18.11.2008 | 08:35
...
ohh skil ekki af hverju þessar myndir eru svona voða litlar. En þetta eru myndir frá helginni heima...Við Soffía Ýr á efri myndinni og við Ívar Ari á þeirri neðri.
Hér gengur allt vel...árangur æfinganna skilar sér sem er yndislegt. Svo þegar ég útskrifast fyrir jól þá verð ég að vera dugleg að fara í sjúkraþjálfun og gera æfingar!
Best að mæta ekki of seint í morgunmatinn....
knús, Hafdís María
Athugasemdir
Mikið eruð þið sæt saman,það er frábært að æfingarnar ganga vel hjá þér,það er kraftaverki líkast gangi þér vel Hafdís mín,sjáumst við tækifærið.kær kveðja frá okkur öllum til ykkar.
Hildur Hildisey (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 11:53
Æðislegt að þetta er að skila sér svona vel.. það er alltaf dásamlegt að sjá árangur erfiðisins!! Ég held að með þessu áframhaldi hitti ég þig næst um jólin og þá býst ég bara við þér á fluginu:D Hafðu það gott mín frábæra vinkona!! Knús og meira knús
Árný Lára (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 15:13
Yndislegar myndir af ykkur, frábært að æfingarnar skila sér í auknum krafti fyrir þig mín kæra. kv
Svava frænka og co (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 16:19
Við Ágúst vorum að skoða myndirnar. Gaman að sjá þig og krakkana . Kær kveðja frá Brautarhóli
Þórunn systir og fjölskylda (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 18:03
hæ
Vildi bara skilja eftir mig spor. Það er allt í lagi með myndirnar þær stækka ef maður klikkar á þær. Sætt að sjá þig í faðmi barnanna. Gangi þér vel Stella Sigþ.
Stella (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 19:27
Sæl Hafdís mín
Mikið er gott að lesa það hvað þér hefur farið mikið fram! Það hlýtur að hafa heilmikið að segja fyrir þig að sjá og finna þessar breytingar - þó eflaust mættu þær gerast miklu hraðar. Ég vona að batinn verði áfram stöðugur - og að þú komist nú heim vel fyrir jól.
Kv. Kristín Ósk
Kristín Ósk (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 09:10
Sæl Hafdís mín.. það er gott að geta frétta af þér hér inn. Gaman að sjá myndirnar af þér og börnunum. Halltu áfram á þessari batabraut, með knús og stuðning úr Króktúni 20 Heiða
Heiða (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 12:31
Frábært hvað gengur vel :) Sendi þér/ykkur baráttukveðjur áfram.
Kv. Hrefna Eyþórsd.
Hrefna (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 14:31
Gaman að hitta þig í gær Hafdís mín, gangi þér vel í æfingunum og föndrinu.
Kveðja Árný Jóna
Árný Jóna Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 20:51
frábært að heyra að það gangi mjög vel í æfingunum endilega heltu þessu striki áfram. Flottar myndir. Fer að stittast í að þú fári fatapoka frá mér.
Baráttukveðjur
Sigurbjörg.
Sigurbjörg Stefánsdóttir. (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 10:20
Sæl Hafdís.
Það er frábært að heyra að þér fer svona vel fram. Gangi þér allt í haginn.
Kv. Inga
Ingibjörg Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 12:23
Voðaleg bloggleti er þetta, maður kíkir og kíkir hérna inn og ekkert blogg!!!!
Erla Guðfinna (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 14:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.