1.11.2008 | 13:49
kjellan farin að blogga sjálf!!!!!!!!!!
Jæja, nú er ég á Grensás og blogga sjálf í fyrsta skipti....er fljóatari að pikka með annari hendi þ.e. með hægri því vinstri er ekki mjög hlýðin ;)
Hér er umhverfið mjög vinalegt, á mánudag kem ég til með að hitta sjúkraþjálfarana, iðjuþjálfa, læknir og svo fr.v. Helgin verður róleg, hvíldarhelgi fyrir átökin.
Veit svo sem ekki hvað ég ætti að segja meir.......
nema takk fyrir allar kveðjur sem ég hef fengið hér, þær eru mér mjög kærar skal ég segja ykkur!
Örvar minn og krakkarnir kúrðu hjá mér í nótt, sem var yndislegt. Ívar er farinn í heimsókn til Erlu og Gústa og ætlar að gista þar í nótt. Soffía Ýr ætlar að gista hjá Írisi sinni í ´nótt :)
TAKK FYRIR AÐ KÍKJA HÉR UNN Á SÍÐUNA OG HUGSA TIL MÍN....YKKAR HAFDÍS MARÍA
PS....KLAUFARFJÖLSKYLDA, ÉG ÞAKKA INNILEGA FYRIR MIG, ÞÚSUND KOSSAR
Athugasemdir
Halló Hafdis mín gott að fá svona góðar frettir af þer´þú stendur þig eins og hetja með góðan styrk á bak við þig með alla þín stór fjölskyldu og vini og stattu þig nú stelpa KV Rannveig og Villi
rannveig (IP-tala skráð) 1.11.2008 kl. 14:02
Jæja elskan, nú er eitthvað að byrja í bumbumálum, byrjaði í gærkvöldi svo það styttist í þetta. Það er svo frábært að þú sért komin þarna á þennan góða stað þar sem þú átt eftir að fá þjálfun og átt eftir að byggja þig upp. Hver veit nema þú verðir frænku eða frænda ríkari í kvöld eða í nótt:-) Kær kveðja frá öllum á Brautarhóli
Þórunn, Baddi, Ágúst Aron og bumba (IP-tala skráð) 1.11.2008 kl. 14:06
Halló þetta er Ágúst Aron
Vonandi batnar þér fljótt :-*
Ágúst Aron (IP-tala skráð) 1.11.2008 kl. 14:10
Ég er svo glöð að fá svona góðar fréttir af þér!
Og já þú ert heppin að eiga svona góðann mann og fjölskyldu, það er enginn efi :)
Haltu áfram að vera svona dugleg, og alltaf gott að fá uppdeit með hvernig gangi með batann..
kv. íris
íris simonar (IP-tala skráð) 1.11.2008 kl. 14:15
sæl elsku Hafdís.
Gott að heyra að þér líði orðið betur. afi Jónas í Syðri Hól spyr um þig í hvert skipti sem ég hringi í hann og ég segi honum alltaf allt sem ég les hérna inná síðunni þinni og það sem Lóa segir mömmu. Hann er mjög ánægður að þér sé farið að líða betur og hvað þú stendur þig vel.
Gangi þér bara allt í haginn
Kv. Sibba
Sigurbjörg (IP-tala skráð) 1.11.2008 kl. 16:32
Herra Ívar Ari var mjög ánægður með að komast loksins á Árbæjarsafnið, Herra Jón var mjööög ánægður að hafa svona stóran og flottan frænda úr sveitinni í heimsókn;) Þegar Herra Jón hafði elt stóra frænda sinn á röndum um allt Árbæjarsafn og hálfan húsdýragarðinn gafst hann upp, sprakk á limminu!!!!! og mamman þurfti að bera kallinn út í bíl. Já Ívar Ari þakkaði nú samt kærlega fyrir að við höfðum þó náð að skoða svona mikið áður en Jón varð uppgefinn!!! Mjög skemmtilegur dagur hjá okkur, erum að leika með smá dót sem við kipptum með í tysarus!!!!!;);) Kv. Erla, Ívar Ari og Jón.
Erla Guðfinna Jónsdóttir (IP-tala skráð) 1.11.2008 kl. 17:29
ps. hægt að sjá myndir á barnalandssíðunni okkar;)
Erla Guðfinna Jónsdóttir (IP-tala skráð) 1.11.2008 kl. 18:16
Vá duglega þú, ekki að spyrja af dugnaðinum hjá þér, gangi þér vel með áframhaldið elskan. Knús og kossar frá Stöddanum.
Bogga Jóna (IP-tala skráð) 1.11.2008 kl. 18:21
Sæl Hafdís mín
Ég held áfram að fylgjast með, svona úr fjarlægð! Mín reynsla af Grensási er sú að þar er samankomin hópur af yndislegu starfsfólki sem mun hjálpa þér á allan þann hátt sem mögulegt er, þó að erfiðasta verkefnið liggi að sjálfsögðu hjá þér!
Annars get ég ekki annað en hugsað um það hvað það er undarlegt að þetta hafi gerst - þú sem átt svo frábæran afmælisdag ;) En þessi fæðingardagur gefur þér líka gott veganesti, oggulitla þrjósku allavega!
Kristín Ósk (IP-tala skráð) 1.11.2008 kl. 18:48
Hæ skvísan mín
Aldeilis gott að "heyra" í þér:) Ég hlakka mjög til að hitta þig aftur og það verður nú vonandi bara fljótlega. Gangi þér alveg rosalega vel í átökunum sem eru fyrir hendi og ég veit að þú munt sko alveg skína í gegnum þetta allt saman hörkuduglega Hafdís mín!!
Kveðja
Árný Lára
Árný Lára (IP-tala skráð) 1.11.2008 kl. 21:28
Hæ elsku Hafdís mín. Ég er búin að hugsa mikið til þín þannig það er gott að fá að "heyra" aðeins frá þér. Farðu rosa vel með þig og vá hvað ég skil þig að þér finnist erfitt að vera í burtu frá börnunum þínum. Ef þér leiðist og langar að fá heimsókn láttu mig vita - ég gæti gefið þér nýjasta slúðrið úr skólanum. Baráttukveðjur - koss og knús - Telma sem er með þér í kennó.
Telma (IP-tala skráð) 1.11.2008 kl. 21:51
Sæl Hafdís. óskum þér og fjölskyldu þinni alls hins besta, og vonum að þér batni fljótt. Lóa gaf okkur slóðina svo við gætum fylgst með þér í baráttuni.
kveðja
Böðvar, Guðbjörg, Sigurpáll og Ásdís Þóra (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 00:48
Baráttukveðjur Hafdís mín .Við hugsum til þín daglega ,ef ég fengi eina ósk þá væri ekki spurning hvert hún færi.
Bestu kveðjur og knús að austan til þín og þinna
Herborg (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 10:53
Þú ert nagli mín kæra!
Bestu kveðjur til ykkar allra, Bigna
Birna Sigurðar. (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 11:34
Sæl Hafdís mín.
Hugsa til þín oft á dag og fylgist vel með. Þú verður komin heim í fjörið áður en þú veist af, þú ert nú einusinni af hinu margfræga Álfhólakyni :) Rúllar þessu upp.
Baráttu- og kærleikskveðja til ykkar allra
Lollý (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 15:32
Hæ hæ
Gott að heyra að þú ert komin á Grensás:) Núna er það sko bara uppá við! Gangi þér ofsalega vel.
Kærar kveðjur Árný
Árný Inga Guðjónsdóttir (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 20:49
Hæhæ.
Mikið var nú gott að sjá þig áðan og gefa þér knús og kortið
Þú ert í bænum mínum alla daga og ég reyni að kíkja aftur eins fljótlega og ég get.
Knús og kossar,
Tinna
Tinna (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 20:54
Hæ hæ Hafdís
Mikið rosalega ertu dugleg og jákvæð :-) Það er einstaklega gaman að sjá það.
Það er sko ekki slæmt hef ég heyrt að vera á Grensás, ég hef farið þarna nokkrum sinnum og gert snyrtingu á fólki :-) ef þú óskar eftir fríkeypis snyrtingu Hafdís Mín þá endilega bjallaðu bara :-) gæti alveg hugsað mér að koma í þetta vinalega umhverfi og dekstra við þig og aðra sem dvelja á Grensás deild:-)
kv
Maríanna Rós
s:898-2439
Maríanna Rós (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 09:16
takk maríanna, ég hringi í þig fljótlega;)
Hafdís María Jónsdóttir, 3.11.2008 kl. 12:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.