4.12.2008 | 19:23
Helgarfrí á morgun!
Í dag er loksins kominn fimmtudagur....heimferð á morgun. Hlakka til að knúsa krílin mín og kallinn minn. Heima er best!!
Um síðustu helgi fórum við með börnin til hennar Birnu ljósmyndasnillings og tók hún jólamyndir af krökkunum fyrir okkur. Tók mjög margar myndir og margar flottar. Hér er ein sem ég held mikið uppá, smá sýnishorn...
Takk aftur Birna! Set síðar inn fleiri myndir:)
Í dag var mér sagt að ég ætti að fara 3 sinnum á dag í sjúkraþjálfun, sem er bara gott mál....styrkist þá enn hraðar:) Eyja sjúkraþjálfari ætlar að fara að hafa samband við sjúkraþjálfara fyrir austan og koma mér að þar. Svo eru nú svo góð tæki í Olympus á Hvolsvelli, hugsa að ég nýti mér tækin þar....
Hugsa líka að það verði nóg að gera hjá Örvari við að skutlast með mig í æfingar fram og til baka :o)
Sjúkraþjálfaranir eru búnir að fara með mig í sund fjórum sinnum. Nú er ég orðin það góð að ég telst orðin sjálfbjarga í sturtuklefanum svo nú má ég fara í sund sjálf!!! Engin þarf að hjálpa mér lengur úr og í fötin en ég lofa þeim að nota göngugrind inn í klefanum svo ég detti nú örugglega ekki.
Heyrði svoldið skemmtilega setningu um daginn, ég lá í heitum bökstrum niðri í sjúkraþjálfun og heyrði að á bekk við hliðina sagði sjúkraþjálfari við einhvern sjúkling: " Á Grensás er BANNAÐ að segja 'EG GET EKKI".
Þetta er andinn hér...Við getum það sem við ætlum okkur...Mér finnst allavega ekkert annað í boði.
Kveðja, Hafdís
ps...Takk fyrir kveðjurnar sem þið sendið mér hér...Þær eru mjög hvetjandi og skemmtilegar...
Ps...Ragnheiður....Kórinn góði kemur að syngja hér á R-3 á eftir

Athugasemdir
Flott mynd að krökkunum. Já þú ers sko dugleg og frábært að þér gangi svona vel í þjálfuninni. Hafðu það gott um helgina.
Kveðja Árný Jóna
Árný Jóna (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 19:32
mikið er þetta falleg mynd af börnunum ykkar það verður gaman að sjá fleiri myndir af þeim,það er gott að þú farir í sund það gefur manni kraft og svo líður manni svo vel á eftir
gangi þér vel Hafdís mín og hafðu það gott bið að heilsa öllum kær kveðja frá okkur
Hildur Hildisey (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 20:54
Frábær mynd af krökkunum
. Eigðu góða helgi og knúsaðu börnin vel og legngi og auðvita kallinn líka
.
Baráttukveðju
Sigurbjörg og börn
Sigurbjörg Stefánsdóttir. (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 14:56
Þetta er bara æðisleg mynd hlakka til að sjá hinar ALLAR!!!!!!!;) Það verður svo frábært þegar þú kemur heim hafdís mín þá er svo stutt að kíkja á þig. Hlakka til að sjá þig í kvöld
Kveðja
Erna
Erna (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 15:04
Sæl Hafdís mín.
Komst loksins inn á þessa bloggsíðu þína, gaman að lesa skrifin þín og hvað þú ert orðin ótrúlega brött..:) Megi guð og gæfan fylgja þér.
Lovísa og fjölskylda,Hemlu
Lovísa Herborg Ragnarsdóttir (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 21:43
Hæ skvís
Flott mynd af krökkunum og gaman að heyra hvað þér gegnur vel. Líka gott að það er komin einhver niðurstaða um hvað olli þessum ósköpum. Það verður gaman að fá að frétta af BROKKKÓRNUM góða og hvernig hún frænka mín stóð sig :)
Kv Ragnheiður
Ragnheiður (IP-tala skráð) 6.12.2008 kl. 11:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.