Fróðleiksmoli dagsins...

Það eru margir sem eru að spyrja mig út í sjónina og ég á dáldið erfitt með að lýsa henni... En fann upplýsingar um þetta svokallaða gaumstol sem ég er með. Efri myndin er eins og þið sjáið hana en neðri myndin er eins og ég sé hana. En ef ég beini hægra auga að efri myndinni, þ.e. horfi ekki beint á hana þá næ ég að sjá hana alla.
f03 fig4 opt
Eins og þið sjáið blindast vinstri hluti myndarinnar... því vinstra sjónsvið á báðum augum eru skert.
Skiljið þið mig??
HeartHafdísKissing

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Hafdís mín þakka fyrir að skýra sjónsviðið hjá þér mín kæra ég skil þetta núna,vonandi gengur þetta til baka ,gangi þér vel og við biðjum innilega að heilsa öllum.

Hildur Hildisey (IP-tala skráð) 25.11.2008 kl. 15:53

2 identicon

Ég skil, þetta skýrir heilmikið........ knús knús.

Erla Guðfinna (IP-tala skráð) 25.11.2008 kl. 22:36

3 identicon

Núna skilur maður þetta, en vonum það besta að þetta gangi til baka

kv

Svava frænka og co (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 10:48

4 identicon

Þetta skýrir heilmikið........... knús og góðan bata

Sigurbjörg.

Sigurbjörg Stefánsdóttir. (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 11:13

5 identicon

hæ skvís...

Þormar kom heim úr skólanum í dag og sagði að það hefði komið prestur til þeirra. Hann hefði farið með bænir með þeim og bað fyrir öllum þeim sem væru veikir og þá sérstaklega henni Hafdísi.  

 Þormar sagði að hann hefði næstum því farið að gráta.

knús í krús og áfram Hafdís!

P.s styttist í næstu heimferð, fimmtudagur á morgun

Þormar: Gott að þú ert svona dugleg

Hulda Dóra og Þormar (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 19:30

6 identicon

Sæl Hafdís mín

Ég er bara að láta vita af mér - kíki reglulega hérna á síðuna til að lesa fréttir af þér.  Ótrúlegt hvað tíminn líður hratt finnst þér ekki?  Vonandi áttu eftir að geta litið aftur og horft á þetta tímabil í lífi þínu sem stuttan kafla í annars spennandi og heilbrigðu lífi þínu!

Kv. Kristín ósk

Kristín Ósk (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 19:47

7 Smámynd: Þórhildur Daðadóttir

Innlitskvitt. 

Gaman að sjá hvað allt gengur vel, og hvað þú ert jákvæð Hafdís mín.

Kveðjur að austan

Þórhildur Daðadóttir, 27.11.2008 kl. 11:27

8 identicon

Þetta er nú alltaf fljótt að líða Hafdís mín ;) eða er það ekki?

 Á morgun er föstudagur !!!!!!!!

Hlakka til að fá þig hinum megin ...... það er alltaf notalegra að vita af þér þar sæta mín ;)

 Kveðja frá Lindartúnsgenginu ;) 


Hrafnhildur Valg (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 16:09

9 identicon

Sæl nafna

ég kíki reglulega við á síðuna þína til að sjá hvernig gegnur. gaman að fylgjast með þér og sjá hvað þú ert jakvæð í einu og öllu - það munar öllu. það varð ekkert úr heimsókninni þegar ég var síðast fyrir sunnan því miður en það var mjög gaman að sjá þig og það róaði mig alveg helling. Haltu áfram að vera svona dugleg til að komast heim fyrir jól. Kossar og knús Hafdis B

Hafdis B (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 20:33

10 identicon

Hey já!!! Gangi þér roooosa vel á morgun ;)

Knús og kram frá Lindartúnsgnginu

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 28.11.2008 kl. 00:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband