Mánudagur

Kominn er mánudagur enn á ný. Örvar kom með mig hingað Grensás í gærkvöldi, horfðum á Dagvaktina saman hér, þvílíkir snilldarþættir!

í dag eru 39 dagar síðan ég fékk blóðtappann.....það sem gerst hefur á þeim tíma er kraftaverki líkast að mér finnst. Ég er svo þakklát að þessi skaði er að ganga til baka...en viðurkenni auðvitað að það er langt í land...en tíminn vinnur með mér, svo sannarlega.
Sjónin er það sem mér finnst trufla mig mest og það sem truflar mig næst mest er sterkur dofi í vinstri fæti og hönd og vinstra megin í andliti og munni. Ég skrönglast um allt á hækjunni og er meira að segja farin að gleyma henni hér og þar sem er bara gott mál :) Það að ganga hægt og að eiga dálítið erfitt með gang truflar mig sama og ekki neitt miðað við sjón og dofa. Þannig er staðan í dag.

Ég fékk mjög skemmtilegt komment frá sjúkraþjálfaranum mínum en hún sagði við mig: "Ástæðan fyrir því að þér gengur svona vel er að þú ert svo jákvæð og ákveðin í að geta þetta". Þótti nú vænt um að fá svona komment:)

Helgin var yndisleg. Alltaf gott að komast heim. Örvar setti upp jólaseríur í herbergin hjá krökkunum, þau voru ekki lítið glöð með það. Svo fóru feðgarnir í jólaföndur á sunnudaginn í skólann á vegum foreldrafélagsins. Ívar málaði þrjá hluti og gaf mömmu þá alla :o) Rosa flott...Systkinunum er farið að hlakka til jólanna, ekki síst vegna þess að þá kemur mamma sín loksins heim:)

Mamma mín gerðist aftur á móti sjúkraþjálfari á sunnudeginum og við fórum í stelpuferð með Soffíu Ýr með okkur til að skoða stelpuna hans Hafsteins og Kristínar. Sú er dásamleg og alltaf jafn notó að halda á henni og að knúsa hana. Svo um jólin fæ ég tækifæri til að knúsa nýja frændann fyrir norðan, sem ætlar að vera hér á Suðurlandinu um jólin,   og knúsast í honum líka:)

Saumaklúbburinn minn, fyrir utan þrjár sem voru uppteknar í öðru, komu í heimsókn á laugardeginum með VEISLU með sér....nammmmmmi nammmm   Takk elsku vinkonur en Hulda, Árný og Eva, ykkar var að sjálfssögðu sárt saknað...!

Síðasta föstudag þegar ég var  búin í sundæfingum þá fór ég í pottinn á eftir. Þar var maður á milli 50-60 ára sem spurði mig hvað hefði komið fyrir mig. Ég sagði honum það og kom þá í ljós að hann hafði einnig fengið blóðtappa og líka hægra megin í heilann eins og ég. við blöðruðum fram og til baka um heilsu okkar, ekkert smá "gaman" að tala við manneskju sem lent hefur í sama og ég. Hjá honum skertist sjónin reyndar ekkert. En vinstri hlið hans var alveg dofin eins og hjá mér. Þetta skeði fyrir ári síðan hjá honum. Svo eftir einhvern tíma/mánuði losnaði hann alveg við dofann. EN fyrir nokkrum vikum kom dofinn aftur hjá honum. Mjög svekkjandi. En hann ákvað að fara í nálastungur og eftir fyrsta tímann, þegar hann var á leiðinni heim hvarf allur dofinn skyndilega. Hann varð svo hissa og þetta var svo mikið frelsistilfinning. Hann vill endilega gefa mér nafnspjaldið hjá þessum manni sem hann er hjá í nálastungum. Hver veit nema ég prófi þetta einhverntíman...

 

Jæja, þetta var pistill dagsins,,,,,,það eru yfir 100 heimsóknir hér á dag, váá það er slatti. Eins gott að vanda skrifin, hí hí....

 

Grensáskveðja, Hafdís María

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott að lesa bloggið þitt dúfan mín, láttu okkur vita ef þig langar að kíkja á okkur hér í Hjalló á morgun, Jón fær að skoða jólakassann þegar hann kemur heim úr skólanum og aldrei að vita nema við skellum nokkrum seríum í gluggana;) Kv. Erla Perla.

