Komin heim.....augnlæknaheimsókn lokið!

Jæja,ég er komin heim í frí þar til á sunnudag!

Fórum til augnlæknisins í morgun og í ljós kom að 1/4 af sjónsviði vinstra auga og 1/4 hluti af sjónsviði hægra auga er óvirkt, sem þýðir að þessir hlutar auganna eru blindir blettir. Augnlæknirinn lofaði engu en vonast til þess að þetta gangi að einhverju leyti til baka. En ég mun í framhaldinu, svona þegar fram líða stundir,ekki mega keyra með þessa skerðingu nema fara í sérstakt ökumat og geta staðist það....

nóember 08

Þessi mynd sýnir augun og þeir bitar sem vantar á  myndina er skerðingin(blindu blettirnir)þ.e. 1/4 af sjónsviði hvors auga sem liggja vinstra megin á báðum augum. segið mér bara ef þið skiljið ekki myndina, get þá útskýrt hana betur!

EN er komin heim og ætla að njóta þess í botn!!!!!!!!!!!

HEIMA ER BEST!!!

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Áttu góða helgi heima Baráttukveðja til þín og þinnar fjölskyldu

þú getur þetta fyrir okkur öll

Kveðja Anna Lóa og Kjartan Ottó 

Kjartan Ottó og Anna Lóa (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 19:30

2 identicon

Kæra Hafdís mikið er gott að þú sért komin heim  í helgarfrí njóttu þess í botn,þú átt það svo skilið,en ég er ekki að fatta myndirnar þú útskýrir það kanski betur mín kæragangi þér vel og njóttu þess að vera heima,því eins og þú segir heima er best lang best.Ég sá litlu frænku þína í sunnlenska,hún er eins og engillmikið falleg ég bið að heilsa þeim, gangi þér vel bið að heilsa öllum. kær kveðja frá okkur öllum

Hildur Hildisey (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 23:17

3 identicon

Hafðu það gott heima um helgina. Þín er sárt saknað í skólanum.

kv Tinna

Tinna Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 23:45

4 identicon

Njóttu heimferðarinna í botn hún hressir bætir og kætir Áfram svo á sömu braut,

Obba (IP-tala skráð) 15.11.2008 kl. 00:10

5 identicon

Góða helgi Hafdís mín, þér hefur aldeilis farið framm í þinni vinnu, vonandi eiga augun eftir að koma líka.

Knús til ykkar allra.

Bogga Jóna (IP-tala skráð) 15.11.2008 kl. 11:05

6 identicon

Fór í svona sjónmælingu í fyrra svo ég skil hana.. vonandi á sjónin eftir að koma að allra mestur Eigðu góða helgi í faðmi fjölskyldunnar.

Kv. Gunnhildur

Gunnhildur (IP-tala skráð) 15.11.2008 kl. 18:24

7 identicon

Elsku Hafdís!

Sendi þér og fjölskyldu þinni alla þá strauma sem ég get, gott að heyra að þjálfunin gangi vel og vonandi verður þetta bara tímabundið með sjónina.

 Njóttu helgarinnar í sveitinni og gangi ykkur vel að takast á við komandi daga.

 kv. úr snjónum á Egilsstöðum

Eygló Hrönn Ægisdóttir

Eygló Ægisd (IP-tala skráð) 16.11.2008 kl. 17:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband