg sjálf handa mér. Bréfið hljóðar svona:
Mamma Hafdís góð.
Ég færi þér hjarta.
Soffía Ýr Örvarsdóttir.
Þú passar vel upp á mig
ert rosa góð og mér þykir vænt um þig
Hafdís María Jónsdóttir.
þín Soffía Ýr
Athugasemdir
Já lífið getur tekið snögga beyju. Gott að útskrifast þennan dag, þekki það af eigin raun...
Þú ert nokkuð góð björgunarkona.
Fallegt bréfið frá Soffíu.
Kveðja á Grensás
Árný Jóna
Árný Jóna Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 13:10
Já Hafdís mín þú hefur ætlað þér að bjarga blessaðri konunni, ekki að spyrja af þér. Mikið er þetta fallegt og hjartnæmt hjá henni Soffíu.
kv
Svava frænka og co (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 13:59
Til hamingju með þennan frábæra árangur, þú ert hörkutól dúllan mín.
Knús til ykkar..................
Bogga Jóna (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 14:09
Ég mæti með köku í vikunni til að kveðja þig ;););) Þín Erla.
Erla Guðfinna (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 15:18
Til hamingju með útskriftinna á föstudaginn það verður mikil hátíð hjá ykkur öllum þó þú þurfir að fara reglulega í þjálfun á Hellu,gangi þér vel í áframhaldandi æfingum.Mikið var fallegt bréfið frá Soffíu það var svo gaman að lesa bréfiðFallegar hugsanir það að baki.Þú ert heppin að hafa ekki slasað þig þegar þú varst að gera heiðalega tilraun til að bjarga blessaðri konunni, en þetta eru bara viðbrögð sem ég skil vel að þú hefur fengið.En gangi þér vel mín kæra sjáumst seinna bið að heilsa öllum.
Hildur Hildisey (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 18:17
Jiii hvað hún er mikil dúlla hún dóttir þín
Tinna (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 22:15
Get nú alveg trúað því að það hafi fallið eitt tvö tár þegar þú last eða heyrðir þetta frá dóttur þinni... bara yndislegt;) Farðu nú ekki að kremja fólk á Grensás þarna riddarinn þinn
Kv. Sinnepið..
Sigurbára (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 22:50
Halló Skírnarvottur;) (nú kalla ég þig ekki annað)
Við Baddi lágum í hláturskasti yfir lýsingunum hjá þér af ,,björgunaraðgerðum" þínum hér áðan:) Soffía er líka snillingur, hef alltaf sagt það.
Bráðum-jólakveðja, Þórunn og co
Þórunn systir og co (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 23:49
Langt síðan ég hef kíkt hér inn, greinilegt að tíminn flýgur og útskrift í sjónmáli....húrra. Frábært að heyra hvað gengur vel hjá þér og hugurinn fleytir þér greinilega í hvaða hlutverk sem er miðað við björgunarsöguna þína, þú ert ótrúlega ofurkona. Ég efast ekki um að jólin verða betri en nokkru sinni áður þetta árið og áður en þú veist af verða dagarnir þéttskipaðir af lærdómi, æfingum, barnauppeldi og öllu hinu sem fylgir líka í dagskránni. Bið að heilsa Möggu, Lubbu og hinu liðinu á Grensás.
Ívar og Soffía örugglega farin að telja dagana í útskrift miklu frekar en í jólin og Örvar sjálfsagt klikkar ekki á sínu heldur, stórt jólaknús á ykkur öll. Við hlökkum til að kíkja á ykkur næst þegar við rennum suður á land. Steinari langar orðið að skoða sveitina hjá frænda sínum enda að verða alvanur sveitamaður eftir að hann komst í nágrenni við afa sinn og ömmu.
Kv Begga og strákarnir Egilsstöðum
Berglind Halldórsdóttir (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 08:49
Fallegasta bréf í heimi!
Hlakka til að fá þig heim á Völlinn
Hulda (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 14:55
Frábært að útskrifast, sama hvaðan það er, djö líst mér vel á þig að halda áfram með námið held það sé rétt leið :) sendu mér línu ef ég get eitthvað hjálpað þér :) mín er ánægjan.
Eigðu góð jól með þínum sé þig svo vonandi eftir áramót
Þú stendur þig eins og hetjakveðja Obba
Obba (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 20:35
vá sæta bréf!;)
hildur Ág (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 13:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.