Erla Guðfinna (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 14:46

2 identicon

Sæl Hafdís,

Ákvað að kvitta fyrir innlitið.

Það er mikið gaman að sjá/lesa hvað þér hefur farið fram. Mér finnst þú vera algjör hetja með bjartsýnina og jákvæðnina að vopni. Haltu áfram á sigurbraut.

Ég sendi þér baráttustraum og stórt faðmlag. 

Bestu kveðjur

Mæja

María Garðarsdóttir (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 15:21

3 identicon

Hæ skvís

 Já það var nú bara ferlega leiðinlegt að komast ekki til þín á laugardaginn enn ég stefni ennþá á 2009:) Ekki skrítið að sjúkraþjálfarinn hefur sagt þetta við þig því að þetta er bara alveg satt.. þú ert svo hörkudugleg og yndisleg að þetta bara flýgur áfram en örugglega er það besta sem þú getur þjálfað hjá þér, fyrir utan þetta líkamlega, þolinmæðin!!

Hafðu það rosalega gott mín kæra

stórt knús 

Árný 

Árný Lára (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 16:26

4 identicon

Sæl Hafdís mín, ég er ein af þessum 100 sem koma hér við, það er svo gaman að lesa um þig, þú ert svo dugleg og jákvæð, það mættu sko margir taka þig til fyrirmyndar, gangi þér vel með áframhaldið elskan.

Knús og kossar.............................

Bogga Jóna (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 17:49

5 identicon

Mikið er gott að allt gengur vel hjá þér.Íris mín er búin að eiga lítin prins í dag hann var 3360gr og 51cm það gekk allt vel og ég er að springa úr monti ,við ætlum út núna í byrjun desember maður verður að fara að knúsa hann og Símon Darra svo ég tali nú ekki um foreldranna ég get ekki beðið .Gangi þér vel elsku Hafdís mín við sjáumst seinna kveðja frá stoltri ömmu.

Hildur Hildisey (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 18:27

6 Smámynd: Hafdís María Jónsdóttir

Innilega til hamingju með Prinsinn Hildur!!!

Hafdís María Jónsdóttir, 24.11.2008 kl. 18:32

7 identicon

Hæ skvís.

Vildi bara kvitta fyrir mig.

Það er svo gott að geta fylgst með þér hér. Hugsa til þín alla daga og vonum innilega að þú fáir að fara heim fyrir jól.

Kv Sóley (KHI) 

Sóley (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 19:53

8 identicon

knús og kram frá mér og mínum

Svava frænka og co (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 20:25

9 identicon

Sæl Hafdís

Mikið er gaman að lesa pistlana þína um að þér gangi svona vel :)

Gangi þér, Örvari og fallegu gullmolunum ykkar vel áfram !!

Kv. Halla

Guðbj. Halla Eyþórsdóttir (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 20:39

10 identicon

Frábært að allt gengur svona vel. það styttist í jólin og ég trúi því að þú verðir komin heim þá því þú ert svo dugleg.

Baráttukveðjur Sibba 

Sigurbjörg Borgþórsdóttir (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 23:15

11 identicon

Kveðjur og knús til ykkar allra. Gangi þér vel áfram kæra Hafdís og kærar kveðjur til Örvas og barnan.

                                Kveðja Hrafnhildur og co.

Hrafnhildu Einarsd og fjölskylda (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 23:49

12 identicon

Þú ert hetja Hafdís! Og Það skiptir svo miklu máli að vera jákvæð og ákveðin. Vonandi sjáum við þig fljótlega. Knús og koss.

Guri (IP-tala skráð) 25.11.2008 kl. 11:15

13 identicon

hæ frábær frammistða hjá þer vertu áfram á braut kv.frá Þorlákshöfn

Rannveig Gunnlaugsdóttir (IP-tala skráð) 25.11.2008 kl. 12:41

14 identicon

Baráttukveðjur til þín Hafdís mín.  Þú er hörkukella.  Kveðja úr Gilsbakkanum

Árný Jóna Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 25.11.2008 kl. 12:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband