6.11.2008 | 16:07
Update
Í svartnættis myrkri
ég hrökk upp við það
að fóturinn sterki
sem drottinn mér gaf,
var máttlaus og lamaður
og lét ekki af stjórn.
Lífið mig krafði um ógnstóra fórn.
Í hjartanu hryggur með lamaða sál
ég örmagna leita til drottins um hjálp.
Þá birtust mér englar með kærleik í hjarta.
Mér fannst eins og ég sæi aftur sólina bjarta
Á Grensási englana mína ég fann.
Þeir sameinuðust um að gera úr mann
sem gengi á fætinum aftur.
(Höf Hjálmar).
Rakst á þetta ljóð niðri í sjúkraþjálfun og mér finnst þaðp svo dásamlegt. Það er eftir mann sem lenti í sama áfalli og ég... langaði bara að deila því með ykkur.
Athugasemdir
vá hvað þetta er frábært ljóð!! Nú verður óþekka höndin og óþekki fóturinn að vara sig á þessum englum þarna:) Gangi þér áfram vel elsku vinkona og það verður frábært fyrir þig að komast heim.
Árný Lára (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 19:23
Knús á þig, elsku Hafdís mín...
Hafðu það svooo bara BEST heima um helgina ;)
Kveðja,
Gyða B
Gyða B (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 23:07
Þetta er sko flott ljóð, segir alveg svakalega mikið. Ég er að fara í bónus að kaupa í kökurnar. Hlakka svoooooooo MIKIÐ til að hitta þig. Verður svo gott fyrir þig aðeins að koma heim. En þú verður samt að passa þig að láta alla stjana í kringum þig svo þú verðir ekki alveg búinn á því.
Gangi þér vel á leiðinni heim sæta mín
Kveðja
Erna
Erna (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 09:16
Flott ljóð og segir margt um tilveruna. Eigðu góða helgi .
Stórt knús
Sigurbjörg.
Sigurbjörg Stefánsdóttir. (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 11:17
Góða heimferð á morgunn dúllan mín!! Já það er sko ekkert slæmt að hafa alla þessa engla í kringum sig:)
Kv. Sigurbára
Sigurbára (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 13:33
Góða og skemmtilega heimferð á morgun Hafdís mín.
Baráttukveðjur frá okkur
Svava frænka og co (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 23:09
Baráttukveðja frá búfræðingunum á Hvanneyri.
Kjartan Ottó og Anna Lóa (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 18:05
Frábært hvað þetta gengur vel hjá þér. Gott fyrir þig að komst heim. Þú ert algjör jaxl elsku Hafdís
Baráttukveðjur Hildur Heiðar Óli og Bóel
Hildur Hjaltadóttir (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 21:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.