Magnea Ósk Hafsteinsdóttir

Stúlkan hans Hafsteins bróður og Kristínar var skírð í dag og fékk hún fallega nafnið Magnea Ósk.

Hér eru stoltir foreldrar með Magneu Ósk

desember 044

Svo er stolt frænka hér með Magneu Ósk :)

desember 055

Þið verðið að smella á myndirnar til að sjá þær stærri! 

Ég er svipuð, dofinnn er að pirra mig mest. Ömurlegt að þurfa að taka honum og geta lítið gert annað en að lifa með honum. Bið til guðs að hann minnki...Þó ekki væri nema örlítið... Skrýtið að það skyldi hafa verið ég sem lendi í þessu ógeði...Ef ég ætti eina ósk þá væri hún sú að ég hefði ekki lent í þessu. Manni langar að lifa sama lífi og áður, geta gert eitthvað sem ég hef alltaf getað....bara þessi venjulegu heimilisstörf eða að leika við krakkana og gert eitthvað með þeim fyrir jólin eins og ég hef alltaf gert. Ég þreytist svo fljótt og þarf að leggja mig reglulega.

Gerðum tilraun fjölskyldan til að setja saman piparkökuhús en það gekk EKKI. Notuðum sykurbráð sem virkaði ekki...Örvar gerði ítrekaðar tilraunir til að festa húsið saman....Gengur betur næst en krakkarnir pínu skúffuð yfir því hvað það gekk illa skiljanlega..

Meira síðar.... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hæhæ

Flott mynd af fjölskyldunni og til hamingju með nafnið Hafsteinn og Kristín.

Já vonandi minnkar dofinn, hann gerir það áræðanlega ;)

Kv Ranka

Ragnheiður (IP-tala skráð) 6.12.2008 kl. 23:37

2 identicon

Til hamingju með litlu frænku þið eruð voða fínar saman. 

Já þessir hlutir skipta okkur miklu máli, börn og heimili.  Vonandi minnkar dofinn.

Kveðja Árný Jóna

Árný Jóna Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 7.12.2008 kl. 11:33

3 identicon

Þetta er fúlt og erfitt, en þakkaðu fyrir að fá að vera á lífi og halda áfram að fylgja börnunum þínum áfram :) Þrátt fyrir sjóntruflanir og ömurlegan dofa.

Maður verður líka að muna það sem skiptir máli, þó hitt vilji taka yfir.

Þú stendur þig stelpa veit það alveg :)

Njóttu samverunnar og að fá að vera með þínum 

kv. Obba

Obba (IP-tala skráð) 7.12.2008 kl. 12:54

4 identicon

Fattaði ekki að benda þér á gamla góða UHU ;) nú eða teipa bara draslið saman og setja glassúr yfir og fela mistökin ;)

Flott nafn á fallega dömu hana frænku þína ;) 

Þú segir að þú sért dofin og sért með sjóntruflanir sæta mín en þú setur saman piparkökuhús ( ok ok reynir ;) ) og þú ferð í ræktina en ég sat  nú bara og horfði á draslið hjá mér þegar ég heyrði í þér í gær ;) þannig að ég reif mig upp á rassgatinu og gerði allt fínt ;) þannig að þú gefur mikið af þér mín kæra ;) (næst er það ræktin)

Takk fyrir að vera þú .... þó þú sért dofin ;) ég er bara svo óendanlega þakklát fyrir að hafa þig áfram ;)

Kveðja "að handan" ( hinum megin við fljótið)  ;)

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 7.12.2008 kl. 13:47

5 identicon

Elsku kellingin

Þú passar að ofgera þér ekki og að fara sem best með þig.  Okkur þykir svo vænt um þig.

Þórunn og co

Þórunn systir og co (IP-tala skráð) 7.12.2008 kl. 21:46

6 identicon

Já ég trúi því Hafdís mín að doðinn sé mikið þreytandi. Þér gengur samt svo vel þér fer svo ótrúlega hratt fram, ég hef fulla trú á að doðinn fari fljótt eða minnki allavega. Þú stendur þig svo vel og ert svo dugleg. Ég skil vel að það sé sárt að geta ekki gert það sem þú ert vön að gera með börnunum þínum á þessum árstíma. En það koma jól eftir þessi jól og þú verður alveg búinn að ná þér fyrir þau næstu Mundu svo Hafdís mín að það eru allir boðnir og búnir að aðstoða þig. Farðu vel með þig og passaðu þig að ofgera þér ekki í öllu jólastressinu.

Mér þykir alveg svakalega vænt um þig enda ekki annað hægt held ég þú ert svo frábær

Kveðja

Erna

Erna (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 21:34

7 identicon

Til hamingju með Magneu Ósk það er virkilega fallegt nafn Happó sendi mér sms þegar það var búið að skýra hana allavegana um kvöldið,það þótti mér vænt um.Mikið skil ég þig að verða frekar pirruð að geta ekki gert þá hluti sem´þú ert vön að gera,en þú verður bara að hugsa um allt það jákvæða styrkurinn hann kemur smá saman það er á hreinu.Það er allavegana virkilega erfitt að líma piparkökuhús saman ég var að því í dag með Sigrúnu og Guðrúnu  og ég var að verða vitlaus það endaði með því að ég fékk límbissuna hennar Jónu lánaða það var allt annað líf skal ég segja þér en það er frekar fúlt að geta ekki borðað hana svona smátt og smátt því það er lím út um allt þar að leiðandi óæt,ég ráðlegg ykkur að nota límbissu hún gerir kraftaverk ég á bara eftir að líma þakið mér vantar meira lím sem ég kaupi á morgun (vonandi verður það til )jæja Hafdís mín hafðu það gott og gangi þér vel í æfingunum þetta kemur allt saman hjá þér biðjum að heilsa ykkur öllum mín kæra.

Hildur Hildisey (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 22:22

8 identicon

Hæ hæ, ég er spennt að frétta af aðventufjörinu á Grensás ;) Kv. Erla sæta.

Erla Guðfinna (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 23:00

9 identicon

Til hamingju með fallega nafnið á litlu frænku. Já Hafdís mín mikið reyni ég að skilja hvernig þetta er að geta ekki gert allt sem maður er vanur að gera. En elskan mín þetta er eins og annað sem maður fær ekki ráðið um, reyndu bara að hugsa þetta þannig að börnin þín hafa þig allavega áfram þó svo að kraftarnir séu ekki þeir sömu. Haltu áfram á sömu braut þá verður þetta auðveldara. Knús og kram frá mér og mínum.

Svava frænka og co (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 09:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband