Orsökin fyrir blóðtappanum er fundin!

Í morgun kom Örvar brunandi hingað á Grensás vegna þess að markmiðsfundurinn var í morgun kl. 10:30. Ætla að reyna að útskýra það sem í ljós kom fyrir ykkur.

Á milli forhófanna í hjartanu er veggur hjá okkur öllum. Hjá mér er þessi veggur í rauninni tveimur númerum of stór. Þ.e. hann er flöktandi um alls 9 millimetra. Þessi veggur á ekki að flökta neitt og þá alls ekki um 9 millimetra. Þetta mun vera galli sem ég hef alltaf verið með en aldrei valdið mér skaða fyrr en þann 16. október sl. Það sem gerist við þetta flökt er að blóðið í forhólfunum fer á mikla hreyfingu, líkti Páll því við að það væri eins og hvirfilbylur og myndast þá blóðsegi sem verður að blóðtappa sem fór af stað í mínu tilfelli og stoppaði hægra megin í heilanum. Páll læknir sagði að þetta væri mjög sjaldgæft, þessi hjartagalli.

Eina sem hægt er að gera við þessu er að halda áfram á blóðþynningarlyfjum og mun ég þurfa að taka þau það sem eftir er ævi minnar. Það er Það eina sem hægt er að gera til að reyna að fyrirbyggja að annar tappi myndist. Blóðið helst miklu þynnra með þessum lyfjum og því minni líkur á að óköpin endurtaki sig. Jafnframt ber mér að vera varkár og fara varlega, vegna þess að úr minnsta sári getur blætt ótæpilega og þótt ég fái minniháttar skurð má ég búast við því að ég gæti þurft að láta sauma til að blæðingin hætti. Storknunarmagn blóðsins míns er aðeins 15-20% af  eðlilegu storknunarmagni vegna lyfsins.  Eins verð ég að vara mig á að detta ekki né fá högg, því það getur verið mikil blæðingarhætta. Mikilvægt að sé meðvituð um þetta. En það getur verið erfitt þar sem sjónin er ekki í lagi.

 Nú, þá að góðu fréttunum!! Ef allt fer sem horfir, fer ég heim þann 19. desember, verð að stunda þjálfunina grimmt í sjúkraþjálfun á heimaslóðum svo mér fari enn meira fram.

Læt þetta duga, verð áfram jákvæð og bjartsýn þrátt fyrir allt og allt!! Ég á allt lífið framundan, yndislegan mann, yndisleg börn, yndislega vini og stórfjölskyldu... allir vilja mér það besta, það hefur sýnt sig síðustu daga og vikur.

Kveðja af Grensási, Hafdís María

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með niðurstöðurnar, var að horfa á myndskeiðin um slögin sem að þú settir inn á fésið og vá hvað þú varst heppinn. Ég vona að þér takist að sjá það þrátt fyrir allar takmarkanir sem að þetta slag hefur sett þér. Það verður frábært að fá þig heim sæta mín.

Erla Berglind Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 19:37

2 identicon

æj en gott að heyra að þú komist heim fyrir jól og að það sé komin einhver skýring á afhverju þetta gerðist því þá er hægt að sporna gegn því að þetta gerist aftur. gangi þér allt í haginn. 17 dagar þangað til þú kemur heim ;)

Sigurbjörg Borgþórsdóttir (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 20:05

3 identicon

Gott að heyra í þér áðan, mín kæra.  Það verður gott að komast heim. Örugglega léttir að fá að vita orsökina, en samt sem áður heilmikið að meðtaka.  Haltu áfram að vera eins sterk og þú hefur verið elsku frænka... og ekki gleyma því sem ég sagði við þig áðan:)

Kv. Sinnepið

Sigurbára (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 20:45

4 identicon

Gaman að sjá ykkur hjónaleysin í dag;) MBK. úr Mosó;)

Erla Guðfinna (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 22:03

5 identicon

Jæja gott að einhver var skýringin á tappanum. Gott að hitta þig á sunnudaginn á þessum glæsilegu tónleikum. Þú ert heppin að eiga góða að sem peppa þig áfram í að ná fullum bata. Þú ert líka þrjósk og ákveðin og það hjálpar þér í að gera þetta af fullum krafti. Vonandi sjáumst við sem fyrst sæta mín.

kv Beta

Beta (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 00:19

6 identicon

Hæ hæ

Frábært, útskrift fyrir jól:) Þetta er alveg ótrúlegur bati á ekki lengri tíma. Hafðu það gott og gangi þér vel duglega kona;)

Árný Inga Guðjónsdóttir (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 08:47

7 identicon

Hæ skvís frábært að heyra að þú komir heim fyrir jól bara æði. Það er nú gott að fundist hafa orsökin fyrir þessu betra að vita e-h heldur en að vera í óvissu.

Baráttukveðjur 

Sigurbjörg og börn

Sigurbjörg Stefánsdóttir. (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 09:47

8 identicon

Sæl Hafdís mín mikið er gott að það hefur fundist ástæða fyrir blóðtappanum það er alltaf betra að það fynnist ástæða heldur en ekki neitt það er á hreinu,nú er bara að halda áfram á framfarabraut og vera bjartsýn eins og áður það er besta meðalið,og geta farið heim þann 19 des það eru frábærar fréttir og til hamingju með það.Haltu áfram að vera svona frábær Hafdís mín og gangi þér vel Takk fyrir síðast það var gaman að hitta ykkur öll á tónleikunum þú leist svo vel út það var gaman að sjá það biðjum ynnilega að heilsa ykkur kær kveðja til ykkar frá okkur.

Hildur Hildisey (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 09:50

9 identicon

Hlýtur að vera viss léttir að vita ástæðuna og þá að það sé unnið í því að þetta endurtaki sig ekki.  Glæsilegt að stefna á 19.Des. Gangi þér áfram vel mín kæra.

Svava frænka og co (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 14:17

10 Smámynd: Benedikta S Steingrímsdóttir

Blessuð Hafdís. Það er gott að það er búið að finna hvað það var sem olli þessu. Til hamingju með þetta, það er gott að heyra að þú færð að fara heim fyrir jólin. Svo veit ég að þú verður dugleg að fara í ræktina og þjálfa þig. Gangi þér vel.

Benedikta S Steingrímsdóttir, 3.12.2008 kl. 15:59

11 identicon

Það er nú aldeilis gott að það sé komin ástæða fyrir þessum ósköpum.

Og ennþá betra að þú komist heim fyrir jól. Þá get ég viðhaldið hefðini og komi  með jólakort til þín hehe.  En án alls spaugs þá er frábært að heyra hvað þetta er að ganga vel.
Eins og Beta sagði hérna fyrir ofan þá ertu þrjósk og ákveðin og hefur alla tíð verið og er það á nokkurs efa stór partur í batanum þínum 

Knús og kossar

Tinna (mamma og pabbi biðja innilega að heilsa)

Tinna (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 15:59

12 identicon

Sæl Hafdís okkar.  Þú ert svo dugleg og það er alltaf svo gaman að heyra hvað þú ert hörð af þér og hvernig þú lítur alltaf á jákvæðu hliðarnar á öllu.  Þú ert svo góð fyrirmynd fyrir alla sem lenda í svona erfiðri reynslu og við erum öll svo stolt af þér hérna á Brautarhóli.  Virkilega!

Kær kveðja, Þórunn systir og fjölskylda

Þórunn, Baddi, Ágúst Aron og Lilli (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 17:15

13 identicon

Sæl og blessuð Hafdís

Gott að heyra hversu vel gengur að ná bata, haltu þínu striki og jákvæðni

kv. Elva

Elva Björk Árnadóttir (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 22:44

14 identicon

Mikið er gott að búið er að finna orsökin, þá þarf ekkert að velkjast í vafa um þau.

Gangi þér áfram svona vel. Þú ert algjör hetja.

Kveðja, Linda Björk og co.

Linda Björk Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 10:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband