Þriðjudagur

Jæja, ég er sest við tölvuna hér á Grensási eftir að hafa átt notalega stund með gamla fólkinu, vinum mínum, hér á Grensási. Það mætti segja að meðalaldur vina minna hafi stórlega hækkað eftir komu mína hingaðTounge En það er mjög gefandi að hitta þetta yndislega fólk sem lent hefur í ýmsum áföllum og sumum skelfilegum alveg.  En það  var hér staddur gamall maður að lesa upp úr bók eftir einhvern valinkunnan rithöfund, sumir fóru að hrjóta, aðrir hreinlega steinsofnuðu en ég hélt uppi heiðri unga fólksins og ákvað að vaka OG HLUSTA LÍKA! 

Um helgina fékk ég að knúsa hann Ingimar minn sem kom ásamt foreldrum sínum í heimsókn til okkar í sveitina um helgina. Það var nú ekki lítið gaman að hitta hannSmile Fékk að brasast við að klæða hann í útifötin, gekk bara furðu vel.

Í gærkvöldi var aðventukvöld hjá okkur kjúklingunum hérna, allir komu með einn pakka og fengu svo einn pakka í staðinn, bara eins og á litlu jólunum hjá börnunum. Fékk þetta fína nammi....jaa EKKI veitti mér af Errm Eða þannig...Svo kom Árnesingakórinn og söng jóalög fyrir okkur, svaka flott!

Fékk virkilega skemmtilegt símtal í dag frá konu sem er í stjón félagsins HEILAHEILL og heitir Katrín Júlíusdóttir. Eftir áramót er stefnt að því að setja á laggirnar hóp ungs fólks sem hefur fengið heilablóðfall. Það er mikill munur á ungu fólki sem fengið hefur heilablóðfall en eldra fólki! Mér leist mjög vel á það og ætla að vera með, að sjálfsögðu. Held það geti verið mjög jákvætt að geta sagt þeim sem lent hafa í sömu sporum sögu sína til þess að hjálpa þeim og styrkja! Ungt fók sem á lífið framundan þarf að vita það að þótt það hafi fengið heilablóðfall þá getur það náð að jafna sig og innan fárra ára eða mánaða orðið ótrúlega sterkt aftur og komist út á vinnumarkaðinn aftur.

Nóg pex í bili....Cool Hafdís María

 

.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ sæta,
langaði bara að senda knús á þig...

Gyða B

Gyða B (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 18:26

2 identicon

Frábært að heyra að þú ætlar að fara í þennan félagsskap.  Duglegust!!!!! Var að senda þér kort með mynd af strákunum.  Kveðja frá Þórunni og Badda

Þórunn og Baddi (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 19:37

3 identicon

Við bíðum spenntir eftir jólunum svo við fáum að sjá bestu frænku.  Ágúst Aron og Lilli spons

Ágúst Aron og Lilli (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 19:38

4 identicon

Trúi því að það hafi verið skemmtilegt að fá Ingimar í heimsókn og fyrir þig að spreyta þér á honum að klæða hann í. Frábært hjá þér að fara í þennan félagsskap. Ætla nú að fara kíkja á þig og færa þér smá glaðning. Haltu áfram að vera svona dugleg.

Baráttukveðjur

Sigurbjörg og börn

Sigurbjörg Stefánsdóttir. (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 21:25

5 identicon

Hæ Hafdís!

Alltaf jafn gaman að lesa bloggið þitt. Frábært að það sé jólagleði á Grensás enda stútfullt hús af frábæru fólki. Gangi þér vel áfram. Kv. Hrefna

Hrefna Eyþórsd. (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 09:10

6 identicon

Hæ hæ Hafdís mín. Rosalega er gaman að lesa hvað þú ert jákvæð og opin fyrir þessari lífsreynslu þinni. Þú átt nú svo sterkan hóp á bak við þig og það er nú bara til að auka styrkinn þinn. :) Bið voða vel að heilsa Happó :), Gústa og öllum hinum sem ég þekki. Knús og gangi þér sem allra allra best :)

Lísa Lotta (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 11:09

7 identicon

Sæl og blessuð það er mjög gaman að lesa bloggið þitt þú segir svo skemmtilega frá.Ég frétti það hjá Írisi minni að sonur vinnkonu minnar sem ég var límd við í æsku hefði fengið heilablóðfall fyrir viku ég fékk sjokk því hann er í 10 bekk aðeins 15 ára,ég hringdi í hana í gær hún sagði mér að hann hefði nærri dáið það blæddi svo mikið inn á heilan að það varð að skera hann upp frá eyra og að enni sem er óhuggulegt ,hann er með sjón á hægra auga en ekkert á því vinstra ,hann lamaðist öðru megin en það gengur vonandi til baka ég er búin að hugsa mikið til hans eins og maður hugsar til þín mín kæra´.Hann er ekki búin að fara í augnskoðun því hann er svo kvalin en vonandi fer það batnandi.Mig langaði til að segja þér frá þessuþví þú veist hvað það er að berjast fyrir lífi sínu,hann fer á Grensás í janúar og og vonandi gengur honum vel ég fylgist með honum.Ég vona að allt gangi vel hjá þér Hafdís mín og gangi þér vel.Hlakka til að lesa næsta blogg það styttist í að þú farir að útskrifast af Grensás það verður meiri munurinn fyrir þig og alla fjölskylduna þína hafðu það gott.

Hildur Hildisey (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 15:21

8 identicon

Alltaf gaman að lesa bloggið þitt ljúfa;) Takk fyrir síðast;) Föndrið hjá þér þarna á Grensí er dásamlegt.................. ;);););)

Erla Guðfinna (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 17:30

9 identicon

Knús, knús.

Kv. Tinna

Tinna (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 20:01

10 identicon

Hæ, Hafdís mín

Til hamingju með litlu frænku :)  Það er nú mikill gleðigjafi að hafa þessi litlu kríli í hverju horni í kringum þig :)  Það verður gaman að hitta Þórunni og fjölskyldu um jólin - nóg af litlum krílum til að knúsa. Hefði verið mikið stuð þessi jólin ef allir hittust í gamla bænum eins og forðum:)

Alltaf gaman að lesa bloggið þitt  - og gaman að heyra af jólaföndri og "litlu" jólum á Grensás ofl,  svo styttist óðara í heimferð ! Ætla að ná að kíkja á þig áður en þú útskrifast !!!! - vá, hvað þetta hefur liðið hratt !!! Verð að gefa þér eitt gott   "jóla"maniecure '.

Besta kveðja Eydís 

Eydís Dögg Eiríksdóttir (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 23:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband