Fyrir jól...

Örvar tilkynnti mér það um daginn að ég yrði að vera dugleg að  blogga því það væru margir sem vildu fylgjast með mér, þannig að þið fáið eitt blogg í dag :)

Helgin heima  var frábær, æðislegt að fá að komast smá heim í kotið sitt:) Var þreytt en mér var sagt að ég yrði líklega mjög þreytt, þó ekki væri nema fyrir það að  breyta um umhverfi. Ívar fékk ömmu Hrefnu til liðs við sig til að undirbúa óvænta veislu fyrir mig, það var steikt læri með öllu tilheyrandi og ís í eftirmat:) Svaka veisla. Svo kom Erna með kaffihlaðborð;) og Lóa systir með heita réttinn góða, takk fyrir það:) 'Eg komst svo vel uppá það að nota hækjuna svo ég er HÆTT AÐ NOTA GÖNGUGRINDINA:) :)

knúsaði börnin mikið, þau voru ofsalega glöð að fá mömmu heim og hjálpuðu mér mikið...Rosa dugleg og sterk....

Svo fékk ég að knúsa prinsessu Hafsteinsdóttur, algjör dúlla!! Steinsvaf í fanginu á mér, voða notó :)

í morgun var svo fundur hjá mér hérna með því teymi sem að mér kemur, þ.e. sjúkraþjálfarnir mínir, iðjuþjálfi, læknirinn minn páll Ingvarsson og hjúkrunarkona OG ÖRVAR:). Teymið telur að ég útskrifast fyrir jól!!!!!!!!!!!!!!!!! Ef gengur sem horfir. Ég viðurkenni að ég var nokkuð hissa......bjóst ekki við að það yrði svo snemma. Ég er a.m.k. ekki fær um að vera heima mikið meira en yfir helgi eins og staðan er í dag. En með þessari óþrjótandi þjálfun er þetta raunhæft og það er frábært!!! Ég kem ekki til með að geta unnið nærri strax en það er samt nokkur framför á kjellunni:)

Sjónin er að trufla mig mjög mikið og pantaði Páll tíma fyrir mig hjá augnlækni til að láta mæla sjónsviðið. Þetta er eitthvað sem ég má vona að gangi til baka og ég vona það svo sannarlega. Hann taldi líka árans náladofinn verði líklega nokkuð lengi að minnka. Hann er virkilega óþægilegur og stundum mjög sár. það er helst stjórnleysið á vinstri hönd og fót sem er vandamálið. Ég geri mér grein fyrir því að þetta er langtímaverkefni og þolinmæðin þrautir vinnur allar.

svo neyðist ég ti þess að fara aftur í hjartaskoðun í gegnum vélinda:( Það á eitthvað að skoða hjartað betur.

 

Örvar er aftur farinn heim til krakkanna og í bústörfin, allt gengur sinn vanagang í sveitinni góðu.

 

Er orðin kófsveitt eftir þessi skrif og komin með dúndrandi augn og hausverk svo ég læt þetta duga...MILLJÓN þakkir fyrir allar kveðjur hér....!!!!

 

KNÚS.....Hafdís Grensásgella;)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábært að heyra, heim fyrir jól, yndislegt.  Frábært að fá svona góðar mótttökur í sveitinni.  Þú ert svo mikil hörkukella að þú getur þetta.  Gangi þér vel í þjálfun.  Kveðja frá Gilsbakka 23

Árný Jóna Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 12:56

2 identicon

Þetta eru frábærar fréttir.. Vonandi heldur þetta bara áfram á þessari braut. Gangi þér allt í haginn. :)

Kær Kveðja Gréta Björg.

Gréta Björg. (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 13:20

3 identicon

Gott að fá fréttir af þér Hafdís mín, frábært að þeir stefna þér heim fyrir Jól.  Æðislegt!

Gangi þér vel, kærar fréttir úr Króktúni 20

HEiða sig (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 13:46

4 identicon

Frábært, að útskrifast fyrir jól er nú bara draumur

Að komast heim er ávísun á að fara hraðbatnandi, ekkert jafnast á við að vera HEIMA

Haltu áfram þínu striki ég fylgist með og hugsa til þín, sendi þér orku í áframhaldið

kv.

obba 

Obba (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 14:29

5 identicon

Dásamlegt mín kæra;););););)

Erla Guðfinna (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 14:54

6 identicon

Yndislegt hvað gekk vel heima og ekkert jafnast á við það að fá "mömmumat" Frábært að þetta góða fólk ætlar að koma þér heim fyrir jól. Gangi þér sem allra allra best. Ég kem hér inn oft á dag til að gá eftir fréttum. Knús og kram til þín mín kæra.

Svava frænka og co (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 15:03

7 identicon

Glæsilegar fréttir elsku Hafdís.

Gangi þér áfram vel í þjálfuninni.

Kv. Linda Björk og co.

Linda Björk Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 15:48

8 identicon

Þú er hetja Hafdís!!!!!!!! Gangi þér vel áfram.

Guri (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 15:52

9 identicon

VÁ FRÁBÆRAR FRÉTTIR

Það var svo gott að hitta þig um helgina. Þér hefur farið svo MIKIÐ fram Hafdís þú ert svo dugleg. Hlakkar til að sjá þig næstu helgi og sjá framfarirnar þá.

Þú ert bara yndislegust ég er svo heppinn að eiga þig fyrir vinkonu

Kveðja

Erna

Erna (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 16:08

10 identicon

Þetta eru aldeilis góðar fréttir búin að sleppa göngugrind og heim fyrir jól. Frábært þetta eru engar smá framfarir hjá þér. Hugur minn er hjá þér. Gangi þér vel áfram.

Kærar kveðjur Inga

Inga (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 19:45

11 identicon

Elsku Hafdís,mikið hefur verið gaman hjá ykkur öllum um helgina.Til hamingju með að geta útskrifast fyrir jól ef allt gengur vel,sem ég veit að verður.Var ekki indislegt að vera með börnunum þínum,Örvari og fjölskyldu þinni,og fá að knúsa litlu frænku hún hlítur að vera alfeg indisleg ´jæja Hafdís mín  gangi þér vel megi guð og góðir vættir vera yfir þér og gefi þér styrk,kær kveðja,frá okkur öllum.

Hildur Hildisey (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 19:54

12 identicon

Elsku Hafdís.

Mikið er alltaf gaman að fá símtal frá þér og sms . Þú ert alltaf skrefinu nær batanum og heimferðinni með hverjum deginum sem líður og hverri sjúkraþjálfun. Hlakka sko til að halda fleiri saumóa með þér, þú ert nebblega ómissandi skella .

Knús í krús og krukku..sjáumst sem fyrst

Hulda (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 20:49

13 identicon

Gaman að sjá hvað gengur vel!  Það eru nú aldeilis frábærar fréttir að þið stefnið að útskrift fyrir jólin....gott að hafa tímasett markmið   Aldeilis frábært að þú sért búin að leggja göngugrindinni, það er stórt skref að fara frá henni á eina hækju!  Gott að heyra að heimferðin gekk svona ljómandi vel.

 Baráttukveðjur til þín og gangi þér áfram rosalega vel.

Kveðja,

Sibba

Sibba, Bjartur og Þorbjörg Þula (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 21:22

14 Smámynd: Guðrún Markúsdóttir

Til hamingju með þessa góðu áætlun, nú er aldeilis hægt að hlakka til jólanna!

Gangi þér vel,

Guðrún Markúsdóttir, 10.11.2008 kl. 22:09

15 identicon

Það er gaman að heyra hvað allt gengur orðið miklu betur. Að komast heim fyrir jól er frábært fyrir þig og fjölskylduna. Gangi þér vel í baráttunni við að ná fullri heilsu aftur Hafdís mín.

Kv. Inga

Ingibjörg Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 22:29

16 identicon

Vá hvað það er gaman að heyra að þú getir líklega verið heima um jólin   Ég sakna þín líka mjög mikið og stundum er mjög erfitt að fara í skólann, það var auðveldara að heyra á morgnanna að ég væri að fara að hitta þig, þá hætti ég að kvarta og brosti alveg út af eyrum, en ég bíð bara og vona að þú farir að koma fljótlega aftur

Saknaðar kveðjur Ingimar  og co 

Ingimar og co. (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 03:10

17 identicon

Frábærar fréttir að vera líklega kominn heim um jólinn og frábært að helgin var æðisleg já þér og að það hafi verið stjanað í kringum þig. Haldið áfram á þessari braut.

Baráttukveðjur

Sigurbjörg og co

Sigurbjörg Stefánsdóttir. (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 11:24

18 identicon

Elsku litla systir.  Gaman að heyra hvernig gekk um helgina og þetta eru ótrúlegar fréttir að þú komist heim fyrir jól!!! Frábært, það styttist í að þú hittir litla frænda um jólin, hann er mikill drykkjubolti, vær, sefur og dafnar vel :-)  Nú er hann víst níu daga gamall í dag, þetta líður hratt.  Skilaðu kærri kveðju til Erlu fyrir að vera svona góð mágkona og hugsa svona vel um þig með heimsóknum, þessari síðu og mörgu öðru. 

kveðja frá Brautarhóli

Þórunn, Baddi, Ágúst Aron og litli frændi (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 14:17

19 Smámynd: Benedikta S Steingrímsdóttir

Frábærar fréttir af þér. Ég veit að þú kemst heim til þinna á jólunum, þú er svo dugleg. Gangi þér vel í æfingum fram að jólum. Baráttukveðjur.

Benedikta S Steingrímsdóttir, 11.11.2008 kl. 19:36

20 identicon

til lukku með allar framfarirnar :) þetta er æðislegt plan sem er komið og ég veit að þú nærð því.... sjáumst vonandi fljótlega og gangi þér áfram svona vel :)

ólöf Guðjbörg (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 20:09

21 identicon

Þetta eru frábærar fréttir. Haltu áfram að vera svona dugleg, þetta mun allt saman koma þó það taki sinn tíma. Baráttukveðjur Hildur H

Hildur Hjaltadóttir (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 20:16

22 identicon

HÆ, hæ, gott að það gengur vel, fékk alveg gleðihroll þegar Erna sagði að þú fengir að koma heim um síðustu helgi Gangi þér vel og sjáumst vonandi fljótlega.

Kiss, kiss, Gunnhildur

Gunnhildur Þ. Jónsdóttir (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 21:02

23 identicon

Gaman að lesa allar þessar góðu fréttir um langþráða helgardvöl heima í sveitinni og að hægt sé orðið að spá um hvenær þú útskrifist.  Það er greinilegt að þú og teymið þitt látið hlutina gerast! Gangi þér áfram sem allra best.

kveðja

Anna Kristín

Anna Kristín Guðjónsdóttir (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 00:24

24 identicon

Hæhæ, frábært að sjá hvað helgin var góð. Ekkert jafnast á við að eyða tíma með fjölskyldunni. En meiriháttar að stefnan hjá ykkur sé tekin á útskrift fyrir jól, það boðar bara gott. Sendi baráttukveðjur á ykkur áfram.

Kv. Hrefna Eyþórsd.

Hrefna Eyþórsd. (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 08:54

25 identicon

Frábært að heyra hvað gengur vel.
Að sjálfsögðu er ég til í að taka myndir. Ætla einmitt að taka af börnum Guriar, Gyðu og fleirum. Heyri í þér þegar ég er búin að stilla upp.

Bestu kveðjur, B.

Birna (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 10:19

26 identicon

Frábærar fréttir Hafdís.Sendi þér STÓRT KNÚS

Kveðja Ingibjörg

Ingibjörg Sæm. (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 13:48

27 Smámynd: Þórhildur Daðadóttir

Var sagt af þessari síðu og ákvað að kíkja inn.  Er búin að hugsa mikið til þín, Örvars og krakkana síðan ég fékk fréttirnar. 

Finnst bara frábært hvað þér gengur vel. En man svo alveg að þetta er hún Hafdís sem ég þekki, tekur allt með trukki.

Bestu kveðjur að austan.

Þórhildur Daðadóttir, 12.11.2008 kl. 15:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband