20.11.2008 | 16:52
Gott að setjast aðeins fyrir framan tölvuna...
Föstudagar eru langþráðir dagar í huga mínum....vegna þess að föstudagar eru heimferðadagar ;) Það er sem sagt stutt í að ég komist heim í helgarfrí!!
2. Desember næstkomandi er búið að boða okkur Örvar á markmiðsfund nr. 2 með teyminu mínu. Það verður fróðlegt að heyra hvernig teyminu líst á gang mála.
Læknirinn minn hérna á Grensás kom til mín í gær og var að ræða við mig um hitt og þetta. Ég fékk þær upplýsingar að hjartaskoðunin í gegnum vélinda sem ég fór í þegar ég var flutt á Hringbraut var ekki fullnægjandi. Ég kúgaðist víst og kastaði upp í miðri skoðuninni og það var bara vesen þannig að þeir hættu við í miðju kafi. Ég var deyfð vel, slöngu stungið niður í háls ííííjjjj ........man það, svo bara man ég ekki neitt meira...Samt sögðu þeir þarna á Hringbraut að allt hefði verið í lagi við okkur tengdamömmu sem fór með mér. EN ég er, orðin svo miklu hressari núna en ég var þá, hausinn var að mér fannst að klofna í sundur og þreytan og máttleysið var óbærilegt. Þannig að þann 28. nóvember fer ég aftur og Páll, læknirinn minn hérna, segir það mikilvæga rannsókn fyrir mig. Það er þó ekki alltaf sem hægt er að finna orsök fyrir blóðtöppum. Það er alveg eins víst að ástæðan finnist ekkert. Það er svolítið óþægilegt að geta ekki fundið neina orsök finnst mér en samt eru það alls ekki slæmar fréttir þó ekkert finnist segir páll. Shit happends segir hann jafnframt :) Best er auðvitað að allar rannsóknir komi vel út. Ég fef undanfarið 1 ár verið með kólesteról í hærra kantinum miðað við aldur en nú er búið að mæla það nokkrum sinnum og það er víst í fína lagi!! Ég er ánægð með það.
Hjúkrunarkonurnar hérna eru farnar að læða upp smá jólaljósum....voða kósí hjá þeim og hlýlegt.
Kveðja af Grensás, Hafdís....
ps..Endalausar þakkir fyrir fallegar kveðjur til mín. Mér þykir voða vænt um þær
Athugasemdir
Hæ skvís
Ég skil vel að föstudagarnir séu gulrótin þín núna.. vera sem duglegust fram á föstudag og þá færðu að fara heim, æðislegt:)
Hlakka til að hitta þig en ætli það verði nokkuð fyrr en 2009 með þessu áframhaldi:D
Stórt knús
Árný Lára (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 17:49
hæ, ákvað að kvitta. Það er gaman að fylgjast með þér, sérstaklega þegar að allt gengur svona vel.. Kveðja Hildur frænka
Hildur Ág (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 17:54
Mikið er gaman að heyra hvað þér gengur vel elsku frænka. Þú verður ekki lengi að vinna þig út úr þessu. Hafðu það ávallt sem allra best og góða ferð heim um helgina. Baráttukveðjur :o)
Lollý (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 19:22
Mikið er gott að allt gengur vel,fyrir utan hjartaskoðun það gengur bara betur næst mín kæra.Mátti til að kvitta fyrir mig.Gangi þér vel og hafðu það gott um helgina,bið að heilsa öllum.
Hildur Hildisey (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 22:20
Gaman að sjá nýtt blogg frá þér. Æðislegt að þú fáir að fara aðeins heim um helgar. Það styttir svo tímann þangað til þú ferð alveg heim.... jibbýcola.
Vonandi
Linda Björk Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 09:42
Úpps... átti eftir að klára.
Vonandi gengur betur í næstu hjartaskoðun.
Þú veist ég get komið og kíkt á hárið þitt ef þú bara lætur mig vita
Kv. Linda Björk
Linda Björk Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 09:45
ÞAð er nú ekki hægt að hafa meiri og betri gulrót en föstudagana þína.. hafðu það gott um helgina og njóttu
Kv Heiða Sig
heiða (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 09:55
Sæl Elsku Hafdís mín
Það er gott að lesa blogginn þín maður finnur það í gegnum þau hvað þú eflist í þrekraun þinni. Hafðu það gott um helgina sendi þér hlýja strauma.
Langtíma og skammtíma markmið, teymisvinna mmmmmmm er þetta ekki eitthvað sem við könnumst við.
kv. Brynhildur
Brynhildur (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 10:35
Langði bara að kvitta fyrir mig, gaman að heyra hvað gengur vel. Ætli við Lóa kíkjum ekki á þig í næstu viku þegar við förum í okkar árlegu jólainnkaupaferð
Hlakka til að hitta þig og njóttu helgarinnar
Kv Ragnheiður
Ragnheiður (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 10:50
Gott að eiga svona tillökkunar efni í enda hverri viku. Njóttu helgarinnar.
Baráttukveðjur
Sigurbjörg
Sigurbjörg Stefánsdóttir. (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 12:43
Sæl Hafdís mín.
Ég hef verið að fylgjast með bloggskrifum þínum og er farin að sjá það að þú er öll að eflast og baráttuviljann vantar ekki. Gangi þér sem best í baráttunni. Kv. Inga
Ingibjörg Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 16:42
Nú styttist í enn stærri gulrót, það er að koma heim um jólin! Stórt knús frá Þórunni systur, Badda og litlu jólasveinunum
Þórunn systir og co (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 16:51
Hafðu það sem allra best um helgina Hafdís!
Guri (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 17:35
Sæl Hafdís mín
já maður kannast aðeins við þessi orð teymisvinnu og þar eftir götu ha ha . Gaman að heyra og sjá á skrifum þínum að allt gengur eftir áætlun og þú styrkist dag frá degi. Hugsa til þín
kveðja Inga
Inga (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 18:30
Gaman að sjá hvað þetta gengur vel hjá þér. njóttu helgarinnar.
Kv, Sigríður Auðunsdóttir
Sigríður Auðunsdóttir (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 20:59
hæ hæ Hafdís mín.
gaman að lesa að þetta er allt á góðri leið hjá þér. Hugsum til þín hér fyrir austan. Kær kveðja
Lísa Lott (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 10:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.