Ný vika framundan

Jæja, nú er ég komin aftur á Grensás eftir notalega heimferð!

Á morgun er ferðinni heitið til Háls-nef og Eyrnalæknis, segi meira af því síðar

Ívar Ari var svo óheppinn að detta um helgina þar sem hann kom hlaupandi með bökunarplötu í höndunum frá ömmu Hrefnu sem átti að nota undir trölladeig. Hann datt með hana í hálkunni, lenti með hökuna á brúninni og úr varð gapandi sár. Þá kom heill hjálpræðisher til bjargar:) Amma Hrefna og Lóa fóru með honum til læknis og Hafsteinn keyrði með þau á Hellu þar sem Þórir var á vakt og saumaði 2 spor undir hökuna.

 

Ívar á erfitt með að kveðja mig þegar ég fer að heiman og hingað á Grensás enda er hann mjög viðkvæmur þessi elska. Soffía er öllu sterkari og minna mál að kveðja hana. Hann er MIKILL mömmustrákur...

Jæja þá er bara að vera dugleg í æfingum þessa vikuna svo ég fái örugglega að fara heim fyrir jól.

 Kveðja af Grensás!

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir hittinginn á laugardaginn, það er rosalega gaman að sjá hvað þér fer fram! Þú ert svooo dugleg.

Ívar var nú líka duglegur með sitt óhapp,verður nú ekki leiðinlegt að hitta alla í skólanum sína saumsporin,vera hetja í einn dag  

Vertu nú dugleg að hlaða batteríin fyrir næstu helgi..því þá mætum við allar í heimsókn..oó..

Knús og kossar..Hulda

Hulda Dóra (IP-tala skráð) 16.11.2008 kl. 20:31

2 identicon

 Halló litla systir

Takk, takk, takk fyrir pakkana til bræðranna!  Þú ert nú alveg ótrúleg!  Ástarþakkir frá okkur foreldrunum til ykkar allra!

Kveðja Þórunn og Baddi

Þórunn og Baddi (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 15:35

3 identicon

Elsku Hafdís frænka og allir hinir sem gáfu okkur fína pakka

Takk fyrir okkur og láttu þér líða vel!  Litli frændi og stóri frændi á Brautarhóli

Minnsti frændi og Ágúst Aron (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 15:37

4 identicon

Hugsa til þín :)... hlakka til að hitta þig á laugardag :) eins gott fyrir þig að vera vel úthvílda fyrir fullt af blaðrandi skellum ;) sjáumst

Ólöf (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 23:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband