4.11.2008 | 12:45
Nú brosi ég hringinn
Ég má fara í heimsókn heim til mín á laugardag og gista eina nótt!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Ég ákvað bara að spyrja sjúkraþjálfarann og yfir-hjúkkuna......og haldiði að kellingin hafi ekki fengið grænt ljós á það!!!!!!!!!!!!!!!
Fer í iðjuþjálfun á morgun og sjúkraþjálfunin í morgun gekk rosa vel...finn að ég er að öðlast aukinn styrk og jafnvægi...finn mikinn mun á mér...orka og úthald hefur aukist gríðarlega!!
Hausverkurinn er svoldið að stríða mér en sveitakellingar harka það af sér hehe
KNÚS TIL ALLRA SEM FYLGJAST MEÐ MÉR HÉR.....FER MJÖG REGLULEGA Í TÖLVUNA AÐ GÁ AÐ NÝJUM KVEÐJUM......ÞÆR ERU ALGJÖRAR VÍTAMÍNSPRAUTUR
Athugasemdir
Vá flottar fréttir Hafdís. Gaman fyrir þig að fá að fara heim í sveitina og slappa af í faðmi fjölskyldunnar. Hafðu það sem allra best dúllan mín.
Bestu kveðjur til ykkar allra
Árný Jóna og family
Árný Jóna Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 13:30
vá... þetta eru frábærar fréttir og æðislegt að sjá hvað þér ferframm.. Vonandi heldur þetta bara áfram á þessari braut. Njóttu þess að fara heim í sveit, slaka á og vera í faðmi fjölskyldunnar. Farðu vel með sjálfa þig. :)
Kveðja til ykkar allra að austan.
Gréta Björg.
Gréta Björg. (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 13:58
æðislegar fréttir. það verður gott fyrir þig að komast heim og fá aukinn styrk við það að vera í þínu rétta umhverfi.
haltu áfram á þessari braut og hugsa jákvætt það er alltaf best!
Kv Sibba
Sigurbjörg (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 14:02
Þetta eru bara yndislegar fréttir. Njóttu þess að fá að fara heim. Frábært að heyra að allt gengur svona vel.
knús að austan
Svava frænka og co (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 14:22
Frábærar fréttir Dísin mín, en passaðu þig að ofreyna þig ekki á heimferðinni, þannig þú hafir orku í áframhaldandi uppleið í næstu viku;);)
Erla Guðfinna (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 15:59
Frábærar fréttir Hafdís, það verður gott fyrir þig að komast aðeins heim í faðm fjölskyldunnar. Knús á ykkur öll.
Kv. Ingibjörg
Ingibjörg Sæm (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 16:35
Frábærar fréttir bara æðislegt að heyra:) og njóttu þess að vera í sófanum með krakkana í fanginu og kallin líka auðvita. Þetta er mikill spenningur fyrir ykkur öll. Knús á ykkur öll. Sigurbjörg
Sigurbjörg Stefánsdóttir. (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 17:41
Skemmtilega orðað: að fara í heimsókn heim Frábært og aldeilis góð gulrót!! Hlakka síðan til að heimsækja þig á Grensásinn mín kæra
Kv. Sibbulingur....
Sigurbára (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 18:10
Halló frábærar frettir af þer nú verður kátt í Akurey þegar helgin gengur í garð þú ert mikil kraftakerlinginkv Rannveig
Rannveig H Gunnlaugsdóttir (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 18:37
Frábært að lesa, þú ert sko aldeilis búin að sanna að það er kraftur í þér kona. Knús á ykkur öll frá okkur á Stöddanum.
Bogga Jóna (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 18:47
Kærar kveðjur frá okkur í Öldugerði 11, já, nú verður bara allt uppávið. Baráttukveðjur
Auður, Jenni, Inga og Auður Ebba (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 19:31
Sæl Hafdís.
Baráttukveðjur frá okkur fjölskyldunni. Gott fyrir þig að mega komast aðeins heim til fjölskyldunnar.
Hafðu það sem allra best, kærar kveðjur frá okkur fjölskyldunni á Miðtúni
Sigga Viðars (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 21:01
Heil og sæl góða mín
Ákvað að senda þér eina vítamínsprautu. Þér veitir ekki af þeim í þessu verkefni. Ég les þó að allt gengur vonum framar og ég óska þér innilega til hamingju með það. Eigðu góðar stundir í sveitinni um helgina.
Kv. Sandra
Sandra (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 21:42
Sæl Hafdís mín
Það gleður mig að heyra að allt gengur betur, láttu stjana við þig heima hjá þér og njóttu þess að vera í faðmi fjölskyldunar. Kveðja og knús Hrafnhildur og co
Hrafnhildu Einarsd og fjölskylda (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 21:54
Vá hvað þetta eru frábærar fréttir Mundu bara að fara vel með þig, þú verður án efa þreytt eftir heimferðina.
Gangi þér áfram rosalega vel, mikið gott að heyra að þér finnst þér fara fram, það gefur svo mikla orku og styrk til að halda áfram.
Bestu kveðjur,
Sibba
Sibba, Bjartur og Þorbjörg Þula (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 22:12
Hæ skvís
Það er naumast dugnaðurinn, maður fer ekki inn á bloggið í einn dag og það eru bara ritgerðir frá þér frábært. Maður fer sko að hugsa um alla þessa smá hluti sem þú ert að telja upp og hvað lífið er dýrmætt og hvað maður er heppinn að eiga þessu blessuðu börn og þau okkur (það má ekki gleyma því heldur). Það er svo gott að heyra hvað hljóðið í þér er gott og að þú fáir að komast heim um helgina . Þetta er allt uppá við hjá þér og eins og einhver nefndi hérna þá eru þið hörkutól af Álfhólkyninu...... kannast við nokkra af þeirri ætt
Knús og kveðja frá okkur hér í Dufþekju
Ragnheiður (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 22:13
Elsku Hafdís, Örvar og börn.
Sendum ykkur hlýjar stuðnings kveðjur, með ósk um góðan bata. Guð styrki ykkur.
Bryndís og Gunnar Jósep Fáskrúðsfirði
Bryndís Guðjónsdóttir (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 22:23
Æðislegar fréttir að þú færð að kíkja heim... og ég fæ kannski að kíkja aðeins á þig :) farðu vel með þig og nú er þetta sko bara uppá við :)... eigum sko eftir að sakna þín á morgun
knús
ólöf
ólöf Guðjbörg (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 22:30
Æðislegar fréttir Hafdís!
Guri (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 23:16
Frábært að fá að fara heim. Haltu áfram að vera hörku dugleg. Kveðja frá F'askrúðsfirði Hafdís Rut
Hafdís Rut (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 12:02
Til hamingju elsku Hafdís mín mikið eru þetta góðar fréttir,mikið verða börnin glöð og svo ég tali nú ekki um Örvar og fjölskylduna þína.Til hamingju með litlu frænku Happó sendi mér sms hann er svo hamingjusamur og stoltur að hann kemst ekki á jörðina,ekki einu sinni með tærnar,það er svo indislegt þegar lítið barn kemur í heimin og allt hefur gengið vel,knúsaðu alla frá mér
Hildur Hildisey (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 12:23
Mikið er frábært að heyra að þú ert öll að koma til aftur. Að fara heim um næstu helgi er líka stór áfangi, til hamingju með það. Óska þér líka til hamingju með systakinabörnin bæði. Heyrði í mömmu þinn áðan og hún er svo stolt af þeim og EKKI síður af því hvað það gengur allt miklu betur hjá ÞÉR.
Kv. Inga
Ingibjörg Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 14:13
já Hafdís mín þetta eru rosalega góðar fréttir. Njóttu þess í botn að láta stjana við þig og eiga rólega og notalegar stundir með börnunum þínum. Efast ekki um að það verði stablað í rúmið því allir vilja vera sem næst þér. Já það er ýmislegt sem við sveitakellingarnar þurfum að harka af okkur og þú rúllar þessu upp, ekki spurning.
kveðja frá okkur í Seli
Inga og co (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 15:09
Hæ sæta! Var að kíkja á síðuna þína. Hugsa til þín og knúsa Ingimar frá þér reglulega. Kveðja Steina.
Steina (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 16:48
Sæl Hafdís mín.
Nú er ég komin heim og þykir óskaplega leitt að vera ekki hjá ykkur um helgina til að stjana við ykkur en vonandi gengur þetta allt rosalega vel.
Kveðja,
Jóna og Ari.
Jóna tengdó (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 18:50
Kæra Hafdís Mikið erum við glöð fyrir þína hönd að þú skulir fá að skreppa heim .það verður vítamínsprauta fyrir þig .knús til þín og þinna
kv að austan
Herborg og Indriði (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 19:28
Elsku Hafdís, það er frábært að heyra að allt er á réttri leið og rosalega er gaman að sjá hvað þú ert jákvæð, það skiptir öllu. Hugsa oft til þín. Ég held áfram að fylgjast með..
Bestu kveðjur Hildur frænka og Pétur:)
Hildur frænka fíflh. (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 19:43
Frábært að heyra Vertu svo dugleg að knúsa fjölskylduna þína
Kv. Tinna
Tinna (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 19:49
frábært að þú megir fara aðeins heim..:) ég ætla að kíkja á þig áður en ég fer norður kv. Hafdis
Hafdis Björg (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 20:59
Takk fyrir góðar fréttar!
Haltu áfram á þessari braut!
kv, Þórður Freyr og fjölskylda
Þórður Freyr (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 21:04
Hæ hæ
Frábærar fréttir:) Gott að þetta stefnir allt í rétta átt!
Hafðu það ofsa gott...og til hamingju með nýjasta frændan og frænkuna;)
Kærar kveðjur Árný
Árný Inga Guðjónsdóttir (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 22:27
Frábært að fá góðar fréttir, þú hlítur að vera farin að telja mínúturnar í helgarheimsóknina. Þú er hörku kella Hafdís, þú rúllar þessu erfiða verkefni upp:)
Knús Rósa
Rósa Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 22:40
Mikið er gott að heyra þig segja að úthaldið og orkan sé að koma aftur. Frábærar fréttir með heimsóknina heim, þú kemur tvíefld til baka og ferð létt með æfingarnar
Góða ferð heim og gangi þér áfram vel.
Kv. Linda Björk og co.
Linda Björk Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 08:20
Góðann daginn skvísa;) Já þú ert mjög dugleg í æfingunum;) Gangi þér vel með jólaföndrið;);) Hlakka til að fá körfu í jólagjöf;););)
Erla Guðfinna (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 09:35
Gott að heyra að þú braggist svona vel á spítalanum. Vonandi ferð þú bara að komast heim alfarið sem fyrst :)
Kveðja Silja
Silja Rún (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 11:48
Elsku Hafdís njóttu þess að komast heim um helgina. Það hjálpar þér líka að ná þér (allveg viss um það). Bestu kveðjur Guðrún og fjölskylda
Guðrún Guðrmundsdóttir og fjölskylda (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 12:15
góða ferð heim! og eigðu sem bestastann tímana með fjölskyldunni
Kveðja Heiða Sig
Heiða Sig (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 14:24
Sæl Hafdís,
Það er óhætt að segja að það er algjör kraftur í þér. Mikið er gott að heyra að þú færð að í kíkja í heimsókn í sveitina. Þar færðu sko aukakraft þegar þú knúsar börnin, færð ferkst loft í lungun og finnur fjósalygt. Ég skil mjög vel að þú skulir brosa hringinn, þú átt eflaust eftir að brosa tvo hringi þegar þú rennir niður Vestur- Landeyjaveginn.
Kær kveðja og klapp á bakið.
Mæja pæja
María Garðarsdóttir (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 15:23
Æðislegar fréttir, góða ferð í sveitina. Gaman að sjá hvað þú ert jákvæð sannkölluð Pollýanna! Sveitaloftið á eftir að gera þér gott, ekki spurning. Gangi þér vel, gott að fá að fylgjast með hérna á netinu. Og til hamingju með frændsystkinin þín.
Kveðja Sóley, Sævar og co.
Sóley og Sævar (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 23:56
Blessuð Hafdís. Frábæt að heyra þessar góðu fréttir að þú fáir að fara heim einn dag. Vona að þú hafir það gott í sveitinni og njótir þess að vera með fjölskyldu þinni. Gangi þér vel í framtíðinni. Kveðja.
Benedikta S Steingrímsdóttir, 7.11.2008 kl. 09:19
Sæl Hafdís.
Enþá að hugsa mjög mikið um þín og frábæt til að heyra þú er heim þessi helgina!!! Halda afram og Guð vera með ykkur.
Kveðja Gina og fjölskylduna
Gina Christie (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 21:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.