Enn líða dagarnir á Grensás...

Hef ekkert að gera og ákvað að henda inn einni bloggfærslu.

Fékk að vita það í dag að á föstudaginn fer ég í langþráða heimsókn til augnlæknis!!! Hlakka til að vita hvað hann segir!

Örvar kemur á morgun og gistir eina nótt, fer með mér til augnlæknisins og svo brunum við í helgarfrí, það verður gott að komast aftur heim

Í gær fór ég heim til Gústa bró og Erlu, voða gott að komast út og í annað umhverfi. Hitti þar hana einu sönnu leikskóla- Hrönn sem kíkti á mig þangað....hún er flutt í Mosó:) Þetta var mjög skemmtilegt, gott að brjóta daginn aðeins upp!!

Búin að vera gestagangur í dag, mjög gaman....Eydís frænka klikkar ekki, ég fékk dýrindis handsnyrtingu hjá henni og Ísabel Rós kom með ;), Lóa kom og fylgdist með litlu systur í sjúkraþjálfuninni:) Svo kom Erla og Bergrún litla...:) Bara gaman..

 Mér hefur farið gríðarlega mikið fram...það eru bara nokkrir dagar síðan ég lá inn á gjörgæslu í móki með miklar höfuðkvalir og var sprautuð af gríð og erg með morfíni.....Heima var vinstri hendin alveg lömuð....en í sjúkrabílnum gekk það þónokkuð til baka að mestu leyti eins var ég farin að tala mun skýraram, ég var óskiljanleg í tali....Guði sé lof að tappinn gerði mér það ekki að ég missti málið....!.

Guðmundur, Ólöf, Einar og Tóti voru í sjúkrabílnum og voru alveg yndisleg. Man ekki mikið eftir mér í sjúkrabílnum en þegar við vorum komin á gjörgæsluna man ég hvað ég var ekki tilbúin að Guðmundur læknir færi aftur til baka með sjúkrabílnum, en auðvitað tóku líka góðir læknar við mér á gjörgæslunni. Ég man voða gloppótt nema helst þetta:)

Hér á 3. hæð er lítið af ungu fólki....enda sagði doktorinn að það væri sjaldgæft að fólk á sama aldri og ég, 26 ára, fengi blóðtappa. Þótt það væri skemmtilegra að kynnast einhverjum á sínum aldri hér þá er bara gott að fáir ungir lendi í því sama og ég...

 

Held áfram að berjast.......með því að nota hlýjar hugsanir og kveðjur frá ykkur að vopni í baráttunni :) Þetta lítur allt vel út!

 

Kveðja, Hafdís M.J á Grensás

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábært hvað allt gengur vel hjá þér.  Þú ert svo dugleg.  Stórt knús Árný Jóna

Árný Jóna (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 20:37

2 identicon

Já guði sé lof að þú misstir ekki málið gamla mín og við þyrftum að hætta að hlusta á röflið í þér, heheeheheehehheeheheheheheeheheheheheheheheheheehehehehehehehehehehehehehehehehehehehheehehehehehheheheheh;););)

Erla Guðfinna (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 23:11

3 identicon

Flott hvað allt gengur vel. ;) Algjör dugnaðarforkur ;)

Sóldís og Soffía eru búnar að hafa rosalega gaman í gær og í dag....fóru á selfoss og fannst þetta rosalega mikið ævintýri hehe lítiðþarf til að skemmta þeim ;)Töluðu um lítið annað í leikskólanum skildist mér í dag ...... Ógurlegt sport að þykjast vera hvor önnur með sitthvora húfuna og  dansa við mamma mia og syngja með.......Soffía óskaði mér til hamingju þegar hún fékk heimabakaðar muffins...Til hamingju Maren þú hefur bakað góðar muffins hahahaha eins og hún hefði oft smakkað þær hjá mér og þær verið vondar fram að þessu :) Á heimleiðinni í gær fræddi Soffía okkur um þegar hún hitti geimverur á Reyðarfirði ;) Rosalega saga hehe ;)  Soffía sagði mér einmitt áðan að henni hlakkaði til að fá þig heim um helgina en sagði reyndar að þú kæmir heim í 2 vikur..........kannski ekki alveg með allar upplýsingar réttar.. algjör dúlla ;)  Gangi þér vel og njóttu þess í botn þegar þú kemur aftur heim í helgarfrí ;)                Kv Maren

maren og co (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 23:31

4 identicon

Já það er allt fullt af geimverum á Reyðarfirði, haha alveg yndislega.  Baráttukveðjur mín kæra

Svava Þórey Einarsdóttir (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 08:01

5 identicon

Takk fyrir samveruna í gær Hafdís mín. Það eru engar smá framfarir hjá þér í því að ganga.

