GÆSAHÚÐ...

Í gærkvöldi áttum við fjölskyldan aldeilis skemmtilegt kvöld. Fórum á aðventutónleika sem voru til styrktar okkur fjölskyldunni, á Heimalandi undir Eyjafjöllunum. Söngurinn var undursamlegur, kirkjukórar Rangárþings Eystra komu fram, hljóðfæraleikarar og einsöng sungu þau Gísli Stefánsson og Maríanna Másdóttir af alkunnri snilld. Það liggur við að maður sé enn með gæsahúð. Þetta voru svo dásamlega fallegir tónleikar....Ég vil aftur þakka ykkur sem mættuð og ykkur sem komu fram. Bara það að sjá þennan fjölda fólks og öll þessi kunnulegu andlit var svo notalegt og ákveðinn sigur fyrir mig....  Takk fyrir þessa ógleymanlegu kvöldstund sem við fjölskyldan munum hvorki gleyma né geta þakkað nógsamlega fyrir. Hugurinn á bak við verkið er það allra dýrmætasta.

Örvar skutlaði mér svo í morgun hingað á Grensás, var svo ánægð og hress eftir fallegu tónleikana að ég var bara eins og Íþróttaálfurinn í æfingasalnum...alveg endurnærð. Lofaði svo mörgum tónleikagestum að vera dugleg að æfa, verð að standa við það ;)

kveðja, Hafdís María

Ps... á morgun verður markmiðsfundur, hlakka bara til....fæ KANNSKI dagsetningu á útskrift...og niðurstöður úr hjartaskoðuninni, því sem betur átti að skoða...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábært hvað allt gengur vel hjá þér.  Vonandi færðu að vita hvenær þú útskrifast.

Kveðja úr kuldanum á Hvolsvelli

Árný Jóna Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 13:02

2 identicon

Sæl Hafdís. Ég var að lesa yfir bloggið þitt, þú segir að sjónin hamli þér ennþá við daglegt líf. Ég átti sjálf fullt í fangi með að reyna að lesa á tölvuskjáinn fyrir tárum! Það er gott að heyra að þér gengur vel. Kærar kveðjur.

Þuríður Vala Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 13:36

3 identicon

Takk sömuleiðis fyrir gærkvöldið  

Gangi þér á morgun

Kv.. Hulda

Hulda Dóra (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 14:07

4 identicon

Vá ég fékk nú bara tár í augun við lesturinn. Mikið var gaman að lesa þetta blogg. Jákvæðning og krafturinn í þér skín hér í gegn.
Haltu áfram á sömu braut Hafdís, þú munt standa uppi sem sigurvegari í lokin.
Baráttukveðja
Halldóra skólasystir

Halldóra Ingvars (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 14:54

5 identicon

Sæl Hafdís mín, ég kannast við þetta með tónleika, manni finnst svo ótrúlegt að fólk leggi á sig alla þessa vinnu til að auðvelda manni lífið, en sem betur fer þá er fullt af góðu fólki sem vill allt fyrir mann gera, þú ert yndisleg og fólkið sem stóð að þessum tónleikum hefur örugglega farið heim með stærra hjarta, vonandi gengur baráttan jafn vel hjá þér svo þú komist heim til þinna sem fyrst, gangi þér vel elskan.

Knús til ykkar.......................

Bogga Jóna (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 18:49

6 identicon

Þótti leiðinlegt að komast ekki í gær, hér er ég á kafi í próflestri og verkefnaskilum og sé varla út.  Frábært að lesa bloggið þitt, gott að geta fylgst með þér hér. Mér er samt farið að langa til að hitta þig, kannski maður skelli sér í RVK eftir prófin. Knús á þig hetjan þín.

Knús og kossar
Erla

Erla Berglind Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 19:17

7 identicon

Hæhæ!

Gangi þér vel. Gaman að geta fylgst með þér hérna á blogginu.

Kv. Harpa Selfossi

Harpa Rannveig Helgadóttir (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 22:16

8 identicon

Takk fyrir bloggið þitt Hafdís.

Kveðja frá Hvanneyri

Kjartan Ottó og Anna Lóa (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 22:22

9 identicon

já æðislegir tónleikar í alla staði :)

vonandi fæðru dagsetningu á heimferð

 kv

Ólöf 

ólöf (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 22:57

10 identicon

Ohh gangi þér vel á markmiðsfundinum í dag.

Og já þetta voru vægast satt yndislegir tónleikar

Kv. Tinna

Tinna (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 10:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband