3.11.2008 | 12:31
Heppin
Áfram líða dagarnir og orðnar rúmar 2 vikur síðan áfallið reið yfir.
Ég sakna svo margs:
ÉG SAKNA...
BARNANNA MINNA, HEIMILI MÍNS, RÚMSINS MÍNS:), ALLRA HEIMA, ÆTTINGJA OG VINA
ÉG SAKNA ELSKU INGIMARS ÚR SKÓLANUM, ALLRA Í 1. BEKK EÐA Í RAUN ALLRA Í SKÓLANUM, SAMSTARFSFÓLKSINS ÚR HVOLSSKÓLA SEM ER ÚRVALSLIÐ UPP TIL HÓPA, ALLIR Í HVOLSSKÓLA FÁ KVEÐJU FRÁ MÉR.
LITLIR HLUTIR SKIPTA MANN ALLT Í EINU SVO MIKLU MÁLI, ÞAÐ AÐ KEYRA SOFFÍU Í LEIKSKÓLANN OG KASTA KVEÐJU Á STARFSFÓLKIÐ ÞAR ER DÝRMÆTT
ÞAÐ AÐ SITJA INN Í HERBERGI HJÁ KRÖKKUNUM OG KUBBA MEÐ ÞEIM EÐA FARA Í DÚKKÓ MEÐ SOFFÍU ER DÝRMÆTUR TÍMI......
ÞAÐ AÐ KNÚSA KRAKKANA SÍNA OG kyssaA ER DÝRMÆTT
Í RAUN FINNST MÉR ÉG VERA MJÖG HEPPIN, ÉG HEF BÁÐAR HENDUR ÞÓTT ÉG HAFI AÐEINS FULLA STJÓRN Á ANNARRI
ÉG HEF TVÆR FÆTUR ÞÓTT ÉG STJÓRNI AÐEINS ANNARRI AÐ FULLUM KRAFTI....
HAUSINN ER Í LAGI, Þ.E. ÞÓTT ÉG SÉ PÍNU GLEYMIN ÞÁ ER ALLT ANNAÐ MEÐ FELLDU,,,,ÞAÐ MÁ ÉG ÞAKKA FYRIR
ÉG SÉ ILLA EN SÉ ÞÓ EITTHVAÐ....!!!
ÉG Á YNDISLEGN UNNUSTA SEM HJÁLPAR MÉR Í EINU OG ÖLLU.....
ÉG Á YNDISLEGA FJÖLSK. OG VINI SEM STYÐJA MIG Í EINU OG ÖLLU
HÉR Á GRENSÁS ER YNDISLEGT FÓLK...HEPPIN ÉG!!!!
ég eignaðist frænda í gær!!!!!!!!! heppin ég´......þórunn systir eignaðist strák í gær...TILHAMINGJU ELSKURNAR
MINNI Á AÐ HEIMSÓKNATÍMI ER FRJÁLS!!!
ER Í SJÚKRAÞJÁLFUN KL. 10 OG 14.30...UPPTEKIN ÞÁ :)
þessa vikuna ætti ég að vera í skólanum, HÍ, sakna ykkar kæru bekkjafélagar,,,, ætti að útskrifast í vor sem þroskaþjálfi...........................En koma tímar og koma ráð
knús...Hafdís
Athugasemdir
Sæl elsku Hafdís mín. Já það er svo skrítið að þegar áföll dynja á manni fer maður að hugsa svo allt allt öruvísi. Eins og þú segir skipta litlu hlutirnir svo miklu máli og það sem manni fannst algerlega nauðsynlegt verður það ekki lengur. Gangi þér sem allra allra best á Grensás mín kæra. Gott að börnin séu komin í sína rútínu, því að þau þurfa á því að halda. En bara eitt sem mig langar svo að segja er að hann Örvar minn gleymist ekki, hann þarf eflaust á styrk að halda líka. Þetta er áfall fyrir ykkur öll og hann má ekki gleymast í þessu öllu saman, æ fyrirgefðu mér að ég sé að skipta mér af, en mér fannst ég bara verða að segja þetta. Knús og kram til ykkar allra frá mér og mínum.
Svava frænka og co (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 13:05
Elsku Hafdís mín og Örvar mikið er gott að þér er farið að líða betur,já þú ert heppin að fara á ´grensás þar átt þú eftir á ná heilsu því trúi ég.Ég skil mikið vel að þú farir að hugsa um þessa daglegu hluti þeir verða svo dýrmætir,haltu áfram að vera bjartsýn það hjálpar svo mikið,Við biðjum innilega að heilsa og megi guð og allir heimsins englar vera yfir þér og gefa þér styrk.Kær kveðja til ykkar allra frá okkur
Hildur Hildisey (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 14:32
Ohhhh Hafdís þú er svo frábær
Þessir hversdagshlutir eru svo mikilvægir og þessi smá atriði skipta svo miklu máli. Þú verður komin í þitt hlutverk áður en þú veist af. Örvar er búinn að standa sig eins og hetja þér við hlið allan tíman þið eruð ótrúlega heppin að eiga hvort annað að.
Það verður svo gott að fá Soffíu aðeins lánaða á miðvikudaginn, ég lofa að skila henni aftur
risa stórt knús frá mér
Kveðja
Erna
Erna (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 16:06
Kæra vinkona!!
Það er alveg satt hjá þér að maður lærir að meta litlu "sjálfsögðu" hlutina þegar eitthvað veldur því að það er ekki hægt að upplifa þá sem áður. Þú ert alveg toppurinn Hafdís mín og ég veit að þetta er brösótt og ekki það besta að vera aðskilin börnunum þínum, fjölskyldu og vinum.. en mundu bara gulrótina góðu þú getur þetta þó það taki tíma og þú átt eftir að standa dæsandi í kubbahrúgunni í herbergjum krakkana áður en þú veist af. Mér þykir alveg endalaust vænt um þig skvísan mín og er alltaf að hugsa til þín.
Og það er satt sem Svava segir.. það má ekki gleyma honum Örvari sem er greinilega algjör klettur og hefur staðið sig svo vel í þessari baráttu ykkar því þetta er auðvitað baráttan ykkar beggja.
og og til hamingju með litla frændann:D
Árný Lára (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 16:42
Kæra Hafdís!
Já það er nú dálítið undarlegt að maður hugsi ekki meira um þessa hversdaglegu hluti en raun ber vitni og þakka það sem maður á og hefur.
Það er indislegt að lesa bloggið þitt, þar sem þú minnir mann á að huga að því sem maður hefur og muna að njóta þess smáa. Takk fyrir það elsku Hafdís mín og gangi þér vel á Grensás. Kveðja Stína Leifs
Stína Leifs (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 22:40
Kæra Hafdís,
Takk fyrir að benda mér á þetta fína blogg!!! Soffía er búin að koma tvisvar í fiðlutíma með ömmu sinni og við þurftum auðvitað eiginlega að byrja uppá nýtt, en það gengur ljómandi vel og ekki langt í að við getum komið og spilað Kópavogur hopp stopp fyrir þig! Þær eru báðar mjög duglegar. Frekari fréttir af framförum þeirra geturðu fengið í tölvupósti, netfangið mitt er goodster@hive.is en mig vantar þitt netfang. Gaman að heyra hvað þetta gengur vel hjá þér. Guð veri með þér og styrki þig áfram,
Bestu kveðjur,
Guðrún Markúsdóttir, 3.11.2008 kl. 23:13
tölvupósturinn minn er hafdismj@emax.is
síminn er 8614382 bara ef einhver vill heyra í mér
Hafdís (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 11:26
Já það er alveg satt að maður tekur þessum hversdagslegum hlutu of sjálfsagða og takk fyrir að minna okkur á að meta hlutina meira. Frábært að heyra að það gangi vel á Grensási. Baráttukveðjur til ykkra allra þið standið ykkur rosalega vel. Sigurbjörg.
Sigurbjörg Stefánsdóttir. (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 12:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.