 Svo er þetta alveg að koma með sveifluna hans afa Gústa á hækjunni.   Hækjusveiflan þín minnti mann óneitanlega á gamla kunnuglega takta....

Sjáumst hressar um helgina...(ps. tékkaðu á tölvupóstinum þetta ætti að vera komið núna)

Kveðja, Lóa STÓRA systir...

Lóa Jónsdóttir (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 08:58

6 identicon

Ætli geimverurnar séu afi og amma?  ha,ha,ha.

Kveðja, tengdó.

Jóna tengdó. (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 09:13

7 identicon

Frábært að heyra að það eru miklar framfarir hjá þér og þannig á það að vera líka, eins mikið hörku kvendi og þú ert.

Haldið áfram á þessari braut.

Baráttukveðjur

Sigurbjörg.

Sigurbjörg Stefánsdóttir. (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 10:35

8 identicon

Halló Hafdis mín mikið er frábært að heyra hvað gengur vel hjá þer haltu áfram á þessu róli gangi þer vel kv úr þorlákshöfn Rannveig

rannveig (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 11:36

9 identicon

Ohhh þú ert svo mikil hetja elsku Hafdís mín Enda hörku Landeyjingur 

Ég ætla að reyna að kíkja aftur á þig fljótlega....Kannski tekur maður bara rúnt í landeyjarnar um helgina í heimsókn.....

Tinna (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 18:43

10 identicon

Hæ elsku Hafdís mín,
mikið var gott að heyra í þér áðan - takk fyrir að hringja
Frábært að heyra hvað allt gengur vel hjá þér!!
Knús,
Gyða B

Gyða B (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 22:42

11 identicon

Frábært að sjá hvað gengur vel hjá þér Hafdís:) Miklar framfarir á ekki lengri tíma!

Góða hemferðarhelgi;)

Árný Inga Guðjónsdóttir (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 22:44

12 identicon

Hæ Hafdís. Það er rosalega gaman að sjá hvað gengur vel hjá þér og frábært að sjá hvað þú sért jákvæð. Hjá okkur var rosa stuð í afmæli í dag og ég held að Ívar skemmti sér bara mjög vel:)

Guri (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 00:27

13 identicon

Hæ sæta. Ákvað að kíkja hér inn áður en ég fer að sofa, frábært að heyra að allt heldur áfram að ganga vel. Verð að reyna að kíkja á þig á Grensás, er að fara í RVK um helgina en kæmi sennilega að tómum kofanum hvað þig varðar. Glæsilegt hvað þeir eru duglegir að hleypa þér heim, hlýtur að gera aðstæður aðeins þolanlegri.

Later skvíz

Erla Berglind Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 01:52

14 identicon

Mikið er gott hvað gengur vel  hjá þér Hafdís mín,við sendum þér fallegar hugsanir,góða skemmtun um helgina og njóttu vel,biðjum að heilsa öllum.Kveðja frá okkur öllum til ykkar.

Hildur Hildisey (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 11:07

15 identicon

sæl Hafdís mín

Mikið er gaman að lesa hvað gengur vel hjá þér. Ekki er að spyrja að dugnaðinum í þér góða mín. Ég vissi að það liði ekki að löngu þar til þú kæmir austur, ekki leyndi sér tilhlökkunin í að fá mömmu heim um helgina hjá Ívari Ara í Skjólinu í dag. Þvílíkt sælubros á einum dreng.

Gangi þér vel áfram ljúfan mín:) Kv. Stína Leifs

Stína Leifs (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 19:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband